Dregið var í fyrstu umferð rétt í þessu. Matthías er þrefaldur Íslandsmeistari í pílu og er fulltrúi Íslendinga á mótinu. Matthías gæti varla hafið leikinn á erfiðari mótherja en sjálfum heimsmeistaranum.
Here's the confirmed Draw Bracket for the 2022 Viaplay Nordic Darts Masters.
— PDC Darts (@OfficialPDC) June 8, 2022
Who do you think will lift the title in Copenhagen? pic.twitter.com/rDqrQD2Roe
Matthías Örn verður fyrstur Íslendinga til að keppa á PDC Nordc Masters-mótinu í pílukasti. Leikið verður í Kaupmannahöfn og hefst mótið föstudaginn 10. júní næstkomandi.