„Allt eðlilegt en samt ekki eðlilegt“ Sindri Sverrisson skrifar 9. júní 2022 16:34 Ísak Snær Þorvaldsson birti af sér mynd af spítalanum í gærkvöld eftir að hafa þurft að yfirgefa völlinn í leik gegn Hvíta-Rússlandi í Víkinni. @isaks10 og vísir/diego Ísak Snær Þorvaldsson segir enn óljóst hvað hafi valdið því að hann endaði á spítala í gærkvöld með verki fyrir brjósti, eftir að hafa verið að spila með U21-landsliðinu í fótbolta. Ísak, sem er markahæsti leikmaður Bestu deildarinnar, varð að fara af velli snemma í seinni hálfleik í 3-1 sigrinum gegn Hvíta-Rússlandi í Fossvogi í gærkvöld. Fyrsta skoðun þar kom vel út: „Það reyndist allt eðlilegt en samt ekki eðlilegt,“ sagði Ísak við Vísi síðdegis í dag en hann var þá nýkominn úr hjartaómskoðun. „Af því að það er saga um hjartaáföll í fjölskyldunni minni þá var ákveðið að ég færi upp á spítala í frekari test í dag. Ég er búinn að fá úr ómskoðuninni og það var allt jákvætt þar. Ég á eftir að fá úr kransæðaskoðuninni en þetta lítur allt vel út eins og er,“ segir Ísak. Hann fann fyrst fyrir verkjunum í byrjun seinni hálfleiks: „Ég kom út í seinni hálfleikinn, byrjaði að hlaupa og fann fyrir verk fyrir miðju brjósti og fann fyrir smáógleði í nokkrar sekúndur. Síðan varð verkurinn meiri og meiri. Þegar ég kom af velli fann ég líka verk í baki,“ segir Ísak. „Mér líður mikið betur núna. Þetta var meira í morgun en ég hef ekki fengið neina verki síðan þá,“ bætir hann við. Þó að ekki sé enn ljóst hvað olli verkjunum bindur Ísak vonir við að hann geti spilað gegn Kýpur á laugardagskvöld þegar það ræðst hvort að Ísland kemst í umspil um sæti á EM. „Ég hvíli mig í dag og svo fer ég mögulega að hreyfa mig á morgun, og sé hvernig ég verð þá. En það var ekkert komið frá læknunum um hvað þetta væri. Það voru nefndir nokkrir möguleikar en ekkert eitt sem hægt var að benda á. Mögulega er lítil bólga þarna einhvers staðar. Ég skildi nú ekki allt þetta læknatal en þetta lítur ekki út fyrir að vera neitt alvarlegt þannig séð. Ég ætla að reyna að gera allt til að spila leikinn á laugardaginn en við sjáum bara til hvað verður úr því,“ segir Ísak. Breiðablik Landslið karla í fótbolta Besta deild karla Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira
Ísak, sem er markahæsti leikmaður Bestu deildarinnar, varð að fara af velli snemma í seinni hálfleik í 3-1 sigrinum gegn Hvíta-Rússlandi í Fossvogi í gærkvöld. Fyrsta skoðun þar kom vel út: „Það reyndist allt eðlilegt en samt ekki eðlilegt,“ sagði Ísak við Vísi síðdegis í dag en hann var þá nýkominn úr hjartaómskoðun. „Af því að það er saga um hjartaáföll í fjölskyldunni minni þá var ákveðið að ég færi upp á spítala í frekari test í dag. Ég er búinn að fá úr ómskoðuninni og það var allt jákvætt þar. Ég á eftir að fá úr kransæðaskoðuninni en þetta lítur allt vel út eins og er,“ segir Ísak. Hann fann fyrst fyrir verkjunum í byrjun seinni hálfleiks: „Ég kom út í seinni hálfleikinn, byrjaði að hlaupa og fann fyrir verk fyrir miðju brjósti og fann fyrir smáógleði í nokkrar sekúndur. Síðan varð verkurinn meiri og meiri. Þegar ég kom af velli fann ég líka verk í baki,“ segir Ísak. „Mér líður mikið betur núna. Þetta var meira í morgun en ég hef ekki fengið neina verki síðan þá,“ bætir hann við. Þó að ekki sé enn ljóst hvað olli verkjunum bindur Ísak vonir við að hann geti spilað gegn Kýpur á laugardagskvöld þegar það ræðst hvort að Ísland kemst í umspil um sæti á EM. „Ég hvíli mig í dag og svo fer ég mögulega að hreyfa mig á morgun, og sé hvernig ég verð þá. En það var ekkert komið frá læknunum um hvað þetta væri. Það voru nefndir nokkrir möguleikar en ekkert eitt sem hægt var að benda á. Mögulega er lítil bólga þarna einhvers staðar. Ég skildi nú ekki allt þetta læknatal en þetta lítur ekki út fyrir að vera neitt alvarlegt þannig séð. Ég ætla að reyna að gera allt til að spila leikinn á laugardaginn en við sjáum bara til hvað verður úr því,“ segir Ísak.
Breiðablik Landslið karla í fótbolta Besta deild karla Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti