Takk Seðlabankastjóri Vilhjálmur Birgisson skrifar 16. júní 2022 12:00 Þau stórmerkilegu tíðindi gerðust í gær að í fyrsta skipti kom fram seðlabankastjóri sem hafði kjark og þor til að benda á það augljósa að verðtryggð húsnæðislán séu í raun stórhættuleg og kalli fram mikla áhættusækni hjá neytendum. Ásgeir Jónsson sagði m.a. í viðtali í gær að verðtryggð lán væru ekkert annað en kúlulán þar sem fólk borgar og borgar af láninu en samt gerir höfuðstóllinn ekkert annað en að hækka. Seðlabankastjóri segir að það hvernig verðtryggð lán eru sett upp hér á landi sé hættulegt. Ég verð að hrósa Seðlabankanum fyrir þær aðgerðir sem hann er að ráðast í og lúta að því að sporna við verðtryggðum húsnæðislánum. Eins og áður sagði þá líkir seðlabankastjóri þessum verðtryggðu lánum við kúlulán. Ég hef reyndar talað um að þetta séu glæpalán enda liggur fyrir að verðtryggð húsnæðislán gera ekkert annað en að hækka fyrstu 25-30 árin frá því að þau eru tekin. Það kom til að mynda fram í skýrslu sérfræðingahóps sem ég átti sæti í árið 2013 um afnám verðtryggingar að 40 ára jafngreiðslulán væru baneitraður kokteill sem þyrfti að banna tafarlaust. Þrátt fyrir fögur fyrirheit stjórnmálamanna hafa þeir ekki haft kjark og þor til að stíga það skref þó vitað sé hversu skaðleg þessi lán eru. Munum að margoft hafa stjórnvöld lofað að stíga alvöru skref í að takmarka og banna þessi lán en ætíð svikið það og því er það stórmerkilegt að seðlabankastjóri skuli stíga fram og leggja til leiðir til að sporna við þessum glæpalánum og bendir á hið augljósa að þetta sé lánaform sem er hættulegt neytendum. En hvar eru stjórnvöld og alþingismenn? Ég hef barist gegn þessu lánaformi í mörg ár ásamt fjölmörgum öðrum eins og t.d. Hagsmunasamtökum heimilanna. Ástæða þess að Seðlabankinn er að grípa til svona róttækra aðgerða gegn verðtryggðum lánum er að viðskiptabankarnir þrír hafa markvisst verið að reyna að lokka neytendur yfir í verðtryggð lán að nýju með allskyns gylliboðum. Flott að Seðlabankinn sér við þessu framferði viðskiptabankanna og nú er ekkert annað í stöðunni en að stíga skrefið til fulls og banna verðtryggð neytendalán að fullu því það er ljóst að um leið og þessi lánamöguleiki er úr sögunni þá munu óverðtryggðir vextir lækka enda hafa bankarnir komist upp með hærra vaxtastig vegna verðtryggðra lána. Nauðsynlegt er að banna verðtryggð húsnæðislán til neytenda því þó svo að greiðslubyrði sé lægri í upphafi lánsins líða ekki mörg ár þar til hún er orðin jafnmikil eins og á óverðtryggðu húsnæðisláni vegna hækkunar á höfuðstóli lánsins mánuð eftir mánuð. Sem dæmi þá liggur fyrir að fólk sem tók verðtryggt húsnæðislán að fjárhæð 50 milljónir fyrir 12 mánuðum hefur þurft að horfa upp á að höfuðstóll lánsins hefur hækkað um 3,8 milljónir á 12 mánuðum eða sem nemur að jafnaði 316 þúsundum í hverjum mánuði. Fyrstu kaupendur Það er hins vegar mikilvægt að aðstoða ungt fólk við að eignast sína fyrstu íbúð og það er hægt að gera með því að veita óverðtryggt lán en bjóða þeim mun lengri lánstíma til að létta á greiðslubyrðinni í byrjun. Hægt væri að bjóða upp á slík lán til 50 til 70 ára í upphafi og síðan er hægt að stytta lánstímann eftir þörfum þegar greiðslugeta lántakans eykst. Þetta er miklu skynsamlegra heldur en að bjóða upp á afleiðulán eins og verðtryggðu lánin eru enda vita allir sem vita vilja að þessi lán eru stórhættuleg eins sagan hefur sýnt okkur í gegnum árin. Það vita líka allir að til að stýritæki Seðlabankans virki þá þarf að banna þessi verðtryggðu lán og því er til mikils að vinna að banna þetta glæpalánaform og ávinningurinn er augljós. Ég ítreka að hægt er að koma til móts við fyrstu kaupendur með því að gefa þeim mun lengri lánstíma en gengur og gerist til að sporna við hárri greiðslubyrði í byrjun. Nú verðum við að stíga skrefið til fulls og banna þessi verðtryggðu lán til neytenda enda dettur ekki nokkurri þjóð sem við viljum bera okkur saman við í hug að bjóða upp á slíkt lánaform. En ég ítreka að þakklæti mitt til Seðlabankastjóra sem stígur nú fram og varar við verðtryggðum lánum en til þessa hefur enginn seðlabankastjóri haft kjark til þess! Höfundur er formaður Verkalýðsfélag Akraness og Starfsgreinasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Birgisson Fasteignamarkaður