Félag dæmt í lífstíðarbann fyrir að skora 41 sjálfsmark í einum og sama leiknum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. júní 2022 15:00 Mögulega var það bolti líkt og þessi sem var sendur 41 sinni í eigið net. Getty Images Alls hafa fjögur knattspyrnufélög í 4. deildinni í Suður-Afríku verið dæmd í lífstíðarbann frá íþróttinni eftir að upp komst um svindl er tvö þeirra reyndu að sigra deildina og komast þar með upp í 3. deild. Í einum leiknum var 41 sjálfsmark skorað. Á vef breska ríkisútvarpsins er farið yfir ótrúleg úrslit leikja er Matiyasi FC og Shivulani Dangerous Tigers börðust um sigur í 4. deild karla í Suður-Afríku. Dangerous Tigers vann ótrúlegan 33-1 sigur á Kotoko Happy Boys undir lok maímánaðar. Sama dag vann Matiyasi FC ótrúlegan 59-1 sigur á Nsami Mighty Birds en síðarnefnda liðið var þá í 3. sæti deildarinnar. Í frétt BBC um málið kemur fram að 41 sjálfsmark hafi verið skorað í leiknum. Life ban for football club who scored 41 own goals https://t.co/bR7MUDfa7c— BBC News (World) (@BBCWorld) June 8, 2022 Það sem gerir úrslitin enn undarlegri og sannar að maðkur hafi verið í mysunni er sá að liðin mættust aðeins tveimur mánuðum áður og þá voru úrslitin öllu eðlilegra. Matiyasi FC vann nauman 2-1 sigur á Nsami Mighty Birds á meðan Dangerous Tigers og Kotoko Happy Birds gerðu 2-2 jafntefli. Eftir að komast að því að Matiyasi voru 22-0 yfir í hálfleik gerðu Dangerous Tigers samkomulag um að leikmenn Kotoko Happy Boys færu af velli. Á endanum yfirgáfu fjórir leikmenn völlinn vegna þreytu svo aðeins voru sjö glaðir drengir eftir til að klára leikinn. Á sama tíma í leik Matiyasi gaf dómarinn fjórm leikmönnum Mighty Birds rauð spjöld svo þar voru einnig sjö leikmenn eftir gegn 11 en ef lið hefur færri en sjö leikmenn þarf að blása leikinn af. Rannsóknarnefnd hefur þegar fundið sönnungargögn um samstarf liðanna og dómara í málinu. Einnig hefur komið í ljós að af 59 marki sem Dangerous Tigers skoraði þá var um 41 sjálfsmark að ræða. Félögin fjögur hafa verið dæmd í lífstíðarbann og þá mega forráðamenn liðanna ekki koma nálægt fótbolta í fimm til átta ár. Dómarar leikjanna mega ekki dæma í 10 ár en ekki kemur fram í frétt BBC hvort leikmenn liðanna hafi verið dæmdir í leikbann eður ei. „Þetta fólk virðir ekki fótboltann og við getum ekki leyft þessu að gerast aftur. Það er sorglegt að ungum leikmönnum sé blandað inn í þetta en reglurnar segja að fimm leikmenn undir 21 árs verði að spila hverju sinni,“ sagði Vincent Ramphago, yfirmaður deildarinnar, í viðtali við BBC. Á endanum fór Gawula Classic upp í 3. deildina þrátt fyrir að enda í fjórða sæti 4. deildar. Liðið var hins vegar það eina sem reyndi ekki að svindla og fer upp um deild þar sem efstu þrjú liðin eru meðal þeirra fjögurra liða sem fengu lífstíðarbann. Þá mun knattspyrnusamband Suður-Afríku halda ýmis námskeið til að fræða þjálfara, forráðamenn og dómara um heilindi leiksins. Fótbolti Suður-Afríka Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Sport Fleiri fréttir „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Sjá meira
Á vef breska ríkisútvarpsins er farið yfir ótrúleg úrslit leikja er Matiyasi FC og Shivulani Dangerous Tigers börðust um sigur í 4. deild karla í Suður-Afríku. Dangerous Tigers vann ótrúlegan 33-1 sigur á Kotoko Happy Boys undir lok maímánaðar. Sama dag vann Matiyasi FC ótrúlegan 59-1 sigur á Nsami Mighty Birds en síðarnefnda liðið var þá í 3. sæti deildarinnar. Í frétt BBC um málið kemur fram að 41 sjálfsmark hafi verið skorað í leiknum. Life ban for football club who scored 41 own goals https://t.co/bR7MUDfa7c— BBC News (World) (@BBCWorld) June 8, 2022 Það sem gerir úrslitin enn undarlegri og sannar að maðkur hafi verið í mysunni er sá að liðin mættust aðeins tveimur mánuðum áður og þá voru úrslitin öllu eðlilegra. Matiyasi FC vann nauman 2-1 sigur á Nsami Mighty Birds á meðan Dangerous Tigers og Kotoko Happy Birds gerðu 2-2 jafntefli. Eftir að komast að því að Matiyasi voru 22-0 yfir í hálfleik gerðu Dangerous Tigers samkomulag um að leikmenn Kotoko Happy Boys færu af velli. Á endanum yfirgáfu fjórir leikmenn völlinn vegna þreytu svo aðeins voru sjö glaðir drengir eftir til að klára leikinn. Á sama tíma í leik Matiyasi gaf dómarinn fjórm leikmönnum Mighty Birds rauð spjöld svo þar voru einnig sjö leikmenn eftir gegn 11 en ef lið hefur færri en sjö leikmenn þarf að blása leikinn af. Rannsóknarnefnd hefur þegar fundið sönnungargögn um samstarf liðanna og dómara í málinu. Einnig hefur komið í ljós að af 59 marki sem Dangerous Tigers skoraði þá var um 41 sjálfsmark að ræða. Félögin fjögur hafa verið dæmd í lífstíðarbann og þá mega forráðamenn liðanna ekki koma nálægt fótbolta í fimm til átta ár. Dómarar leikjanna mega ekki dæma í 10 ár en ekki kemur fram í frétt BBC hvort leikmenn liðanna hafi verið dæmdir í leikbann eður ei. „Þetta fólk virðir ekki fótboltann og við getum ekki leyft þessu að gerast aftur. Það er sorglegt að ungum leikmönnum sé blandað inn í þetta en reglurnar segja að fimm leikmenn undir 21 árs verði að spila hverju sinni,“ sagði Vincent Ramphago, yfirmaður deildarinnar, í viðtali við BBC. Á endanum fór Gawula Classic upp í 3. deildina þrátt fyrir að enda í fjórða sæti 4. deildar. Liðið var hins vegar það eina sem reyndi ekki að svindla og fer upp um deild þar sem efstu þrjú liðin eru meðal þeirra fjögurra liða sem fengu lífstíðarbann. Þá mun knattspyrnusamband Suður-Afríku halda ýmis námskeið til að fræða þjálfara, forráðamenn og dómara um heilindi leiksins.
Fótbolti Suður-Afríka Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Sport Fleiri fréttir „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Sjá meira