Nóbelsmedalía Muratov slegin á 13 milljarða króna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. júní 2022 07:45 Muratov sagðist ekki hefðu getað ímyndað sér að þvílík upphæð fengist fyrir medalíuna. AP/Eduardo Munoz Alvarez Nóbelsmedalía rússneska blaðamannsins Dmitry Muratov var seld á uppboði í gær og slegin á 103,5 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 13,5 milljarða króna. Féð mun renna til UNICEF, til að aðstoða börn sem hafa flúið heimili sín í Úkraínu. „Ég vonaðist eftir mikilli samstöðu en ég átti ekki von á að þetta yðri svona há upphæð,“ sagði Muratov að uppboðinu loknu. Kaupandi verðlaunapeningsins er óþekktur, enn sem komið er, en ljóst er að um er að ræða nýtt met hvað varðar upphæð sem greidd hefur verið fyrir Nóbelsverðlaun. Fyrra metið var sett árið 2014, þegar James Watson seldi medalíuna sína fyrir 4,76 milljónir Bandaríkjadala. Watson hlaut Nóbelsverðlaunin árið 1962, fyrir sinn þátt í uppgötvun sameindagerðar kjarnsýra, það er að segja erfðaefnisins. Muratov var verðlaunaður í fyrra, fyrir framlag sitt til blaðamennsku og tjáningarfrelsisins. Hann var einn stofnenda sjálfstæða miðilsins Novaya Gazeta og var meðal annars mjög gagnrýninn á innlimun Krímskaga árið 2014. Mikil stemning myndaðist í uppboðssalnum í New York í gær, þar sem mögulegir kaupendur eggjuðu hvorn annan til að gera hærri tilboð í verðlaunapeninginn. Sá sem bauð milljarðana 13, í gegnum síma, fór nokkuð langt yfir síðasta boð og kom viðstöddum þannig skemmtilega á óvart. Muratov sagðist vona til að aðrir myndu feta í fótspor hans og bjóða upp verðmætar eignir til styrktar Úkraínumönnum. Innrás Rússa í Úkraínu Nóbelsverðlaun Rússland Fjölmiðlar Tengdar fréttir Tveir blaðamenn hljóta friðarverðlaun Nóbels Filippseyska blaðakonan og rithöfundurinn Maria Ressa og rússneski blaðamaðurinn Dmitry Muratov hljóta friðarverðlaun Nóbels í ár fyrir baráttu sína til að tryggja tjáningarfrelsi í heiminum sem sé forsenda lýðræðis og varanlegs friðar. 8. október 2021 09:03 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
„Ég vonaðist eftir mikilli samstöðu en ég átti ekki von á að þetta yðri svona há upphæð,“ sagði Muratov að uppboðinu loknu. Kaupandi verðlaunapeningsins er óþekktur, enn sem komið er, en ljóst er að um er að ræða nýtt met hvað varðar upphæð sem greidd hefur verið fyrir Nóbelsverðlaun. Fyrra metið var sett árið 2014, þegar James Watson seldi medalíuna sína fyrir 4,76 milljónir Bandaríkjadala. Watson hlaut Nóbelsverðlaunin árið 1962, fyrir sinn þátt í uppgötvun sameindagerðar kjarnsýra, það er að segja erfðaefnisins. Muratov var verðlaunaður í fyrra, fyrir framlag sitt til blaðamennsku og tjáningarfrelsisins. Hann var einn stofnenda sjálfstæða miðilsins Novaya Gazeta og var meðal annars mjög gagnrýninn á innlimun Krímskaga árið 2014. Mikil stemning myndaðist í uppboðssalnum í New York í gær, þar sem mögulegir kaupendur eggjuðu hvorn annan til að gera hærri tilboð í verðlaunapeninginn. Sá sem bauð milljarðana 13, í gegnum síma, fór nokkuð langt yfir síðasta boð og kom viðstöddum þannig skemmtilega á óvart. Muratov sagðist vona til að aðrir myndu feta í fótspor hans og bjóða upp verðmætar eignir til styrktar Úkraínumönnum.
Innrás Rússa í Úkraínu Nóbelsverðlaun Rússland Fjölmiðlar Tengdar fréttir Tveir blaðamenn hljóta friðarverðlaun Nóbels Filippseyska blaðakonan og rithöfundurinn Maria Ressa og rússneski blaðamaðurinn Dmitry Muratov hljóta friðarverðlaun Nóbels í ár fyrir baráttu sína til að tryggja tjáningarfrelsi í heiminum sem sé forsenda lýðræðis og varanlegs friðar. 8. október 2021 09:03 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Tveir blaðamenn hljóta friðarverðlaun Nóbels Filippseyska blaðakonan og rithöfundurinn Maria Ressa og rússneski blaðamaðurinn Dmitry Muratov hljóta friðarverðlaun Nóbels í ár fyrir baráttu sína til að tryggja tjáningarfrelsi í heiminum sem sé forsenda lýðræðis og varanlegs friðar. 8. október 2021 09:03