Tryggvi Snær meðal bestu leikmanna umferðarinnar - Hægt að kjósa þann besta Árni Jóhansson skrifar 2. júlí 2022 12:02 Tryggvi Snær Hlinason á vítalínunni gegn Hollendingum VÍSIR/HULDA MARGRÉT Tryggvi Snær Hlinason átti enn einn stórleikinn fyrir Íslands hönd í sigrinum á Hollandi í gærkvöldi og leiddi hann liðið til sigurs ásamt Elvari Má Friðrikssyni. Tekið var eftir frammistöðunni hjá Tryggva og er hann í hóp með tveimur NBA leikmönnum sem taldir hafa staðið sig best í fimmtu umferð undankeppni HM í körfubolta 2023. Tryggvi Snær skilaði tvöfaldri tvennu í 67-66 sigri Íslendinga á Hollendinum í gær en kappinn skoraði 20 stig og tók 11 fráköst. Að auki varði Tryggvi þrjú skot en alls taldi þetta saman sem 31 framlagspunkt. Tryggva virðist líða vel í Ólafssal en í tvíframlengdum sigurleik á móti Ítalíu í febrúar síðastliðnum átti Tryggvi stórleik þar sem hann tók 34 stig og tók 21 frákast. Heimasíða FIBA velur besta leikmann hverrar umferðar og er Tryggvi Snær einn af fimm leikmönnum sem koma til greina sem sá besti í fimmtu umferð undankeppninnar að þessu sinni. Það eru engir aukvisar sem einnig eru tilnefndir en Slóvenin Luka Doncic og Finni Lauri Markkanen koma einnig til greina. Báðir leika þeir í NBA deildinni en Doncic spilar fyrir Dallas Mavericks og Markkanen fyrir Cleveland Cavaliers. Doncic leiddi lið Slóvena til sigurs gegn nágrönnum þeirra í Króatíu 97-69 og var nærrum því með þrefalda tvennu. Skoraði hann 21 stig, tók átta fráköst og gaf 10 stoðsendingar en Doncic var að snúa aftur í liði Slóvena síðan á Ólympíuleikunum í Tókíó. Sigurinn þýðir að Slóvenar fara áfram í næstu umferð. Markkanen leiddi sína menn frá Finnlandi til sigurs gegn Svíum og lagði mörg lóð á vogarskálarnar til þess en hann skoraði 22 stig, tók 11 fráköst, gaf fjórar stoðsendingar og stal fjórum boltum. Finnar eru einnig komnir áfram en þeir leika í sama riðli og Slóvenar. Who was the European Qualifiers GameDay 1 MVP? @luka7doncic x @kzs_si M.Ponitka x @KoszKadra A. Vezenkov x Bulgaria @MarkkanenLauri x @basketfinland T.Hlinason x @kkikarfa#FIBAWC x #WinForAll— FIBA Basketball World Cup (@FIBAWC) July 2, 2022 Þá koma þeir Mateusz Ponitka frá Póllandi og Aleksandar Vezenkov frá Búlgaríu einnig til greina sem leikmenn umferðarinnar. Pólverjar unnu Ísrael í framlengdum leik 90-85 og Búlgarir töpuðu fyrir Litháum með tveimur stigum 72-70. Eins og áður segir þá er hægt að kjósa besta leikmann umferðarinnar en það er gert á heimasíðu FIBA. HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir „Satt best að segja þá hafði ég aldrei áhyggjur“ Það mæddi mikið á Tryggva Snæ Hlinasyni í gærkvöld, á báðum endum vallarins, en hann var að öðrum leikmönnum ólöstuðum maður leiksins er Ísland vann Holland í undankeppni HM 2023 í körfubolta. 2. júlí 2022 07:30 Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Holland 67-66 | Ótrúleg endurkoma í Ólafssal Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann frábæran sigur á Hollandi er liðin mættust í Ólafssal í undankeppni HM 2023. Holland var 14 stigum yfir í hálfleik en það kom ekki að sök. 1. júlí 2022 23:20 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Í beinni: Haukar - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir Grindvíkinga Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Sjá meira
Tryggvi Snær skilaði tvöfaldri tvennu í 67-66 sigri Íslendinga á Hollendinum í gær en kappinn skoraði 20 stig og tók 11 fráköst. Að auki varði Tryggvi þrjú skot en alls taldi þetta saman sem 31 framlagspunkt. Tryggva virðist líða vel í Ólafssal en í tvíframlengdum sigurleik á móti Ítalíu í febrúar síðastliðnum átti Tryggvi stórleik þar sem hann tók 34 stig og tók 21 frákast. Heimasíða FIBA velur besta leikmann hverrar umferðar og er Tryggvi Snær einn af fimm leikmönnum sem koma til greina sem sá besti í fimmtu umferð undankeppninnar að þessu sinni. Það eru engir aukvisar sem einnig eru tilnefndir en Slóvenin Luka Doncic og Finni Lauri Markkanen koma einnig til greina. Báðir leika þeir í NBA deildinni en Doncic spilar fyrir Dallas Mavericks og Markkanen fyrir Cleveland Cavaliers. Doncic leiddi lið Slóvena til sigurs gegn nágrönnum þeirra í Króatíu 97-69 og var nærrum því með þrefalda tvennu. Skoraði hann 21 stig, tók átta fráköst og gaf 10 stoðsendingar en Doncic var að snúa aftur í liði Slóvena síðan á Ólympíuleikunum í Tókíó. Sigurinn þýðir að Slóvenar fara áfram í næstu umferð. Markkanen leiddi sína menn frá Finnlandi til sigurs gegn Svíum og lagði mörg lóð á vogarskálarnar til þess en hann skoraði 22 stig, tók 11 fráköst, gaf fjórar stoðsendingar og stal fjórum boltum. Finnar eru einnig komnir áfram en þeir leika í sama riðli og Slóvenar. Who was the European Qualifiers GameDay 1 MVP? @luka7doncic x @kzs_si M.Ponitka x @KoszKadra A. Vezenkov x Bulgaria @MarkkanenLauri x @basketfinland T.Hlinason x @kkikarfa#FIBAWC x #WinForAll— FIBA Basketball World Cup (@FIBAWC) July 2, 2022 Þá koma þeir Mateusz Ponitka frá Póllandi og Aleksandar Vezenkov frá Búlgaríu einnig til greina sem leikmenn umferðarinnar. Pólverjar unnu Ísrael í framlengdum leik 90-85 og Búlgarir töpuðu fyrir Litháum með tveimur stigum 72-70. Eins og áður segir þá er hægt að kjósa besta leikmann umferðarinnar en það er gert á heimasíðu FIBA.
HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir „Satt best að segja þá hafði ég aldrei áhyggjur“ Það mæddi mikið á Tryggva Snæ Hlinasyni í gærkvöld, á báðum endum vallarins, en hann var að öðrum leikmönnum ólöstuðum maður leiksins er Ísland vann Holland í undankeppni HM 2023 í körfubolta. 2. júlí 2022 07:30 Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Holland 67-66 | Ótrúleg endurkoma í Ólafssal Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann frábæran sigur á Hollandi er liðin mættust í Ólafssal í undankeppni HM 2023. Holland var 14 stigum yfir í hálfleik en það kom ekki að sök. 1. júlí 2022 23:20 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Í beinni: Haukar - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir Grindvíkinga Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Sjá meira
„Satt best að segja þá hafði ég aldrei áhyggjur“ Það mæddi mikið á Tryggva Snæ Hlinasyni í gærkvöld, á báðum endum vallarins, en hann var að öðrum leikmönnum ólöstuðum maður leiksins er Ísland vann Holland í undankeppni HM 2023 í körfubolta. 2. júlí 2022 07:30
Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Holland 67-66 | Ótrúleg endurkoma í Ólafssal Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann frábæran sigur á Hollandi er liðin mættust í Ólafssal í undankeppni HM 2023. Holland var 14 stigum yfir í hálfleik en það kom ekki að sök. 1. júlí 2022 23:20