Þá verður rætt við talsmann hóps landeiganda í Reynisfjöru sem segir stjórnvöld hafa staðið í vegi fyrir úrbótum á öryggismálum í Reynisfjöru.
Við verðum í beinni útsendingu frá Alþingi og ræðum við þingmenn en það styttist í þinglok.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir unnið að því að kaupa bóluefni gegn apabólu en þrír hafa greinst með veiruna hér á landi.
Við förum um borð í herskip en sex ríki Atlantshafsbandalagsins taka nú þátt í kafabátaleitaræfingu í Norður-Atlantshafi.
Þá spjöllum við rektor Háskólans á Akureyri sem brautskráði um helgina meðal annars son sinn og tengdadóttur.