Svikahrappar haft milljónir af íslenskum íþróttafélögum Sindri Sverrisson skrifar 21. júní 2022 08:01 Netsvikahrappar reyna að fá gjaldkera íslenskra íþróttafélaga til að senda sér pening. Getty Eftir að hafa haft hægt um sig á tímum kórónuveirufaraldursins virðast netsvikarar núna farnir að herja að nýju á íþróttafélög í landinu sem í einhverjum tilvikum hafa tapað milljónum króna við að láta blekkjast. Þetta segir Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, kynningarfulltrúi Ungmennafélags Íslands, í samtali við Vísi. UMFÍ varaði við netsvikahröppum í tölvupósti sem sendur var á 450 aðildarfélög um helgina. Glæpamennirnir þykjast vera formenn eða framkvæmdastjórarar hjá íþróttafélögunum og biðja gjaldkera um að millifæra ákveðnar upphæðir á erlenda reikninga, til að mynda vegna kaupa á íþróttafötum. „Gjaldkerar hafa alveg lent í klónum á þessum svikahröppum og í einhverjum tilvikum borgað nokkrar milljónir króna. Yfirleitt er þó um nokkur hundruð þúsund að ræða,“ segir Jón Aðalsteinn. Hann nefnir nýlegt dæmi um svikatölvupóst sem sjá má hér að neðan, þar sem talað er um greiðslu vegna íþróttabúnaðar frá Þýskalandi. Dæmi um tölvupóst sem sendur var á íslenskt íþróttafélag í von um að hafa af því peninga.Skjáskot Svikapósturinn var sendur á rangan aðila „Þetta hljómar alveg rökrétt enda eru íþróttafélögin að panta muni eða hluti hingað og þangað. Svo er margt fólk að gegna gjaldkerastörfum sem sjálfboðaliðar og hefur takmarkaðan tíma eða tök á að sannreyna hvaðan póstarnir koma. Stundum er því borgað án þess að hugsa sig um. Það sem að bjargaði málum í þessu tilviki var að gjaldkerinn sem pósturinn var sendur á var ekki með prókúru. Formaður þessa félags hefði þannig átt að vita að sá sem fékk póstinn hefði ekki leyfi til að millifæra, svo að svikapósturinn fór á rangan aðila. Gjaldkerinn þurfti að senda málið áfram og þannig komst það upp,“ segir Jón Aðalsteinn. Brýna fyrir gjaldkerum að hringja eftir staðfestingu Hann segir ekki um nýtt vandamál að ræða heldur hafi svona svikapóstar einnig borist til íþróttafélaga fyrir nokkrum árum. „Þetta lá alveg niðri á meðan á Covid stóð en núna er að koma aftur upp bylgja.“ Jón Aðalsteinn segir nauðsynlegt að þeir sem hafi prókúru yfir reikningum íþróttafélaga taki upp símann og hringi til að fá staðfestingu þegar óskað sé eftir millifærslum. „Við höfum brýnt fyrir öllum að láta vita af því ef eitthvað svona kemur upp, og að þegar gjaldkeri fær póst þá hringi hann í sendanda til að fá staðfestingu á að hann hafi sent póstinn, áður en millifærsla er framkvæmd.“ Fótbolti Handbolti Körfubolti Netglæpir Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Reyna að selja þakið á leikvanginum sínum Arnar vann stórmót í Svíþjóð: Búinn að vinna mikið með andlegu hliðina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Hörður undir feldinn Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ KA Íslandsmeistari kvenna í blaki: Unnu allt sem hægt var að vinna Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Ætla að leyfa mér að vona að við séum að nálgast“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Sjá meira
Þetta segir Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, kynningarfulltrúi Ungmennafélags Íslands, í samtali við Vísi. UMFÍ varaði við netsvikahröppum í tölvupósti sem sendur var á 450 aðildarfélög um helgina. Glæpamennirnir þykjast vera formenn eða framkvæmdastjórarar hjá íþróttafélögunum og biðja gjaldkera um að millifæra ákveðnar upphæðir á erlenda reikninga, til að mynda vegna kaupa á íþróttafötum. „Gjaldkerar hafa alveg lent í klónum á þessum svikahröppum og í einhverjum tilvikum borgað nokkrar milljónir króna. Yfirleitt er þó um nokkur hundruð þúsund að ræða,“ segir Jón Aðalsteinn. Hann nefnir nýlegt dæmi um svikatölvupóst sem sjá má hér að neðan, þar sem talað er um greiðslu vegna íþróttabúnaðar frá Þýskalandi. Dæmi um tölvupóst sem sendur var á íslenskt íþróttafélag í von um að hafa af því peninga.Skjáskot Svikapósturinn var sendur á rangan aðila „Þetta hljómar alveg rökrétt enda eru íþróttafélögin að panta muni eða hluti hingað og þangað. Svo er margt fólk að gegna gjaldkerastörfum sem sjálfboðaliðar og hefur takmarkaðan tíma eða tök á að sannreyna hvaðan póstarnir koma. Stundum er því borgað án þess að hugsa sig um. Það sem að bjargaði málum í þessu tilviki var að gjaldkerinn sem pósturinn var sendur á var ekki með prókúru. Formaður þessa félags hefði þannig átt að vita að sá sem fékk póstinn hefði ekki leyfi til að millifæra, svo að svikapósturinn fór á rangan aðila. Gjaldkerinn þurfti að senda málið áfram og þannig komst það upp,“ segir Jón Aðalsteinn. Brýna fyrir gjaldkerum að hringja eftir staðfestingu Hann segir ekki um nýtt vandamál að ræða heldur hafi svona svikapóstar einnig borist til íþróttafélaga fyrir nokkrum árum. „Þetta lá alveg niðri á meðan á Covid stóð en núna er að koma aftur upp bylgja.“ Jón Aðalsteinn segir nauðsynlegt að þeir sem hafi prókúru yfir reikningum íþróttafélaga taki upp símann og hringi til að fá staðfestingu þegar óskað sé eftir millifærslum. „Við höfum brýnt fyrir öllum að láta vita af því ef eitthvað svona kemur upp, og að þegar gjaldkeri fær póst þá hringi hann í sendanda til að fá staðfestingu á að hann hafi sent póstinn, áður en millifærsla er framkvæmd.“
Fótbolti Handbolti Körfubolti Netglæpir Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Reyna að selja þakið á leikvanginum sínum Arnar vann stórmót í Svíþjóð: Búinn að vinna mikið með andlegu hliðina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Hörður undir feldinn Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ KA Íslandsmeistari kvenna í blaki: Unnu allt sem hægt var að vinna Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Ætla að leyfa mér að vona að við séum að nálgast“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Sjá meira