Stefán Ingi kom þá inn á sem varamaður á 68. mínútu í leik HK og Dalvíkur/Reynis í sextán liða úrslitum keppninnar. Þá var staðan 2-0 fyrir heimamenn en Stefán Ingi sá til þess að HK endaði á því að vinna leikinn 6-0.
Stefán Ingi skoraði fernu á síðustu 22 mínútum leiksins. Eitt af þessum mörkum hans kom úr vítaspyrnu.
Stefán Ingi spilaði í 76 mínútur í fyrsta bikarleik sínum á tímabilinu þar sem HK vann 3-1 sigur á Gróttu. Hann kom þá HK í 1-0 á 25. mínútu og í 2-0 á 54. mínútu.
Þetta þýðir að þessi 21 árs gamli strákur er búinn að skora sex bikarmörk á 98 mínútum í sumar og hefur því skorað mark á tæplega sautján mínútna fresti í bikarkeppninni í ár.
Stefán Ingi er kominn með fjögur mörk í fimm deildarleikjum HK í sumar og er því samtals með tíu mörk í sjö leikjum á leiktípinni.
Stefán Ingi skoraði einnig 2 bikarmörk í 2 bikarleikjum sínum með Breiðabliki á sínum tíma og er nú kominn með átta bikarmörk í fjórum bikarleikjum sínum með HK og Breiðabliki á ferlinum.