Upplifði öskur, baktal, niðurlægingu og ósannindi í samfélaginu og í bæjarstjórn Bjarki Sigurðsson skrifar 7. júní 2022 14:36 Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri, er spennt fyrir komandi kjörtímabili. Seinni hluti síðasta kjörtímabils reyndist frekar erfiður. Samfylkingin Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri, segist hafa upplifað ansi súra stemningu bæði í bæjarstjórn og frá bæjarbúum á síðasta kjörtímabili, sérstaklega eftir að minni- og meirihlutinn voru lagðir niður í september árið 2020. Hún er svekkt en spennt að vera í minnihluta á næsta kjörtímabili. Á Akureyri mynda Bæjarlisti Akureyrar, Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn nýskipaðan meirihluta bæjarstjórnar. Flokkarnir hlutu samtals sex fulltrúa af ellefu í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. Ætlar að vera öflug í minnihlutanum Í kosningunum tapaði Samfylkingin einum manni og er Hilda Jana eini fulltrúi þeirra í bæjarstjórn. Í samtali við Vísi segist Hilda vera búin að þurrka af sér svekkelsið eftir kosningarnar. „Ég er bara peppuð í þetta, þegar maður þurrkar af sér svekkelsið. Ég ætla ekkert að þykjast eins og allt sé frábært, maður er svekktur með úrslitin og að vera ekki í meirihluta en að sama skapi er ég alveg sannfærð um að við getum orðið alveg rosalega öflug í minnihluta og haft mikil áhrif,“ segir Hilda. Upplifði leiðindi en fékk einnig stuðning Fyrri helming seinasta kjörtímabils var Samfylkingin í meirihlutasamstarfi með Framsóknarflokknum og Bæjarlistanum. Seinni helminginn var mynduð samstjórn allra flokka til að takast á við slæma fjárhagsstöðu bæjarfélagsins. Í færslu sem Hilda birti á Facebook-síðu sinni í dag segist hún hafa átt góð og slæm samskipti við bæjarstjórn og samfélagið í heild sinni eftir það. „Það hefur verið mun erfiðara en ég átti von á upplifa öskur, baktal, niðurlægingu og ósannindi. Ég skal alveg viðurkenna að stundum hef ég bognað, en ég hef þó aldrei nokkru sinni brotnað. Ég hef líka upplifað mikið þakklæti, hrós og ómetanlegan stuðning sem hvetur mig svo sannarlega áfram. Spegilmyndin mín er mjög stolt af mér, ég er sterkari og staðfastari en nokkru sinni áður, ég veit hvað ég hef gert og fyrir hvað ég stend.“ Töluverður málefnaágreiningur Samfylkingin tók þátt í meirihlutaviðræðum eftir kosningarnar í ár ásamt Miðflokknum, Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum. Hilda sá ekki fram á gott samstarf og sleit viðræðunum. „Þetta var töluverður málefnaágreiningur, sérstaklega í velferðarmálum, í umhverfis- og loftslagsmálum og skipulagsmálum. Ég myndi segja að þeir þrír flokkar hafi verið svona helst, en allra mest málefni sem vörðuðu þá hópa samfélagsins sem eru í viðkvæmustu stöðunni,“ segir Hilda. Akureyri Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Ætla að stórauka lóðaframboð Málefnasamningur nýs meirihluta á Akureyri, L-listans, Sjálfstæðisflokks og Miðflokks var kynntur í Lystigarðinum á Akureyri í dag. 1. júní 2022 15:40 BDSM úr sögunni á Akureyri Samfylkingin hefur slitið meirihlutaviðræðum við Sjálfstæðisflokkinn, Framsókn og Miðflokkinn á Akureyri. Ástæðan er sögð vera mikill málefnalegur ágreiningur, meðal annars í velferðar- umhverfis- og skipulagsmálum. 25. maí 2022 09:45 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Á Akureyri mynda Bæjarlisti Akureyrar, Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn nýskipaðan meirihluta bæjarstjórnar. Flokkarnir hlutu samtals sex fulltrúa af ellefu í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. Ætlar að vera öflug í minnihlutanum Í kosningunum tapaði Samfylkingin einum manni og er Hilda Jana eini fulltrúi þeirra í bæjarstjórn. Í samtali við Vísi segist Hilda vera búin að þurrka af sér svekkelsið eftir kosningarnar. „Ég er bara peppuð í þetta, þegar maður þurrkar af sér svekkelsið. Ég ætla ekkert að þykjast eins og allt sé frábært, maður er svekktur með úrslitin og að vera ekki í meirihluta en að sama skapi er ég alveg sannfærð um að við getum orðið alveg rosalega öflug í minnihluta og haft mikil áhrif,“ segir Hilda. Upplifði leiðindi en fékk einnig stuðning Fyrri helming seinasta kjörtímabils var Samfylkingin í meirihlutasamstarfi með Framsóknarflokknum og Bæjarlistanum. Seinni helminginn var mynduð samstjórn allra flokka til að takast á við slæma fjárhagsstöðu bæjarfélagsins. Í færslu sem Hilda birti á Facebook-síðu sinni í dag segist hún hafa átt góð og slæm samskipti við bæjarstjórn og samfélagið í heild sinni eftir það. „Það hefur verið mun erfiðara en ég átti von á upplifa öskur, baktal, niðurlægingu og ósannindi. Ég skal alveg viðurkenna að stundum hef ég bognað, en ég hef þó aldrei nokkru sinni brotnað. Ég hef líka upplifað mikið þakklæti, hrós og ómetanlegan stuðning sem hvetur mig svo sannarlega áfram. Spegilmyndin mín er mjög stolt af mér, ég er sterkari og staðfastari en nokkru sinni áður, ég veit hvað ég hef gert og fyrir hvað ég stend.“ Töluverður málefnaágreiningur Samfylkingin tók þátt í meirihlutaviðræðum eftir kosningarnar í ár ásamt Miðflokknum, Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum. Hilda sá ekki fram á gott samstarf og sleit viðræðunum. „Þetta var töluverður málefnaágreiningur, sérstaklega í velferðarmálum, í umhverfis- og loftslagsmálum og skipulagsmálum. Ég myndi segja að þeir þrír flokkar hafi verið svona helst, en allra mest málefni sem vörðuðu þá hópa samfélagsins sem eru í viðkvæmustu stöðunni,“ segir Hilda.
Akureyri Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Ætla að stórauka lóðaframboð Málefnasamningur nýs meirihluta á Akureyri, L-listans, Sjálfstæðisflokks og Miðflokks var kynntur í Lystigarðinum á Akureyri í dag. 1. júní 2022 15:40 BDSM úr sögunni á Akureyri Samfylkingin hefur slitið meirihlutaviðræðum við Sjálfstæðisflokkinn, Framsókn og Miðflokkinn á Akureyri. Ástæðan er sögð vera mikill málefnalegur ágreiningur, meðal annars í velferðar- umhverfis- og skipulagsmálum. 25. maí 2022 09:45 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Ætla að stórauka lóðaframboð Málefnasamningur nýs meirihluta á Akureyri, L-listans, Sjálfstæðisflokks og Miðflokks var kynntur í Lystigarðinum á Akureyri í dag. 1. júní 2022 15:40
BDSM úr sögunni á Akureyri Samfylkingin hefur slitið meirihlutaviðræðum við Sjálfstæðisflokkinn, Framsókn og Miðflokkinn á Akureyri. Ástæðan er sögð vera mikill málefnalegur ágreiningur, meðal annars í velferðar- umhverfis- og skipulagsmálum. 25. maí 2022 09:45