Búið að opna veginn inn í Landmannalaugar Kristján Már Unnarsson skrifar 23. júní 2022 12:20 Frá veginum inn í Landmannalaugar. Vegagerðin segir að unnið sé að heflun á svæðinu. Vegurinn sé frekar holóttur, þá sérstaklega sunnan við Ljótapoll. Mynd/Stöð 2. Vegagerðin opnaði í morgun leiðina inn í Landmannalaugar um Sigölduvirkjun. Þá styttist í opnun Landmannaleiðar og búist við að hún verði jeppafær um helgina, samkvæmt upplýsingum Magnúsar Inga Jónssonar hjá umferðarþjónustu Vegagerðarinnar. Nýtt hálendiskort, sem Vegagerðin birti í morgun, sýnir þau svæði hálendisins skástrikuð þar sem akstur er enn bannaður. Nýjasta hálendiskort Vegagerðarinnar, sem birt var í morgun.Vegagerðin Þótt búið sé að aflétta akstursbanni þýðir það þó ekki að vegurinn sé orðinn fær og þurfa vegfarendur því jafnframt að kynna sér færðarkort Vegagerðarinnar, hyggi þeir á hálendisferðir. Kjalvegur var fyrsta stóra hálendisleiðin sem opnaðist þetta sumarið en Kjölur varð fær þann 10. júní. Kaldadalsvegur var seinna á ferðinni en hann opnaðist 13. júní. Töluverður snjór er hins vegar enn á Sprengisandsleið og ekki reiknað með að hún opnist fyrr en eftir mánaðamót, að sögn Magnúsar Inga. Frá Sprengisandsleið.Vísir/Vilhelm Báðar Fjallabaksleiðir eru enn ófærar. Þó er búið að opna hluta Fjallabaksleiðar nyrðri úr Skaftártungu og upp í Eldgjá. Minnst þriggja vikna bið verður hins vegar í það að leiðin opnist milli Landmannalauga og Eldgjár þar sem brúin yfir Jökulgilskvísl er löskuð. Þá er mikill snjór á Mælisfellssandi og ekki búist við að Fjallabaksleið syðri opnist fyrr en eftir mánaðamót. Þó er búist við að Emstruleið úr Fljótshlíð, vegur F261, verði fær um helgina. Í Skaftárhreppi er búið að opna Lakaleið að Fagrafossi og vonast til að leiðin að Lakagígum opnist eftir helgi. Vegagerð Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Sjá meira
Nýtt hálendiskort, sem Vegagerðin birti í morgun, sýnir þau svæði hálendisins skástrikuð þar sem akstur er enn bannaður. Nýjasta hálendiskort Vegagerðarinnar, sem birt var í morgun.Vegagerðin Þótt búið sé að aflétta akstursbanni þýðir það þó ekki að vegurinn sé orðinn fær og þurfa vegfarendur því jafnframt að kynna sér færðarkort Vegagerðarinnar, hyggi þeir á hálendisferðir. Kjalvegur var fyrsta stóra hálendisleiðin sem opnaðist þetta sumarið en Kjölur varð fær þann 10. júní. Kaldadalsvegur var seinna á ferðinni en hann opnaðist 13. júní. Töluverður snjór er hins vegar enn á Sprengisandsleið og ekki reiknað með að hún opnist fyrr en eftir mánaðamót, að sögn Magnúsar Inga. Frá Sprengisandsleið.Vísir/Vilhelm Báðar Fjallabaksleiðir eru enn ófærar. Þó er búið að opna hluta Fjallabaksleiðar nyrðri úr Skaftártungu og upp í Eldgjá. Minnst þriggja vikna bið verður hins vegar í það að leiðin opnist milli Landmannalauga og Eldgjár þar sem brúin yfir Jökulgilskvísl er löskuð. Þá er mikill snjór á Mælisfellssandi og ekki búist við að Fjallabaksleið syðri opnist fyrr en eftir mánaðamót. Þó er búist við að Emstruleið úr Fljótshlíð, vegur F261, verði fær um helgina. Í Skaftárhreppi er búið að opna Lakaleið að Fagrafossi og vonast til að leiðin að Lakagígum opnist eftir helgi.
Vegagerð Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Sjá meira