„Leikmennirnir sjá að þær geta spilað fótbolta“ Ester Ósk Árnadóttir skrifar 14. júní 2022 21:30 Christopher Harrington er nýr þjálfari KR. KR „Þetta var góður leikur, mér fannst við vera aðeins betri en þær í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik var meira jafnræði með liðunum. Við hefðum geta tapað leiknum í lokin en sem betur fer gerðum við vel,“ sagði Christopher Thomas Harrington þjálfari KR eftir jafntefli á móti Þór/KA á SaltPay vellinum á Akureyri í kvöld. „Ef þú kemur til Akureyrar og skorar þrjú mörk þá ætti það að nægja og raun ætti það að nægja í flestum leikjum þannig við erum svekkt að því leitinu að ná ekki í þrjú stig. Þetta hefði getað endað báðum meginn og eins og ég sagði áðan þá hefðum við getað tapað þannig við tökum stigið þótt auðvitað hefðu þrjú stig verið betra.“ Það er stígandi í KR liðinu að mati Harrington. „Mér finnst við hafa staðið okkur vel í síðustu þremur leikjum, á móti Þrótt þá voru við mjög góðar í fyrri hálfleik þar sem þær áttu ekki skot á markið okkar og í þeim leik missum við svolítið kraftinn í seinni hálfleik.“ „Í dag fannst mér þetta snúast um að byggja upp jákvætt hugarfar og trúa á það sem við erum að gera, að leikmennirnir sjái að þær geta vel spilað fótbolta og að þær hætti að sparka boltanum langt. Mér fannst það ganga vel í dag og það skiptir máli þessi hugarfars breyting. Við erum ánægð á hvaða leið við erum og við ætlum að halda áfram að byggja ofan á það.“ Guðmunda Brynja Óladóttir varð fyrir höfuðmeislum í leiknum og þurfti að fara af velli. „Við vitum ekki alveg hversu alvarlegt þetta er ennþá, hún er í ágætu standi inn í klefa en vonandi er þetta ekki slæmt því hún er svo mikilvægur leikmaður hjá okkur. Það sást í dag á leik okkar hvað við misstum mikið þegar hún fór út af, vonandi getur hún spilað með okkur á sunnudaginn.“ KR komst tvisvar yfir í leiknum og voru betri á vellinum í fyrri hálfleik. „Þær eru mjög svekktar með þessi úrslit og það í raun segir allt sem segja þarf, hvernig þær hafa breytt því hvernig þær horfa á sína frammistöður. Við erum ekki ánægð með stigið því við vildum þrjú en við erum heldur ekki of svekktar. Stigið gerir kannski ekki mikið hvað varðar stöðuna í deildinni en þetta er samt ekki tap og það er gott“ KR Þór Akureyri KA Fótbolti Besta deild kvenna Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Handbolti Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Ákvað að yfirgefa KR Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Kane kominn í jólafrí? „Gæsahúð allsstaðar“ Allt á kafi er Buffalo valtaði yfir 49ers Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Hugsaði lítið og stressaði sig minna Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sjá meira
„Ef þú kemur til Akureyrar og skorar þrjú mörk þá ætti það að nægja og raun ætti það að nægja í flestum leikjum þannig við erum svekkt að því leitinu að ná ekki í þrjú stig. Þetta hefði getað endað báðum meginn og eins og ég sagði áðan þá hefðum við getað tapað þannig við tökum stigið þótt auðvitað hefðu þrjú stig verið betra.“ Það er stígandi í KR liðinu að mati Harrington. „Mér finnst við hafa staðið okkur vel í síðustu þremur leikjum, á móti Þrótt þá voru við mjög góðar í fyrri hálfleik þar sem þær áttu ekki skot á markið okkar og í þeim leik missum við svolítið kraftinn í seinni hálfleik.“ „Í dag fannst mér þetta snúast um að byggja upp jákvætt hugarfar og trúa á það sem við erum að gera, að leikmennirnir sjái að þær geta vel spilað fótbolta og að þær hætti að sparka boltanum langt. Mér fannst það ganga vel í dag og það skiptir máli þessi hugarfars breyting. Við erum ánægð á hvaða leið við erum og við ætlum að halda áfram að byggja ofan á það.“ Guðmunda Brynja Óladóttir varð fyrir höfuðmeislum í leiknum og þurfti að fara af velli. „Við vitum ekki alveg hversu alvarlegt þetta er ennþá, hún er í ágætu standi inn í klefa en vonandi er þetta ekki slæmt því hún er svo mikilvægur leikmaður hjá okkur. Það sást í dag á leik okkar hvað við misstum mikið þegar hún fór út af, vonandi getur hún spilað með okkur á sunnudaginn.“ KR komst tvisvar yfir í leiknum og voru betri á vellinum í fyrri hálfleik. „Þær eru mjög svekktar með þessi úrslit og það í raun segir allt sem segja þarf, hvernig þær hafa breytt því hvernig þær horfa á sína frammistöður. Við erum ekki ánægð með stigið því við vildum þrjú en við erum heldur ekki of svekktar. Stigið gerir kannski ekki mikið hvað varðar stöðuna í deildinni en þetta er samt ekki tap og það er gott“
KR Þór Akureyri KA Fótbolti Besta deild kvenna Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Handbolti Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Ákvað að yfirgefa KR Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Kane kominn í jólafrí? „Gæsahúð allsstaðar“ Allt á kafi er Buffalo valtaði yfir 49ers Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Hugsaði lítið og stressaði sig minna Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sjá meira