Fjármál heimilisins Seðlabankinn Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Þau stórmerkilegu tíðindi gerðust í gær að í fyrsta skipti kom fram seðlabankastjóri sem hafði kjark og þor til að benda á það augljósa að verðtryggð húsnæðislán séu í raun stórhættuleg og kalli fram mikla áhættusækni hjá neytendum. Ásgeir Jónsson sagði m.a. í viðtali í gær að verðtryggð lán væru ekkert annað en kúlulán þar sem fólk borgar og borgar af láninu en samt gerir höfuðstóllinn ekkert annað en að hækka. Seðlabankastjóri segir að það hvernig verðtryggð lán eru sett upp hér á landi sé hættulegt. Ég verð að hrósa Seðlabankanum fyrir þær aðgerðir sem hann er að ráðast í og lúta að því að sporna við verðtryggðum húsnæðislánum. Eins og áður sagði þá líkir seðlabankastjóri þessum verðtryggðu lánum við kúlulán. Ég hef reyndar talað um að þetta séu glæpalán enda liggur fyrir að verðtryggð húsnæðislán gera ekkert annað en að hækka fyrstu 25-30 árin frá því að þau eru tekin. Það kom til að mynda fram í skýrslu sérfræðingahóps sem ég átti sæti í árið 2013 um afnám verðtryggingar að 40 ára jafngreiðslulán væru baneitraður kokteill sem þyrfti að banna tafarlaust. Þrátt fyrir fögur fyrirheit stjórnmálamanna hafa þeir ekki haft kjark og þor til að stíga það skref þó vitað sé hversu skaðleg þessi lán eru. Munum að margoft hafa stjórnvöld lofað að stíga alvöru skref í að takmarka og banna þessi lán en ætíð svikið það og því er það stórmerkilegt að seðlabankastjóri skuli stíga fram og leggja til leiðir til að sporna við þessum glæpalánum og bendir á hið augljósa að þetta sé lánaform sem er hættulegt neytendum. En hvar eru stjórnvöld og alþingismenn? Ég hef barist gegn þessu lánaformi í mörg ár ásamt fjölmörgum öðrum eins og t.d. Hagsmunasamtökum heimilanna. Ástæða þess að Seðlabankinn er að grípa til svona róttækra aðgerða gegn verðtryggðum lánum er að viðskiptabankarnir þrír hafa markvisst verið að reyna að lokka neytendur yfir í verðtryggð lán að nýju með allskyns gylliboðum. Flott að Seðlabankinn sér við þessu framferði viðskiptabankanna og nú er ekkert annað í stöðunni en að stíga skrefið til fulls og banna verðtryggð neytendalán að fullu því það er ljóst að um leið og þessi lánamöguleiki er úr sögunni þá munu óverðtryggðir vextir lækka enda hafa bankarnir komist upp með hærra vaxtastig vegna verðtryggðra lána. Nauðsynlegt er að banna verðtryggð húsnæðislán til neytenda því þó svo að greiðslubyrði sé lægri í upphafi lánsins líða ekki mörg ár þar til hún er orðin jafnmikil eins og á óverðtryggðu húsnæðisláni vegna hækkunar á höfuðstóli lánsins mánuð eftir mánuð. Sem dæmi þá liggur fyrir að fólk sem tók verðtryggt húsnæðislán að fjárhæð 50 milljónir fyrir 12 mánuðum hefur þurft að horfa upp á að höfuðstóll lánsins hefur hækkað um 3,8 milljónir á 12 mánuðum eða sem nemur að jafnaði 316 þúsundum í hverjum mánuði. Fyrstu kaupendur Það er hins vegar mikilvægt að aðstoða ungt fólk við að eignast sína fyrstu íbúð og það er hægt að gera með því að veita óverðtryggt lán en bjóða þeim mun lengri lánstíma til að létta á greiðslubyrðinni í byrjun. Hægt væri að bjóða upp á slík lán til 50 til 70 ára í upphafi og síðan er hægt að stytta lánstímann eftir þörfum þegar greiðslugeta lántakans eykst. Þetta er miklu skynsamlegra heldur en að bjóða upp á afleiðulán eins og verðtryggðu lánin eru enda vita allir sem vita vilja að þessi lán eru stórhættuleg eins sagan hefur sýnt okkur í gegnum árin. Það vita líka allir að til að stýritæki Seðlabankans virki þá þarf að banna þessi verðtryggðu lán og því er til mikils að vinna að banna þetta glæpalánaform og ávinningurinn er augljós. Ég ítreka að hægt er að koma til móts við fyrstu kaupendur með því að gefa þeim mun lengri lánstíma en gengur og gerist til að sporna við hárri greiðslubyrði í byrjun. Nú verðum við að stíga skrefið til fulls og banna þessi verðtryggðu lán til neytenda enda dettur ekki nokkurri þjóð sem við viljum bera okkur saman við í hug að bjóða upp á slíkt lánaform. En ég ítreka að þakklæti mitt til Seðlabankastjóra sem stígur nú fram og varar við verðtryggðum lánum en til þessa hefur enginn seðlabankastjóri haft kjark til þess! Höfundur er formaður Verkalýðsfélag Akraness og Starfsgreinasambands Íslands.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun