Léleg lagerstaða í Blóðbankanum: „Staðan er grafalvarleg“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 8. júní 2022 21:42 Ína Björg Hjálmarsdóttir deildarstjóri Blóðbankans hefur áhyggjur af stöðunni. Sér í lagi þar sem reynslan hefur sýnt að færri mæta til að gefa blóð yfir sumartímann. Vísir/Arnar Blóðgjöfum hefur fækkað á síðustu árum sem hefur haft þau áhrif að birgðir Blóðbankans eru nú undir öryggismörkum. Deildarstjóri bankans hefur áhyggjur af komandi sumri. Landspítalinn sendi í dag frá sér ákall til fólks um að koma í Blóðbankann og gefa blóð vegna slæmrar birgðastöð í bankanum. „Staðan er grafalvarleg. Lagerstaðan er bara mjög léleg og þetta stefnir öryggi sjúklinga í hættu og þetta er staða sem við þurfum að vinna upp á næstu dögum til þess að geta annað þeirri eftirspurn sem upp kemur,“ segir Ína Björg Hjálmarsdóttir deildarstjóri Blóðbankans. Um helmingi meira þarf að vera til á lagernum að mati Ínu til að öryggi sé tryggt. „Við eigum svona sirka kannski tvö hundruð og sjötíu einingar hér í húsi. Við viljum eiga fjögur hundruð, fjögur hundruð og fimmtíu, fjögur hundruð og fimmtíu þá erum við nokkuð sátt. Þannig að við erum langt undir því.“ Ína hefur áhyggjur af komandi sumri. „Það er ekki gott að byrja svona í júníbyrjun með mjög lélegan lager.“ Nokkuð var að gera í Blóðbankanum í dag eftir að ákallið var sent út en margir þar eru fastagestir. „Blóðbílinn ég bara eitthvað villtist inn í hann og síðan bara er eitthvað sem er auðvelt að gera, þannig að það er bara minnsta mál,“ segir Tómas Albert Holton einn þessara fastagesta. Ína segir að í kringum átta þúsund blóðgjafar komi í bankann á hverju ári en erfiðlega hefur gengið að fá nýja blóðgjafa. „Við erum náttúrulega með minnkandi hóp blóðgjafa því að við höfum ekki getað farið í blóðsöfnunarferðir. Við höfum aðallega verið að fá blóðgjafa af stór Reykjavíkursvæðinu og í kringum Akureyri. Við höfum ekki getað notað blóðbankabílinn vegna Covid. Þannig að tvö ár án þess að fá inn marga nýja það hefur áhrif á blóðgjafahópinn.“ Ína segir að blóðið sem safnist fari að mestu leyti til krabbameinssjúklinga, þeirra sem fari í aðgerðir og þeirra sem lendi í slysum. „Nú er fólk að fara í ferðalög. Bæði Íslendingar og erlendir ferðamenn. Þannig að þá fáum við fleiri slys. Þá fáum við meiri notkun og þá þurfum við að eiga nóg.“ Landspítalinn Heilbrigðismál Blóðgjöf Tengdar fréttir Blóðbirgðir komnar niður fyrir öryggismörk í Blóðbankanum Síðustu þrír mánuðir hafa verið erfiðir hjá Blóðbankanum og eru öryggisbirgðir blóðs nú undir viðmiðunarmörkum. Hlutfallslega færri konur gefa blóð hérlendis en í nágrannalöndunum og telur bankinn þar leynast mikilvægt sóknarfæri til framtíðar. 31. janúar 2022 17:28 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira
Landspítalinn sendi í dag frá sér ákall til fólks um að koma í Blóðbankann og gefa blóð vegna slæmrar birgðastöð í bankanum. „Staðan er grafalvarleg. Lagerstaðan er bara mjög léleg og þetta stefnir öryggi sjúklinga í hættu og þetta er staða sem við þurfum að vinna upp á næstu dögum til þess að geta annað þeirri eftirspurn sem upp kemur,“ segir Ína Björg Hjálmarsdóttir deildarstjóri Blóðbankans. Um helmingi meira þarf að vera til á lagernum að mati Ínu til að öryggi sé tryggt. „Við eigum svona sirka kannski tvö hundruð og sjötíu einingar hér í húsi. Við viljum eiga fjögur hundruð, fjögur hundruð og fimmtíu, fjögur hundruð og fimmtíu þá erum við nokkuð sátt. Þannig að við erum langt undir því.“ Ína hefur áhyggjur af komandi sumri. „Það er ekki gott að byrja svona í júníbyrjun með mjög lélegan lager.“ Nokkuð var að gera í Blóðbankanum í dag eftir að ákallið var sent út en margir þar eru fastagestir. „Blóðbílinn ég bara eitthvað villtist inn í hann og síðan bara er eitthvað sem er auðvelt að gera, þannig að það er bara minnsta mál,“ segir Tómas Albert Holton einn þessara fastagesta. Ína segir að í kringum átta þúsund blóðgjafar komi í bankann á hverju ári en erfiðlega hefur gengið að fá nýja blóðgjafa. „Við erum náttúrulega með minnkandi hóp blóðgjafa því að við höfum ekki getað farið í blóðsöfnunarferðir. Við höfum aðallega verið að fá blóðgjafa af stór Reykjavíkursvæðinu og í kringum Akureyri. Við höfum ekki getað notað blóðbankabílinn vegna Covid. Þannig að tvö ár án þess að fá inn marga nýja það hefur áhrif á blóðgjafahópinn.“ Ína segir að blóðið sem safnist fari að mestu leyti til krabbameinssjúklinga, þeirra sem fari í aðgerðir og þeirra sem lendi í slysum. „Nú er fólk að fara í ferðalög. Bæði Íslendingar og erlendir ferðamenn. Þannig að þá fáum við fleiri slys. Þá fáum við meiri notkun og þá þurfum við að eiga nóg.“
Landspítalinn Heilbrigðismál Blóðgjöf Tengdar fréttir Blóðbirgðir komnar niður fyrir öryggismörk í Blóðbankanum Síðustu þrír mánuðir hafa verið erfiðir hjá Blóðbankanum og eru öryggisbirgðir blóðs nú undir viðmiðunarmörkum. Hlutfallslega færri konur gefa blóð hérlendis en í nágrannalöndunum og telur bankinn þar leynast mikilvægt sóknarfæri til framtíðar. 31. janúar 2022 17:28 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira
Blóðbirgðir komnar niður fyrir öryggismörk í Blóðbankanum Síðustu þrír mánuðir hafa verið erfiðir hjá Blóðbankanum og eru öryggisbirgðir blóðs nú undir viðmiðunarmörkum. Hlutfallslega færri konur gefa blóð hérlendis en í nágrannalöndunum og telur bankinn þar leynast mikilvægt sóknarfæri til framtíðar. 31. janúar 2022 17:28