Ný rammaáætlun risastórt framfaraskref Vilhjálmur Árnason skrifar 16. júní 2022 08:00 Ég er afar stoltur og ánægður að rammaáætlun hafi loks hlotið náð fyrir augum Alþingis. Þetta er fjórða tilraun til afgreiðslu málsins og hefur ekki verið samþykkt heildstæð áætlun síðan í janúar 2013. Þetta er í fjórða sinn sem Alþingi fær rammaáætlun til sín frá fjórum ráðherrum. Hér eru stigin stór framfaraskref í orkumálum og náttúruvernd. Margt hefur breyst í viðhorfum og nálgun síðan tekist var hart á um virkjanakosti fyrir um 20 árum síðan. Loftslagsváin leggur okkur ríkari skyldur á herðar að hraða orkuskiptum og nýta græna orku landsins. Það er alvöru kolefnisjöfnun. Fyrir okkur Íslendinga mun það til dæmis breyta miklu þegar samgöngur verða knúnar áfram með rafmagni í stað þess að flytja inn bensín í sama tilgangi. Þá verðum við einnig sífellt meira ónæm fyrir sveiflum á heimsmarkaðsverði olíu sem mun skila miklu en aðalatriðið er að náttúran og loftslagið græðir mest. Þetta er fyrsta rammaáætlun sem samþykkir vindorkukosti í nýtingarflokk. Það mun skipta miklu að öðlast þá þekkingu og reynslu sem Landsvirkjun fær í gegnum Búrfellslund og mun það auka nýtingu núverandi raforkukerfis og gera það enn öflugra. Samhliða því er gríðarlega mikilvægt að ný lög um rammaáætlun heimila stækkun virkjana sem eykur aflgetu núverandi virkjana. Það gefur enn betri möguleika á samnýtingu vatns-, háhita- og vindorkuvera. Betri orkumiðlun tryggir hámarksnýtingu og því um að ræða enn eitt risaskrefið í átt til framfara. Rammaáætlun heljarmikið púsl Rammaáætlun er í reynd eitt stórt púsl. Heildarmyndin þarf að taka á orkuöflun þjóðarinnar, orkuöryggi og orkumálunum almennt. Þetta snýst líka um öflugt flutningskerfi raforku, nýsköpun í orkuöflun og orkusparnaði, aukinn orkusparnað og aðra orkuöflun eins og smávirkjanir, vind, sólarorku, aukna geymslu raforku, orkustefnu, raforkulög og áfram mætti telja. Nú getum við snúið okkur að næstu skrefum, eins og að laga flutningskerfið, uppfæra áætlanir, endurskoða löggjöfina um rammaáætlun og fá næstu áfanga rammaáætlunar til Alþingis. Allt þetta skiptir máli með græna framtíð í huga. Við höfum ekki efni á að bíða lengur. Ísland leiðandi í lausninni Það er vert að staldra við þá staðreynd að heimsfjölmiðlarnir koma reglulega til Íslands í tengslum við umfjallanir sínar um loftlagsbreytingarnar. Þá er ekki fjallað um Ísland sem hluta af vandanum heldur sem leiðina að lausninni. Þar höfum við margt fram að færa á heimsvísu. Þessu mætti oftar gefa gaum en heimspressan hefur mestan áhuga á að fjalla um tækniframfarir okkar á þessu sviði, s.s. hitaveitu, vatnsafl, jarðhita, Carbfix og fleira. Stærsta hitaveita heims er ekki lengur á Íslandi heldur í Kína. Sú hitaveita var reist fyrir íslenskt hugvit og í samvinnu við okkar besta fólk. Hún kolefnisjafnar meira en allt Ísland gæti gert með því að slökkva á sér. Með samþykkt rammaáætlunar eru stigin, sem fyrr segir, stór og mikilvæg skref í náttúru- og umhverfisvernd. Með þessum skrefum erum við að auka nýtingu raforkukerfisins sem dregur úr þörfinni fyrir nýjar stórar virkjanir. Rammaáætlun er aðferðarfræði til að finna jafnvægi á milli nýtingar og verndunar í sem mestri sátt og það er ferli sem ríkisstjórnin er bæði að þróa áfram og festa í sessi. Höfundur er formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Árnason Umhverfismál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Sjá meira
Ég er afar stoltur og ánægður að rammaáætlun hafi loks hlotið náð fyrir augum Alþingis. Þetta er fjórða tilraun til afgreiðslu málsins og hefur ekki verið samþykkt heildstæð áætlun síðan í janúar 2013. Þetta er í fjórða sinn sem Alþingi fær rammaáætlun til sín frá fjórum ráðherrum. Hér eru stigin stór framfaraskref í orkumálum og náttúruvernd. Margt hefur breyst í viðhorfum og nálgun síðan tekist var hart á um virkjanakosti fyrir um 20 árum síðan. Loftslagsváin leggur okkur ríkari skyldur á herðar að hraða orkuskiptum og nýta græna orku landsins. Það er alvöru kolefnisjöfnun. Fyrir okkur Íslendinga mun það til dæmis breyta miklu þegar samgöngur verða knúnar áfram með rafmagni í stað þess að flytja inn bensín í sama tilgangi. Þá verðum við einnig sífellt meira ónæm fyrir sveiflum á heimsmarkaðsverði olíu sem mun skila miklu en aðalatriðið er að náttúran og loftslagið græðir mest. Þetta er fyrsta rammaáætlun sem samþykkir vindorkukosti í nýtingarflokk. Það mun skipta miklu að öðlast þá þekkingu og reynslu sem Landsvirkjun fær í gegnum Búrfellslund og mun það auka nýtingu núverandi raforkukerfis og gera það enn öflugra. Samhliða því er gríðarlega mikilvægt að ný lög um rammaáætlun heimila stækkun virkjana sem eykur aflgetu núverandi virkjana. Það gefur enn betri möguleika á samnýtingu vatns-, háhita- og vindorkuvera. Betri orkumiðlun tryggir hámarksnýtingu og því um að ræða enn eitt risaskrefið í átt til framfara. Rammaáætlun heljarmikið púsl Rammaáætlun er í reynd eitt stórt púsl. Heildarmyndin þarf að taka á orkuöflun þjóðarinnar, orkuöryggi og orkumálunum almennt. Þetta snýst líka um öflugt flutningskerfi raforku, nýsköpun í orkuöflun og orkusparnaði, aukinn orkusparnað og aðra orkuöflun eins og smávirkjanir, vind, sólarorku, aukna geymslu raforku, orkustefnu, raforkulög og áfram mætti telja. Nú getum við snúið okkur að næstu skrefum, eins og að laga flutningskerfið, uppfæra áætlanir, endurskoða löggjöfina um rammaáætlun og fá næstu áfanga rammaáætlunar til Alþingis. Allt þetta skiptir máli með græna framtíð í huga. Við höfum ekki efni á að bíða lengur. Ísland leiðandi í lausninni Það er vert að staldra við þá staðreynd að heimsfjölmiðlarnir koma reglulega til Íslands í tengslum við umfjallanir sínar um loftlagsbreytingarnar. Þá er ekki fjallað um Ísland sem hluta af vandanum heldur sem leiðina að lausninni. Þar höfum við margt fram að færa á heimsvísu. Þessu mætti oftar gefa gaum en heimspressan hefur mestan áhuga á að fjalla um tækniframfarir okkar á þessu sviði, s.s. hitaveitu, vatnsafl, jarðhita, Carbfix og fleira. Stærsta hitaveita heims er ekki lengur á Íslandi heldur í Kína. Sú hitaveita var reist fyrir íslenskt hugvit og í samvinnu við okkar besta fólk. Hún kolefnisjafnar meira en allt Ísland gæti gert með því að slökkva á sér. Með samþykkt rammaáætlunar eru stigin, sem fyrr segir, stór og mikilvæg skref í náttúru- og umhverfisvernd. Með þessum skrefum erum við að auka nýtingu raforkukerfisins sem dregur úr þörfinni fyrir nýjar stórar virkjanir. Rammaáætlun er aðferðarfræði til að finna jafnvægi á milli nýtingar og verndunar í sem mestri sátt og það er ferli sem ríkisstjórnin er bæði að þróa áfram og festa í sessi. Höfundur er formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun