Lilja telur langt sumarfrí og styttingu vinnuvikunnar ýta undir verðbólgu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 15. júní 2022 22:47 Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra. Vísir/Vilhelm Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, telur að of fáar vinnandi hendur á vinnumarkaði leiði til verðbólguþrýstings. Lengri sumarfrí og stytting vinnuviku séu áhrifaþættir og færri hafi skilað sér aftur á vinnumarkað eftir Covid. Þetta kom fram í ræðu hennar á fundi Viðskiptaráðs og Arion banka í morgun þar sem fjallað var um samkeppnishæfni ríkja. IMD háskólinn gerir árlegar greiningar á samkeppnishæfni ríkja og var sú greining til umræðu á fundinum. Ísland raðar sér í 16. sæti listans og rekur því enn lestina í samanburði við hin Norðurlöndin. Aukið vinnuafl forsenda hagvaxtar Lilja beindi sjónum að of fáum vinnandi höndum. „Næsta stóra áskorun okkar í hagkerfinu er verðbólguþrýstingur vegna þess að það eru of fáar vinnandi hendur á vinnumarkaði í dag. Og það eru nokkrir þættir sem skýra það. Það eru færri sem skila sér eftir Covid þrátt fyrir að þetta sé á uppleið hjá okkur og við getum státað af einni mestu og bestu atvinnuþátttöku t.a.m. kvenna. En við bara finnum það að verðbólguþrýstingurinn er að koma frá því. Við erum líka búin að stytta vinnuvikuna, sem er bara heill mánuður. Fólk er með einn mánuð í sumarfrí og svo er styttingin heill mánuður. Og vitið þið, þetta bara telur. Þetta bara telur.” Þá bar hún saman íslenska og bandaríska hagkerfið. „Verðbólguþrýstingur er svipaður. Þeir eru bara að lenda í því sama og við vegna þess að það er skortur á vinnuafli. Þetta verður viðvarandi vandi í vestrænum hagkerfum næstu tvö til fimm árin. Það er þannig að ef hagkerfin sjá ekki tveggja prósenta vöxt vinnuafls, þá er ekki hægt að sjá fram á langtíma hagvöxt. Japan er gott dæmi um það, þeir sofnuðu á verðinum í fólksfjölgun.“ Lilja vill jafnframt afnema skerðingar á aldurstengdum starfslokum og auka valfrelsi til atvinnu. „Galið“ sé að neyða fólk að hætta á vinnumarkaði vegna aldurs. „Ég tel að það eigi að minnka eða jafnvel afnema skerðingar og ég veit að þetta er mjög róttækt en við munum bara þurfa á fólki að halda. Gallinn við það kerfi sem við erum búin að búa til er að ef þú vinnur eitthvað, þá ertu strax kominn í einhverjar skerðingar og það er svo letjandi fyrir fólk.“ Hægt er að sjá erindi Lilju í spilaranum en ávarp hennar hefst eftir um 35 mínútur. Draga þurfi úr takmörkunum Varðandi samkeppnishæfni og beinar fjárfestingar erlandra aðila telur Lilja að draga þurfi úr takmörkunum á erlendar fjárfestingar. Ferðaþjónustan hafi í því samhengi breytt hagkerfinu mikið síðustu ár. „Allt í einu erum við komin með hagkerfi sem býr til meiri afgang en við erum að nota,“ sagði Lilja og á við að ferðaþjónustan hafi búið til svo miklar gjaldeyristekjur að gjaldeyrisforðinn sé orðinn mikill. Hún telur að næsta skref sé að fara skimun á því hvar ríkið ætti fá beinar fjárfestingar og nefnir kvikmyndaiðnaðinn í því samhengi. „Þetta snýst um að fara inn í geira þar sem gengur vel og aðstoða. Þetta hefur virkað fyrir mjög mörg hagkerfi, Suður-Kórea gerir þetta til dæmis markvisst.“ Fréttin hefur verið uppfærð Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Vinnumarkaður Stytting vinnuvikunnar Kjaramál Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Sjá meira
Þetta kom fram í ræðu hennar á fundi Viðskiptaráðs og Arion banka í morgun þar sem fjallað var um samkeppnishæfni ríkja. IMD háskólinn gerir árlegar greiningar á samkeppnishæfni ríkja og var sú greining til umræðu á fundinum. Ísland raðar sér í 16. sæti listans og rekur því enn lestina í samanburði við hin Norðurlöndin. Aukið vinnuafl forsenda hagvaxtar Lilja beindi sjónum að of fáum vinnandi höndum. „Næsta stóra áskorun okkar í hagkerfinu er verðbólguþrýstingur vegna þess að það eru of fáar vinnandi hendur á vinnumarkaði í dag. Og það eru nokkrir þættir sem skýra það. Það eru færri sem skila sér eftir Covid þrátt fyrir að þetta sé á uppleið hjá okkur og við getum státað af einni mestu og bestu atvinnuþátttöku t.a.m. kvenna. En við bara finnum það að verðbólguþrýstingurinn er að koma frá því. Við erum líka búin að stytta vinnuvikuna, sem er bara heill mánuður. Fólk er með einn mánuð í sumarfrí og svo er styttingin heill mánuður. Og vitið þið, þetta bara telur. Þetta bara telur.” Þá bar hún saman íslenska og bandaríska hagkerfið. „Verðbólguþrýstingur er svipaður. Þeir eru bara að lenda í því sama og við vegna þess að það er skortur á vinnuafli. Þetta verður viðvarandi vandi í vestrænum hagkerfum næstu tvö til fimm árin. Það er þannig að ef hagkerfin sjá ekki tveggja prósenta vöxt vinnuafls, þá er ekki hægt að sjá fram á langtíma hagvöxt. Japan er gott dæmi um það, þeir sofnuðu á verðinum í fólksfjölgun.“ Lilja vill jafnframt afnema skerðingar á aldurstengdum starfslokum og auka valfrelsi til atvinnu. „Galið“ sé að neyða fólk að hætta á vinnumarkaði vegna aldurs. „Ég tel að það eigi að minnka eða jafnvel afnema skerðingar og ég veit að þetta er mjög róttækt en við munum bara þurfa á fólki að halda. Gallinn við það kerfi sem við erum búin að búa til er að ef þú vinnur eitthvað, þá ertu strax kominn í einhverjar skerðingar og það er svo letjandi fyrir fólk.“ Hægt er að sjá erindi Lilju í spilaranum en ávarp hennar hefst eftir um 35 mínútur. Draga þurfi úr takmörkunum Varðandi samkeppnishæfni og beinar fjárfestingar erlandra aðila telur Lilja að draga þurfi úr takmörkunum á erlendar fjárfestingar. Ferðaþjónustan hafi í því samhengi breytt hagkerfinu mikið síðustu ár. „Allt í einu erum við komin með hagkerfi sem býr til meiri afgang en við erum að nota,“ sagði Lilja og á við að ferðaþjónustan hafi búið til svo miklar gjaldeyristekjur að gjaldeyrisforðinn sé orðinn mikill. Hún telur að næsta skref sé að fara skimun á því hvar ríkið ætti fá beinar fjárfestingar og nefnir kvikmyndaiðnaðinn í því samhengi. „Þetta snýst um að fara inn í geira þar sem gengur vel og aðstoða. Þetta hefur virkað fyrir mjög mörg hagkerfi, Suður-Kórea gerir þetta til dæmis markvisst.“ Fréttin hefur verið uppfærð
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Vinnumarkaður Stytting vinnuvikunnar Kjaramál Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Sjá meira