Takk Seðlabankastjóri Vilhjálmur Birgisson skrifar 16. júní 2022 12:00 Þau stórmerkilegu tíðindi gerðust í gær að í fyrsta skipti kom fram seðlabankastjóri sem hafði kjark og þor til að benda á það augljósa að verðtryggð húsnæðislán séu í raun stórhættuleg og kalli fram mikla áhættusækni hjá neytendum. Ásgeir Jónsson sagði m.a. í viðtali í gær að verðtryggð lán væru ekkert annað en kúlulán þar sem fólk borgar og borgar af láninu en samt gerir höfuðstóllinn ekkert annað en að hækka. Seðlabankastjóri segir að það hvernig verðtryggð lán eru sett upp hér á landi sé hættulegt. Ég verð að hrósa Seðlabankanum fyrir þær aðgerðir sem hann er að ráðast í og lúta að því að sporna við verðtryggðum húsnæðislánum. Eins og áður sagði þá líkir seðlabankastjóri þessum verðtryggðu lánum við kúlulán. Ég hef reyndar talað um að þetta séu glæpalán enda liggur fyrir að verðtryggð húsnæðislán gera ekkert annað en að hækka fyrstu 25-30 árin frá því að þau eru tekin. Það kom til að mynda fram í skýrslu sérfræðingahóps sem ég átti sæti í árið 2013 um afnám verðtryggingar að 40 ára jafngreiðslulán væru baneitraður kokteill sem þyrfti að banna tafarlaust. Þrátt fyrir fögur fyrirheit stjórnmálamanna hafa þeir ekki haft kjark og þor til að stíga það skref þó vitað sé hversu skaðleg þessi lán eru. Munum að margoft hafa stjórnvöld lofað að stíga alvöru skref í að takmarka og banna þessi lán en ætíð svikið það og því er það stórmerkilegt að seðlabankastjóri skuli stíga fram og leggja til leiðir til að sporna við þessum glæpalánum og bendir á hið augljósa að þetta sé lánaform sem er hættulegt neytendum. En hvar eru stjórnvöld og alþingismenn? Ég hef barist gegn þessu lánaformi í mörg ár ásamt fjölmörgum öðrum eins og t.d. Hagsmunasamtökum heimilanna. Ástæða þess að Seðlabankinn er að grípa til svona róttækra aðgerða gegn verðtryggðum lánum er að viðskiptabankarnir þrír hafa markvisst verið að reyna að lokka neytendur yfir í verðtryggð lán að nýju með allskyns gylliboðum. Flott að Seðlabankinn sér við þessu framferði viðskiptabankanna og nú er ekkert annað í stöðunni en að stíga skrefið til fulls og banna verðtryggð neytendalán að fullu því það er ljóst að um leið og þessi lánamöguleiki er úr sögunni þá munu óverðtryggðir vextir lækka enda hafa bankarnir komist upp með hærra vaxtastig vegna verðtryggðra lána. Nauðsynlegt er að banna verðtryggð húsnæðislán til neytenda því þó svo að greiðslubyrði sé lægri í upphafi lánsins líða ekki mörg ár þar til hún er orðin jafnmikil eins og á óverðtryggðu húsnæðisláni vegna hækkunar á höfuðstóli lánsins mánuð eftir mánuð. Sem dæmi þá liggur fyrir að fólk sem tók verðtryggt húsnæðislán að fjárhæð 50 milljónir fyrir 12 mánuðum hefur þurft að horfa upp á að höfuðstóll lánsins hefur hækkað um 3,8 milljónir á 12 mánuðum eða sem nemur að jafnaði 316 þúsundum í hverjum mánuði. Fyrstu kaupendur Það er hins vegar mikilvægt að aðstoða ungt fólk við að eignast sína fyrstu íbúð og það er hægt að gera með því að veita óverðtryggt lán en bjóða þeim mun lengri lánstíma til að létta á greiðslubyrðinni í byrjun. Hægt væri að bjóða upp á slík lán til 50 til 70 ára í upphafi og síðan er hægt að stytta lánstímann eftir þörfum þegar greiðslugeta lántakans eykst. Þetta er miklu skynsamlegra heldur en að bjóða upp á afleiðulán eins og verðtryggðu lánin eru enda vita allir sem vita vilja að þessi lán eru stórhættuleg eins sagan hefur sýnt okkur í gegnum árin. Það vita líka allir að til að stýritæki Seðlabankans virki þá þarf að banna þessi verðtryggðu lán og því er til mikils að vinna að banna þetta glæpalánaform og ávinningurinn er augljós. Ég ítreka að hægt er að koma til móts við fyrstu kaupendur með því að gefa þeim mun lengri lánstíma en gengur og gerist til að sporna við hárri greiðslubyrði í byrjun. Nú verðum við að stíga skrefið til fulls og banna þessi verðtryggðu lán til neytenda enda dettur ekki nokkurri þjóð sem við viljum bera okkur saman við í hug að bjóða upp á slíkt lánaform. En ég ítreka að þakklæti mitt til Seðlabankastjóra sem stígur nú fram og varar við verðtryggðum lánum en til þessa hefur enginn seðlabankastjóri haft kjark til þess! Höfundur er formaður Verkalýðsfélag Akraness og Starfsgreinasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Birgisson Fasteignamarkaður