Hin 23 ára gamla Elín Sóley hefur undanfarin fjögur ár stundað nám við Tulsa háskólann í Bandaríkjunum og leikið við góðan orðstýr með liði skólans.
Þar áður lék hún tvö tímabil með Val og átti sérstaklega gott tímabil áður en hún flutti búferlum til Tulsa. Það tímabilið skoraði hún 10,9 stig að meðaltali í leik ásamt því að taka 7,2 fráköst.
Elín Sóley hefur leikið sjö A-landsleiki á ferli sínum ásamt því að hafa leikið með öllum yngri landsliðum Íslands. Hún mun án efa styrkja lið Vals til muna. Valur endaði í 2. sæti Subway-deildar kvenna á síðustu leiktíð og tapaði fyrir Haukum í undanúrslitum.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.