Samkvæmt miðlinum er hún að ferðast um Vík og fór í fjórhjólaferð um Sólheimasand þar sem hún sá meðal annars flugvélarflakið. Michelle birti mynd með skilaboðum um þá sterku konu sem hún hefur að geyma.
Erfið sambandsslit
Aðeins eru nokkrir dagar síðan parið tilkynnti um sambandsslitin og sagði hún í yfirlýsingu: „Ég á í erfiðleikum með að segja að við Nayte erum að fara hvort í sína áttina.“ Einnig sagði hún að lífi undir vökulum augum almennings hafi ekki verið þeim auðvelt.
Gott að eiga góða vini
Michelle virðist þó eiga góðar vinkonur sem hugsa vel um hana. „Sannir vinir eru þeir sem þurrka tárin, minna þig á að halda höfði og hoppa á síðustu stundu upp í flugvél til Íslands þegar þú biður þá um það,“ segir hún um vinkonur sínar Tiu Oliviu Lang og Brooke Niesen sem eru með henni á Íslandi.

Ísland eða Mars?
Michelle slær því upp í grín hvort um Ísland eða Mars sé að ræða þar sem landslagið virðist vera ólíkt því sem hún hefur vanist á ferðum sínum.
