Hákon Arnar Haraldsson: Það er draumi líkast að gera þetta með vini sínum Sverrir Mar Smárason skrifar 13. júní 2022 23:30 Hákon Arnar með boltann í leiknum í kvöld. Vísir/ Hulda Margrét Hákon Arnar Haraldsson byrjaði sinn fyrsta heimaleik með Íslenska karlalandsliðinu í fótbolta í 2-2 jafnteflinu gegn Ísrael í kvöld. Hann var ánægður að fá að byrja en hefði viljað vinna leikinn. „Fyrst og fremst bara svekkjandi að ná ekki að klára þetta en gaman að fá fyrsta byrjunarliðsleikinn á Laugardalsvelli. En að sjálfsögðu er það svekkjandi að missa þetta niður en við þurfum bara að læra að klára leiki og bara drepa þá. Það er það eina í stöðunni. Við þurfum annað hvort að fara alveg og reyna að skora annað mark eða bara fara niður og beita skyndisóknum og klára leikinn þannig en það eru þjálfararnir sem ráða,“ sagði Hákon Arnar. Ísland komst yfir snemma leiks og Arnór Sigurðsson hefði getað tvöfaldað forystuna um miðjan fyrri hálfleik eftir sendingu frá Hákoni. „Auðvitað er ég svekktur að hann hafi ekki sett hann en þetta var vel varið. Vanalega hefði Arnór skorað en svona er þetta og leikurinn fór eins og hann fór,“ sagði Hákon um færið. Hákon hefur verið gríðarlega öflugur í sínum fyrstu landsleikjum í þessum landsleikjaglugga og stimplað sig inn í liðið. Honum hefur sérstaklega verið hrósað fyrir góða pressu. „Það var sett upp þannig að við myndum pressa vinstra megin og ég myndi fara á hægri hafsentinn. Kannski af því að ég er góður að pressa, já örugglega það. Ég og Jón Dagur vorum flottir,“ sagði Hákon. Hákon hefur ekki aðeins stimplað sig inn í íslenska landsliðið heldur gerði hann það einnig hjá FCK í Danmörku á liðnu tímabili. Hann bjóst ekki við svo stóru hlutverki fyrir mótið en fagnar því ásamt samkeppninni við besta vin sinn, Ísak Bergmann. „Ég bjóst ekki við þessu þegar við vorum í Austurríki í æfingaferð. Það var hinsvegar frábært að enda þetta svona á þremur byrjunarliðs leikjum, tveimur mörkum og að vinna svo titilinn. Það er draumi líkast að gera þetta með vini sínum. Frá því að við vorum guttar á Norðurálsmótinu og yfir í að vinna saman danska meistaratitilinn.“ „Við reynum að bæta hvorn annan inná vellinum. Við getum báðir spilað margar stöður inná vellinum. Þetta er holl samkeppni og mér finnst við bæta hvorn annan,“ sagði Hákon. Hákon hefur varla fengið frí í marga mánuði en fær nú nokkra daga. Hann segist vera klár þegar hann þarf vegna þess að hann er enn ungur. „Líkaminn er bara flottur. Ég er ennþá bara ungur og nóg af orku í mér. Ég er bara klár þegar kallið kemur og við eigum að fara að æfa aftur með FCK. Ég fæ átta daga núna, það er nú ekki mikið en það er eitthvað. Svo er það bara beint aftur í „action“ með FCK,“ sagði Hákon Arnar. Landslið karla í fótbolta Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Þórir Jóhann og Hákon stóðu upp úr Leikmenn íslenska landsliðsins áttu misgóðan dag er liðið gerði 2-2 jafntefli við Ísrael öðru sinni í Þjóðadeild karla í fótbolta í kvöld. Ísland er með þrjú stig eftir þrjá leiki í riðlinum. 13. júní 2022 21:03 Umfjöllun: Ísland 2-2 Ísrael | Ísland á enn þá möguleika á toppsætinu eftir svekkjandi jafntefli Ísland gerði enn eitt jafntelið í Þjóðadeildinni þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Ísrael á Laugardalsvelli í kvöld. Ísland komst tvisvar yfir í leiknum en missti það niður í bæði skiptin. Eftir úrslitin í kvöld minnka líkurnar á því að vinna riðilinn. 13. júní 2022 21:05 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Sjá meira
„Fyrst og fremst bara svekkjandi að ná ekki að klára þetta en gaman að fá fyrsta byrjunarliðsleikinn á Laugardalsvelli. En að sjálfsögðu er það svekkjandi að missa þetta niður en við þurfum bara að læra að klára leiki og bara drepa þá. Það er það eina í stöðunni. Við þurfum annað hvort að fara alveg og reyna að skora annað mark eða bara fara niður og beita skyndisóknum og klára leikinn þannig en það eru þjálfararnir sem ráða,“ sagði Hákon Arnar. Ísland komst yfir snemma leiks og Arnór Sigurðsson hefði getað tvöfaldað forystuna um miðjan fyrri hálfleik eftir sendingu frá Hákoni. „Auðvitað er ég svekktur að hann hafi ekki sett hann en þetta var vel varið. Vanalega hefði Arnór skorað en svona er þetta og leikurinn fór eins og hann fór,“ sagði Hákon um færið. Hákon hefur verið gríðarlega öflugur í sínum fyrstu landsleikjum í þessum landsleikjaglugga og stimplað sig inn í liðið. Honum hefur sérstaklega verið hrósað fyrir góða pressu. „Það var sett upp þannig að við myndum pressa vinstra megin og ég myndi fara á hægri hafsentinn. Kannski af því að ég er góður að pressa, já örugglega það. Ég og Jón Dagur vorum flottir,“ sagði Hákon. Hákon hefur ekki aðeins stimplað sig inn í íslenska landsliðið heldur gerði hann það einnig hjá FCK í Danmörku á liðnu tímabili. Hann bjóst ekki við svo stóru hlutverki fyrir mótið en fagnar því ásamt samkeppninni við besta vin sinn, Ísak Bergmann. „Ég bjóst ekki við þessu þegar við vorum í Austurríki í æfingaferð. Það var hinsvegar frábært að enda þetta svona á þremur byrjunarliðs leikjum, tveimur mörkum og að vinna svo titilinn. Það er draumi líkast að gera þetta með vini sínum. Frá því að við vorum guttar á Norðurálsmótinu og yfir í að vinna saman danska meistaratitilinn.“ „Við reynum að bæta hvorn annan inná vellinum. Við getum báðir spilað margar stöður inná vellinum. Þetta er holl samkeppni og mér finnst við bæta hvorn annan,“ sagði Hákon. Hákon hefur varla fengið frí í marga mánuði en fær nú nokkra daga. Hann segist vera klár þegar hann þarf vegna þess að hann er enn ungur. „Líkaminn er bara flottur. Ég er ennþá bara ungur og nóg af orku í mér. Ég er bara klár þegar kallið kemur og við eigum að fara að æfa aftur með FCK. Ég fæ átta daga núna, það er nú ekki mikið en það er eitthvað. Svo er það bara beint aftur í „action“ með FCK,“ sagði Hákon Arnar.
Landslið karla í fótbolta Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Þórir Jóhann og Hákon stóðu upp úr Leikmenn íslenska landsliðsins áttu misgóðan dag er liðið gerði 2-2 jafntefli við Ísrael öðru sinni í Þjóðadeild karla í fótbolta í kvöld. Ísland er með þrjú stig eftir þrjá leiki í riðlinum. 13. júní 2022 21:03 Umfjöllun: Ísland 2-2 Ísrael | Ísland á enn þá möguleika á toppsætinu eftir svekkjandi jafntefli Ísland gerði enn eitt jafntelið í Þjóðadeildinni þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Ísrael á Laugardalsvelli í kvöld. Ísland komst tvisvar yfir í leiknum en missti það niður í bæði skiptin. Eftir úrslitin í kvöld minnka líkurnar á því að vinna riðilinn. 13. júní 2022 21:05 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Sjá meira
Einkunnir Íslands: Þórir Jóhann og Hákon stóðu upp úr Leikmenn íslenska landsliðsins áttu misgóðan dag er liðið gerði 2-2 jafntefli við Ísrael öðru sinni í Þjóðadeild karla í fótbolta í kvöld. Ísland er með þrjú stig eftir þrjá leiki í riðlinum. 13. júní 2022 21:03
Umfjöllun: Ísland 2-2 Ísrael | Ísland á enn þá möguleika á toppsætinu eftir svekkjandi jafntefli Ísland gerði enn eitt jafntelið í Þjóðadeildinni þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Ísrael á Laugardalsvelli í kvöld. Ísland komst tvisvar yfir í leiknum en missti það niður í bæði skiptin. Eftir úrslitin í kvöld minnka líkurnar á því að vinna riðilinn. 13. júní 2022 21:05