Fjármál heimilisins Seðlabankinn Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Þau stórmerkilegu tíðindi gerðust í gær að í fyrsta skipti kom fram seðlabankastjóri sem hafði kjark og þor til að benda á það augljósa að verðtryggð húsnæðislán séu í raun stórhættuleg og kalli fram mikla áhættusækni hjá neytendum. Ásgeir Jónsson sagði m.a. í viðtali í gær að verðtryggð lán væru ekkert annað en kúlulán þar sem fólk borgar og borgar af láninu en samt gerir höfuðstóllinn ekkert annað en að hækka. Seðlabankastjóri segir að það hvernig verðtryggð lán eru sett upp hér á landi sé hættulegt. Ég verð að hrósa Seðlabankanum fyrir þær aðgerðir sem hann er að ráðast í og lúta að því að sporna við verðtryggðum húsnæðislánum. Eins og áður sagði þá líkir seðlabankastjóri þessum verðtryggðu lánum við kúlulán. Ég hef reyndar talað um að þetta séu glæpalán enda liggur fyrir að verðtryggð húsnæðislán gera ekkert annað en að hækka fyrstu 25-30 árin frá því að þau eru tekin. Það kom til að mynda fram í skýrslu sérfræðingahóps sem ég átti sæti í árið 2013 um afnám verðtryggingar að 40 ára jafngreiðslulán væru baneitraður kokteill sem þyrfti að banna tafarlaust. Þrátt fyrir fögur fyrirheit stjórnmálamanna hafa þeir ekki haft kjark og þor til að stíga það skref þó vitað sé hversu skaðleg þessi lán eru. Munum að margoft hafa stjórnvöld lofað að stíga alvöru skref í að takmarka og banna þessi lán en ætíð svikið það og því er það stórmerkilegt að seðlabankastjóri skuli stíga fram og leggja til leiðir til að sporna við þessum glæpalánum og bendir á hið augljósa að þetta sé lánaform sem er hættulegt neytendum. En hvar eru stjórnvöld og alþingismenn? Ég hef barist gegn þessu lánaformi í mörg ár ásamt fjölmörgum öðrum eins og t.d. Hagsmunasamtökum heimilanna. Ástæða þess að Seðlabankinn er að grípa til svona róttækra aðgerða gegn verðtryggðum lánum er að viðskiptabankarnir þrír hafa markvisst verið að reyna að lokka neytendur yfir í verðtryggð lán að nýju með allskyns gylliboðum. Flott að Seðlabankinn sér við þessu framferði viðskiptabankanna og nú er ekkert annað í stöðunni en að stíga skrefið til fulls og banna verðtryggð neytendalán að fullu því það er ljóst að um leið og þessi lánamöguleiki er úr sögunni þá munu óverðtryggðir vextir lækka enda hafa bankarnir komist upp með hærra vaxtastig vegna verðtryggðra lána. Nauðsynlegt er að banna verðtryggð húsnæðislán til neytenda því þó svo að greiðslubyrði sé lægri í upphafi lánsins líða ekki mörg ár þar til hún er orðin jafnmikil eins og á óverðtryggðu húsnæðisláni vegna hækkunar á höfuðstóli lánsins mánuð eftir mánuð. Sem dæmi þá liggur fyrir að fólk sem tók verðtryggt húsnæðislán að fjárhæð 50 milljónir fyrir 12 mánuðum hefur þurft að horfa upp á að höfuðstóll lánsins hefur hækkað um 3,8 milljónir á 12 mánuðum eða sem nemur að jafnaði 316 þúsundum í hverjum mánuði. Fyrstu kaupendur Það er hins vegar mikilvægt að aðstoða ungt fólk við að eignast sína fyrstu íbúð og það er hægt að gera með því að veita óverðtryggt lán en bjóða þeim mun lengri lánstíma til að létta á greiðslubyrðinni í byrjun. Hægt væri að bjóða upp á slík lán til 50 til 70 ára í upphafi og síðan er hægt að stytta lánstímann eftir þörfum þegar greiðslugeta lántakans eykst. Þetta er miklu skynsamlegra heldur en að bjóða upp á afleiðulán eins og verðtryggðu lánin eru enda vita allir sem vita vilja að þessi lán eru stórhættuleg eins sagan hefur sýnt okkur í gegnum árin. Það vita líka allir að til að stýritæki Seðlabankans virki þá þarf að banna þessi verðtryggðu lán og því er til mikils að vinna að banna þetta glæpalánaform og ávinningurinn er augljós. Ég ítreka að hægt er að koma til móts við fyrstu kaupendur með því að gefa þeim mun lengri lánstíma en gengur og gerist til að sporna við hárri greiðslubyrði í byrjun. Nú verðum við að stíga skrefið til fulls og banna þessi verðtryggðu lán til neytenda enda dettur ekki nokkurri þjóð sem við viljum bera okkur saman við í hug að bjóða upp á slíkt lánaform. En ég ítreka að þakklæti mitt til Seðlabankastjóra sem stígur nú fram og varar við verðtryggðum lánum en til þessa hefur enginn seðlabankastjóri haft kjark til þess! Höfundur er formaður Verkalýðsfélag Akraness og Starfsgreinasambands Íslands.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun