Nei eða já: Jokic vinnur ekki titil með Nuggets og Clippers betri á pappír en Warriors Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. júní 2022 23:30 Strákarnir í Lögmáli leiksins fóru um víðan völl í hinum vinsæla dagskrárlið Nei eða já. Stöð 2 Sport Hinn stórskemmtilegi liður Nei eða já var að sjálfsögðu á sínum stað í seinasta þætti að Lögmál leiksins þar sem stjórnandi þáttarins, Kjartan Atli Kjartansson, fékk sérfæðinga í setti til að svara laufléttum nei eða já spurningum um NBA-deildina í körfubolta. Farið var um víðan völl eins og oft áður og í þetta skipti voru umræðuefnin fjögur. Kjartan Atli byrjaði á því að spyrja sérfræðingana hvort Nikola Jokic myndi vinna titil með Denver Nuggets, en þeir Sigurður Orri Kristjánsson og Hörður Unnsteinsson voru sammála um að það muni ekki gerast. „Nei. Það er ekkert diss á Nikola Jokic sem er stórkostlegur leikmaður, en ég held bara að Michael Porter samningurinn verði of erfiður fyrir þá þegar fram í líður,“ sagði Sigurður Orri. „Það er bara erfitt að byggja lið í kringum menn þar sem er verið að fá stjarnfræðilegar upphæðir borgaðar þannig að nei, Nikola Jokic binnur ekki titil í Denver.“ Hörður var sammála kollega sínum og sagði það ekki vænlegt til árangurs þegar lið eru ekki tilbúin að reiða fram stóru seðlana. „Sagnfræðilega séð þá vinna svona „Small-market“ lið ekki titilinn. Það þarf alveg sérstakar aðstæður. Þú þarft Giannis, þú þarft ár eins og Toronto átti með Kawhi til þess að lið á þessum markaði nái að vinna. Eða þá að þú þarft einstakt lið. Nikola Jokic er einstakur leikmaður, en liðið sem er byggt upp í kringum hann er langt frá því að vera einstakt.“ Klippa: Lögmál leiksins: Nei eða já Næst fóru strákarnir í það að bera saman lið, nánar tiltekið Los Angeles Clippers og nýkrýnda NBA-meistara í Golden State Warriors. „Körfubolti er spilaður á parketi, en í þessari hugarleikfimi ætlum við að spila hann á pappír,“ sagði Kjartan Atli. „Clippers er með betra lið en Warriors á pappír, nei eða já?“ Sigurður og Hörður virtust ekki beint sammála um þetta mál, en Hörður vildi meina að Clippers myndi vinna ef liðunum væri stillt upp í tölvuleik og engar utanaðkomandi aðstæður myndu hafa áhrif á leikinn. „Já, það gæti alveg verið,“ sagði Hörður. „Þeir eru komnir með Paul George og Kawhi Leonard til baka og það er betra heldur en tvennan sem þú getur sett upp hjá Warriors. Besti einstaki leikmaðurinn í þessum tveimur liðum er samt ennþá Steph Curry þangað til við sjáum hvernig Kawhi kemur til baka.“ Þrátt fyrir að vera sammála Herði um hver besti leikmaðurinn í þessum tveimur liðum væri var Sigurður þó ekki sammála Herði um hvort liðið væri betra á pappírum. „Ég segi bara nei,“ sagði Sigurður. „Jú jú, ég er sammála Herði að Steph Curry er besti gaurinn af öllum þessum sem er að spila. Paul George er frábær leikmaður en ég veit ekki hvað hann hefur gert fyrir mig undanfarin ár, Kawhi Leonard, ég held að hans tíma sem svona ofur-dóminerandi leikmaður séu bara búnir.“ „Við erum að tala um á pappír. Augljóslega eru Clippers ekki betra lið en Warriors, en ef þú setur upp í NBA2k leik þar sem þú lætur leikinn bara spila og það eru engar ytri aðstæður með þá vinna Clippers,“ svaraði Hörður. Að lokum ræddu strákarnir um það hvort sólin væri sest í Phoenix og hvort Christian Wood, eða Stjáni Viðars eins og þeir kalla hann, muni verða dásamlegur í Dallas, en innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift. Lögmál leiksins NBA Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Sjá meira
Farið var um víðan völl eins og oft áður og í þetta skipti voru umræðuefnin fjögur. Kjartan Atli byrjaði á því að spyrja sérfræðingana hvort Nikola Jokic myndi vinna titil með Denver Nuggets, en þeir Sigurður Orri Kristjánsson og Hörður Unnsteinsson voru sammála um að það muni ekki gerast. „Nei. Það er ekkert diss á Nikola Jokic sem er stórkostlegur leikmaður, en ég held bara að Michael Porter samningurinn verði of erfiður fyrir þá þegar fram í líður,“ sagði Sigurður Orri. „Það er bara erfitt að byggja lið í kringum menn þar sem er verið að fá stjarnfræðilegar upphæðir borgaðar þannig að nei, Nikola Jokic binnur ekki titil í Denver.“ Hörður var sammála kollega sínum og sagði það ekki vænlegt til árangurs þegar lið eru ekki tilbúin að reiða fram stóru seðlana. „Sagnfræðilega séð þá vinna svona „Small-market“ lið ekki titilinn. Það þarf alveg sérstakar aðstæður. Þú þarft Giannis, þú þarft ár eins og Toronto átti með Kawhi til þess að lið á þessum markaði nái að vinna. Eða þá að þú þarft einstakt lið. Nikola Jokic er einstakur leikmaður, en liðið sem er byggt upp í kringum hann er langt frá því að vera einstakt.“ Klippa: Lögmál leiksins: Nei eða já Næst fóru strákarnir í það að bera saman lið, nánar tiltekið Los Angeles Clippers og nýkrýnda NBA-meistara í Golden State Warriors. „Körfubolti er spilaður á parketi, en í þessari hugarleikfimi ætlum við að spila hann á pappír,“ sagði Kjartan Atli. „Clippers er með betra lið en Warriors á pappír, nei eða já?“ Sigurður og Hörður virtust ekki beint sammála um þetta mál, en Hörður vildi meina að Clippers myndi vinna ef liðunum væri stillt upp í tölvuleik og engar utanaðkomandi aðstæður myndu hafa áhrif á leikinn. „Já, það gæti alveg verið,“ sagði Hörður. „Þeir eru komnir með Paul George og Kawhi Leonard til baka og það er betra heldur en tvennan sem þú getur sett upp hjá Warriors. Besti einstaki leikmaðurinn í þessum tveimur liðum er samt ennþá Steph Curry þangað til við sjáum hvernig Kawhi kemur til baka.“ Þrátt fyrir að vera sammála Herði um hver besti leikmaðurinn í þessum tveimur liðum væri var Sigurður þó ekki sammála Herði um hvort liðið væri betra á pappírum. „Ég segi bara nei,“ sagði Sigurður. „Jú jú, ég er sammála Herði að Steph Curry er besti gaurinn af öllum þessum sem er að spila. Paul George er frábær leikmaður en ég veit ekki hvað hann hefur gert fyrir mig undanfarin ár, Kawhi Leonard, ég held að hans tíma sem svona ofur-dóminerandi leikmaður séu bara búnir.“ „Við erum að tala um á pappír. Augljóslega eru Clippers ekki betra lið en Warriors, en ef þú setur upp í NBA2k leik þar sem þú lætur leikinn bara spila og það eru engar ytri aðstæður með þá vinna Clippers,“ svaraði Hörður. Að lokum ræddu strákarnir um það hvort sólin væri sest í Phoenix og hvort Christian Wood, eða Stjáni Viðars eins og þeir kalla hann, muni verða dásamlegur í Dallas, en innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Lögmál leiksins NBA Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn