Ætla að beita sér fyrir inngöngu Úkraínu í ESB Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. júní 2022 08:58 Evrópuleiðtogarnir hétu Úkraínu áframhaldandi stuðningi. AP/Ludovic Marin Fjórir evrópskir leiðtogar lofuðu stuðningi við Úkraínu þegar þeir funduðu með Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta í Kænugarði í gær. Þeir hétu því að styðja umsókn Úkraínu um aðild að Evrópusambandinu og að senda fleiri hergögn til Úkraínu vegna innrásar Rússa þar í landi. Leiðtogar Frakklands, Þýskalands, Ítalíu og Rúmeníu heimsóttu Kænugarð í gær þar sem þeir funduðu með Selenskí. Emmanuel Macron Frakklandsforseti lofaði Úkraínumönnum fleiri vopnasendingum og lofaði því að gera allt sem í hans valdi stæði til þess að tryggja að Úkraínumenn einir geti ákveðið framtíð sína. „Ég og kollegar mínir erum hér í Kænugarði í dag með skýr skilaboð: Úkraína er hluti af evrópsku fjölskyldunni,“ sagði Olaf Scholz, kanslari Þýskalands á blaðamannafundi leiðtoganna í gær. Úkraínsk yfirvöld hafa að undanförnu lýst miklum áhyggjum af dvínandi stuðningii Vesturveldanna. Heimsókn leiðtoganna fjögurra er því álitin mjög táknræn. Leiðtogar Frakklands, Þýskalands og Ítalíu hafa þá allir verið gagnrýndir fyrir að halda samskiptaleiðum við Vladimír Pútín Rússlandsforseta opnum og að hafa ekki svarað kalli úkraínskra stjórnvalda um vopnasendingar. Vólódímír Selenskí Úkraínforseti, Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Olaf Scholz Þýskalandskanslari á blaðamannafundi í Kænugarði í gær.AP/Ludovic Marin „Í dag stöndum við Scholz kanslari hlið við hlið. Fyrir hundrað árum síðan háðum við stríð og bandamenn hjálpuðu Frakklandi að sigra. Frakkland gerði gífurleg mistök í því stríði. Það tapaði friði vegna þess að það vildi niðurlægja Þýskaland,“ sagði Macron á fundinum. „Það verður að vinna þetta stríð og Frakkland stendur með Úkraínu. Hvorki Frakkland né Þýskaland munu aldrei reyna að semja um frið við Rússland fyrir hönd Úkraínu og það sem meira máli skiptir, þá höfum við aldrei gert það.“ Selenskí sagði í daglegu kvöldávarpi sínu í gær að það hafi verið honum mikilvægt að heyra að evrópskir leiðtogar væru sammála því að stríðslok og friður í Úkraínu kæmu til á forsendum Úkraínu sjálfrar. Þá bætti hann því við að Úkraínumenn muni halda áfram að berjast fyrir allt landið sitt. Vísaði hann til þess að Úkraínumenn og sumir nágrannar þeirra hafa haft áhyggjur af því að Vesturveldin muni þrýsta á Úkraínu að sleppa tökunum af hluta af landsvæði sínu til þess eins að stríðið endi. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Evrópusambandið Frakkland Þýskaland Ítalía Rúmenía Tengdar fréttir Alþingismenn einhuga um stuðning við Úkraínu Á síðasta degi þingvetrarins samþykkti Alþingi samhljóða frumvarp fjármálaráðherra um að fella niður tolla á allar vörur sem eru upprunnar í Úkraínu. Um tímabundna ráðstöfun er að ræða. Samkvæmt lögunum falla tollarnir niður til og með 31. maí 2023. 17. júní 2022 08:02 Fyrrum fyrirliði Rússa gagnrýnir stríðið í Úkraínu Hinn 38 ára gamli Igor Denisov – fyrrverandi fyrirliði rússneska landsliðsins í fótbolta – hefur gagnrýnt innrás Rússa í Úkraínu og lýst stríðinu sem katastrófu. Denisov ákvað að mótmæla stríðinu opinberlega þó hann óttist að vera fangelsaður eða tekinn af lífi fyrir ummæli sín. 16. júní 2022 14:30 Sendiherra Úkraínu og borgarstjóri heimsóttu Kænugarð Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur og Olga Dibrova, sendiherra Úkraínu í Finnlandi og á Íslandi, gengu um hádegi í dag saman frá ráðhúsinu yfir í Kænugarð, torgið á horni Garðastrætis og Túngötu. 16. júní 2022 13:31 Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Innlent Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Innlent Fleiri fréttir Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Sjá meira
Leiðtogar Frakklands, Þýskalands, Ítalíu og Rúmeníu heimsóttu Kænugarð í gær þar sem þeir funduðu með Selenskí. Emmanuel Macron Frakklandsforseti lofaði Úkraínumönnum fleiri vopnasendingum og lofaði því að gera allt sem í hans valdi stæði til þess að tryggja að Úkraínumenn einir geti ákveðið framtíð sína. „Ég og kollegar mínir erum hér í Kænugarði í dag með skýr skilaboð: Úkraína er hluti af evrópsku fjölskyldunni,“ sagði Olaf Scholz, kanslari Þýskalands á blaðamannafundi leiðtoganna í gær. Úkraínsk yfirvöld hafa að undanförnu lýst miklum áhyggjum af dvínandi stuðningii Vesturveldanna. Heimsókn leiðtoganna fjögurra er því álitin mjög táknræn. Leiðtogar Frakklands, Þýskalands og Ítalíu hafa þá allir verið gagnrýndir fyrir að halda samskiptaleiðum við Vladimír Pútín Rússlandsforseta opnum og að hafa ekki svarað kalli úkraínskra stjórnvalda um vopnasendingar. Vólódímír Selenskí Úkraínforseti, Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Olaf Scholz Þýskalandskanslari á blaðamannafundi í Kænugarði í gær.AP/Ludovic Marin „Í dag stöndum við Scholz kanslari hlið við hlið. Fyrir hundrað árum síðan háðum við stríð og bandamenn hjálpuðu Frakklandi að sigra. Frakkland gerði gífurleg mistök í því stríði. Það tapaði friði vegna þess að það vildi niðurlægja Þýskaland,“ sagði Macron á fundinum. „Það verður að vinna þetta stríð og Frakkland stendur með Úkraínu. Hvorki Frakkland né Þýskaland munu aldrei reyna að semja um frið við Rússland fyrir hönd Úkraínu og það sem meira máli skiptir, þá höfum við aldrei gert það.“ Selenskí sagði í daglegu kvöldávarpi sínu í gær að það hafi verið honum mikilvægt að heyra að evrópskir leiðtogar væru sammála því að stríðslok og friður í Úkraínu kæmu til á forsendum Úkraínu sjálfrar. Þá bætti hann því við að Úkraínumenn muni halda áfram að berjast fyrir allt landið sitt. Vísaði hann til þess að Úkraínumenn og sumir nágrannar þeirra hafa haft áhyggjur af því að Vesturveldin muni þrýsta á Úkraínu að sleppa tökunum af hluta af landsvæði sínu til þess eins að stríðið endi.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Evrópusambandið Frakkland Þýskaland Ítalía Rúmenía Tengdar fréttir Alþingismenn einhuga um stuðning við Úkraínu Á síðasta degi þingvetrarins samþykkti Alþingi samhljóða frumvarp fjármálaráðherra um að fella niður tolla á allar vörur sem eru upprunnar í Úkraínu. Um tímabundna ráðstöfun er að ræða. Samkvæmt lögunum falla tollarnir niður til og með 31. maí 2023. 17. júní 2022 08:02 Fyrrum fyrirliði Rússa gagnrýnir stríðið í Úkraínu Hinn 38 ára gamli Igor Denisov – fyrrverandi fyrirliði rússneska landsliðsins í fótbolta – hefur gagnrýnt innrás Rússa í Úkraínu og lýst stríðinu sem katastrófu. Denisov ákvað að mótmæla stríðinu opinberlega þó hann óttist að vera fangelsaður eða tekinn af lífi fyrir ummæli sín. 16. júní 2022 14:30 Sendiherra Úkraínu og borgarstjóri heimsóttu Kænugarð Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur og Olga Dibrova, sendiherra Úkraínu í Finnlandi og á Íslandi, gengu um hádegi í dag saman frá ráðhúsinu yfir í Kænugarð, torgið á horni Garðastrætis og Túngötu. 16. júní 2022 13:31 Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Innlent Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Innlent Fleiri fréttir Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Sjá meira
Alþingismenn einhuga um stuðning við Úkraínu Á síðasta degi þingvetrarins samþykkti Alþingi samhljóða frumvarp fjármálaráðherra um að fella niður tolla á allar vörur sem eru upprunnar í Úkraínu. Um tímabundna ráðstöfun er að ræða. Samkvæmt lögunum falla tollarnir niður til og með 31. maí 2023. 17. júní 2022 08:02
Fyrrum fyrirliði Rússa gagnrýnir stríðið í Úkraínu Hinn 38 ára gamli Igor Denisov – fyrrverandi fyrirliði rússneska landsliðsins í fótbolta – hefur gagnrýnt innrás Rússa í Úkraínu og lýst stríðinu sem katastrófu. Denisov ákvað að mótmæla stríðinu opinberlega þó hann óttist að vera fangelsaður eða tekinn af lífi fyrir ummæli sín. 16. júní 2022 14:30
Sendiherra Úkraínu og borgarstjóri heimsóttu Kænugarð Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur og Olga Dibrova, sendiherra Úkraínu í Finnlandi og á Íslandi, gengu um hádegi í dag saman frá ráðhúsinu yfir í Kænugarð, torgið á horni Garðastrætis og Túngötu. 16. júní 2022 13:31