Boðaðir í landsliðsverkefni rétt fyrir miðnætti | Einum lofað byrjunarliðssæti sem ekkert varð úr Þungavigtin skrifar 10. júní 2022 17:46 Höskuldur Gunnlaugsson og Damir Muminovic koma inn í landsliðshópinn. Sá síðarnefndi átti að byrja leikinn en báðir spiluðu rétt tæplega fimm mínútur. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Þrír leikmenn Breiðabliks voru kallaðir inn í A-landslið karla í fótbolta á dögunum er ljóst var að U-21 árs landsliðið ætti óvænt möguleika á að komast á lokamót EM. Forráðamenn Breiðabliks voru ósáttir með hvernig staðið var að málum og hafa komið sínum kvörtunum áleiðis til KSÍ. Töluvert hefur gustað um íslenska landsliðið í þessum landsleikjaglugga. Nú síðast hefur frammistaða liðsins í 1-0 sigri á San Marínó á fimmtudag verið gagnrýnd víða. Bæði af fyrrverandi landsliðsmönnum sem sinna nú starfi sérfræðinga á Viaplay sem og á samfélagsmiðlinum Twitter. Breiðablik, topplið Bestu deildar karla, bætist nú á listann yfir þá aðila sem eru ekki beint sáttir með, Arnar Þór Viðarsson, þjálfara íslenska landsliðsins ef marka má sérfræðinga Þungavigtarinnar. Þrír af leikmönnum liðsins -Damir Muminovic, Höskuldur Gunnlaugsson og Jason Daði Svanþórsson - voru kallaðir inn í hóp A-landsliðsins fyrir leikinn gegn San Marínó. Í nýjasta þætti Þungavigtarinnar, sem er að þessu sinni opinn öllum, kemur fram að leikmennirnir sem um er ræðir hafi verið kallaðir inn í hópinn nánast um miðja nótt, félagið hafi ekki verið látið vita og þá er einum leikmanni sagt hafa verið lofaður meiri spiltíma en raun bar vitni. „Breiðablik var ekki einu sinni látið vita. Þetta er svo mikill amatörismi að það var ekki einu sinni haft samband við félagið,“ sagði Kristján Óli Sigurðsson meðal annars í þættinum. Á endanum spilaði Jason Daði rúmlega 20 mínútur á meðan þeir Höskuldur og Damir komu inn af bekknum á 87. mínútu. Samkvæmt heimildum Þungavigtarinnar átti Damir að byrja leikinn en á endanum spilaði hann rétt tæplega fimm mínútur. Jason Daði var að spila sinn fyrsta A-landsleik, Damir sinn annan landsleik og Höskuldur sinn fimmta leik. Ólafur Kristjánsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá Breiðabliki, staðfesti við Vísi í kvöld að skortur hafi verið á samskiptum KSÍ við félagið. Fótbolti Landslið karla í fótbolta Íslenski boltinn Breiðablik Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus deild kvenna frá A til Ö Sport Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Handbolti Fleiri fréttir Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Sjá meira
Töluvert hefur gustað um íslenska landsliðið í þessum landsleikjaglugga. Nú síðast hefur frammistaða liðsins í 1-0 sigri á San Marínó á fimmtudag verið gagnrýnd víða. Bæði af fyrrverandi landsliðsmönnum sem sinna nú starfi sérfræðinga á Viaplay sem og á samfélagsmiðlinum Twitter. Breiðablik, topplið Bestu deildar karla, bætist nú á listann yfir þá aðila sem eru ekki beint sáttir með, Arnar Þór Viðarsson, þjálfara íslenska landsliðsins ef marka má sérfræðinga Þungavigtarinnar. Þrír af leikmönnum liðsins -Damir Muminovic, Höskuldur Gunnlaugsson og Jason Daði Svanþórsson - voru kallaðir inn í hóp A-landsliðsins fyrir leikinn gegn San Marínó. Í nýjasta þætti Þungavigtarinnar, sem er að þessu sinni opinn öllum, kemur fram að leikmennirnir sem um er ræðir hafi verið kallaðir inn í hópinn nánast um miðja nótt, félagið hafi ekki verið látið vita og þá er einum leikmanni sagt hafa verið lofaður meiri spiltíma en raun bar vitni. „Breiðablik var ekki einu sinni látið vita. Þetta er svo mikill amatörismi að það var ekki einu sinni haft samband við félagið,“ sagði Kristján Óli Sigurðsson meðal annars í þættinum. Á endanum spilaði Jason Daði rúmlega 20 mínútur á meðan þeir Höskuldur og Damir komu inn af bekknum á 87. mínútu. Samkvæmt heimildum Þungavigtarinnar átti Damir að byrja leikinn en á endanum spilaði hann rétt tæplega fimm mínútur. Jason Daði var að spila sinn fyrsta A-landsleik, Damir sinn annan landsleik og Höskuldur sinn fimmta leik. Ólafur Kristjánsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá Breiðabliki, staðfesti við Vísi í kvöld að skortur hafi verið á samskiptum KSÍ við félagið.
Fótbolti Landslið karla í fótbolta Íslenski boltinn Breiðablik Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus deild kvenna frá A til Ö Sport Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Handbolti Fleiri fréttir Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Sjá meira