Sögulegt tap Englands Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. júní 2022 09:31 Harry Kane reyndi að fiska vítaspyrnu í leiknum. Það gekk ekki. Chris Brunskill/Getty Images Ungverjar komu, sáu og gjörsigruðu er þeir mættu Englandi í Þjóðadeildinni í fótbolta á þriðjudag. Lokatölur 4-0 gestunum í vil og sögulegt tap Englendinga staðreynd. Eftir að tapa fyrir Ungverjum í fyrstu umferð Þjóðadeildarinnar þá hafði enska liðið gert tvö jafntefli í röð. Lokatölur gegn Þýskalandi voru 1-1 á meðan markalaust jafntefli var niðurstaðan gegn Ítalíu. Leikurinn gegn Ungverjum fór fram á heimavelli Úlfanna, Molineux. Mögulega var lán í óláni að enska liðið hafi þurft að leika fyrir luktum dyrum og leikurinn því ekki farið fram á Wembley. Ef miða má við læti stuðningsfólk Englands eftir úrslitaleik Evrópumótsins síðasta sumar þá hefði allt farið fjandans til eftir afhroð gærkvöldsins. Um er að ræða sögulegt tap á fleiri vegu en einn. Til að byrja með var Ungverjaland fyrsta þjóðin til að skora fjögur mörk gegn Englandi í Englandi síðan Ungverjaland skoraði sex mörk í 6-3 sigri árið 1953. Hungary are the first away team to score four against England in England since Hungary in 1953— Duncan Alexander (@oilysailor) June 14, 2022 Á þeim tíma voru Ungverjar með bestu fótboltaþjóðum heims en það er ekki hægt að segja það sama í dag. Ef það er ekki nóg þá var þetta í fyrsta sin í sögunni sem enska landsliðið fær á sig fjögur mörk eða meira í leik á Englandi án þess að skora sjálft. Ofan á það þarf að fara aftur til ársins 1928 til að finna heimaleik sem tapaðist með fjórum mörkum eða meira, Skotland vann þá 5-1 útisigur. 1928 - England have lost a home match by 4+ goals for the first since March 1928, when they lost 5-1 to Scotland. Staggering. pic.twitter.com/42wgHfQP4D— OptaJoe (@OptaJoe) June 14, 2022 Ef það var ekki nóg þá hefur England aðeins skorað eitt mark í fjórum Þjóðardeildarleikjum í sumar. Það mark kom úr umdeildri vítaspyrnu. Enska landsliðið hefur ekki skorað úr opnum leik í sex klukkustundir. England er því í sama flokki og Hvít-Rússland, Rúmenía, Liechtenstein, Gíbraltar og Litáen en öll hafa aðeins skorað eitt mark til þessa í Þjóðadeildinni. Aðeins San Marínó hefur skorað færri mörk, núll talsins. England situr á botni riðils 3 í A-deild Þjóðadeildarinnar og með þessu áframhaldi fellur það niður í B-deild fyrir næstu keppni. Fótbolti Þjóðadeild UEFA Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Sjá meira
Eftir að tapa fyrir Ungverjum í fyrstu umferð Þjóðadeildarinnar þá hafði enska liðið gert tvö jafntefli í röð. Lokatölur gegn Þýskalandi voru 1-1 á meðan markalaust jafntefli var niðurstaðan gegn Ítalíu. Leikurinn gegn Ungverjum fór fram á heimavelli Úlfanna, Molineux. Mögulega var lán í óláni að enska liðið hafi þurft að leika fyrir luktum dyrum og leikurinn því ekki farið fram á Wembley. Ef miða má við læti stuðningsfólk Englands eftir úrslitaleik Evrópumótsins síðasta sumar þá hefði allt farið fjandans til eftir afhroð gærkvöldsins. Um er að ræða sögulegt tap á fleiri vegu en einn. Til að byrja með var Ungverjaland fyrsta þjóðin til að skora fjögur mörk gegn Englandi í Englandi síðan Ungverjaland skoraði sex mörk í 6-3 sigri árið 1953. Hungary are the first away team to score four against England in England since Hungary in 1953— Duncan Alexander (@oilysailor) June 14, 2022 Á þeim tíma voru Ungverjar með bestu fótboltaþjóðum heims en það er ekki hægt að segja það sama í dag. Ef það er ekki nóg þá var þetta í fyrsta sin í sögunni sem enska landsliðið fær á sig fjögur mörk eða meira í leik á Englandi án þess að skora sjálft. Ofan á það þarf að fara aftur til ársins 1928 til að finna heimaleik sem tapaðist með fjórum mörkum eða meira, Skotland vann þá 5-1 útisigur. 1928 - England have lost a home match by 4+ goals for the first since March 1928, when they lost 5-1 to Scotland. Staggering. pic.twitter.com/42wgHfQP4D— OptaJoe (@OptaJoe) June 14, 2022 Ef það var ekki nóg þá hefur England aðeins skorað eitt mark í fjórum Þjóðardeildarleikjum í sumar. Það mark kom úr umdeildri vítaspyrnu. Enska landsliðið hefur ekki skorað úr opnum leik í sex klukkustundir. England er því í sama flokki og Hvít-Rússland, Rúmenía, Liechtenstein, Gíbraltar og Litáen en öll hafa aðeins skorað eitt mark til þessa í Þjóðadeildinni. Aðeins San Marínó hefur skorað færri mörk, núll talsins. England situr á botni riðils 3 í A-deild Þjóðadeildarinnar og með þessu áframhaldi fellur það niður í B-deild fyrir næstu keppni.
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn