Eftir að hafa ekki keppt síðan undir lok septembermánaðar 2019 þá mætti Gunnar hinum japanska Takashi Sato í Lundúnum í mars á þessu ári.
Ekki er hægt að segja að Gunnar hafi verið ryðgaður en hann vann allar loturnar og fagnaði sigri þó Sato hafi enn verið standandi að þremur lotum loknum.
Hinn 33 ára gamli Gunnar var þarna að vinna sinn fyrsta bardaga síðan í desember 2018 er hann vann Brasilíumanninn Alex Oliveira. Gunnar hafði einnig verið nýbúinn að skrifa undir nýjan samning við UFC og því ljóst að hann á eftir að stíga stokk aftur á næstunni.
Eftir bardagann ræddu Dana White og Gunnar saman. Spurði bardagakappinn hvar hann gæti fengið dúk líkt og þann sem hann hefði verið að keppa á. Gunnar, ásamt föður sínum og fleirum, sér um reksturs Mjölnis hér á landi og þar æfir Gunnar einnig.
Ákvað Dana White einflaldlega að gefa Gunnari dúkinn að gjöf. Var hann mættur til Íslands aðeins nokkrum dögum síðar. Sjá myndir af dúknum hér að neðan.


