Rannsóknarvinna lögreglunnar leiddi í ljós að líklega væri um að ræða franskt par sem hefði lagt upp frá Mývatnssveit fyrr í vikunni. Óskaði lögreglan í kjölfarið eftir þyrluaðstoð frá Landhelgisgæslunni. Ásamt því var aðgerðastjórn virkjuð á Húsavík og voru björgunarsveitir ræstar út í Mývatnssveit og Aðaldal til að halda landleiðina á vettvang.
Þyrla Landhelgisgæslunnar kom í Gæsavötn laust fyrir klukkan 20:00 og hitti á fólkið þar sem tók þeim fagnandi. Fólkið var óslasað og höfðu þau leitað sér skjóls á staðnum á meðan þau biðu eftir aðstoð. Þyrla flutti parið til Reykjavíkur.