Matthías: Ég hef mikla trú á því að við verðum betri með tímanum Árni Jóhansson skrifar 4. júlí 2022 21:31 Matthías Vilhjálmsson og Daníel Laxdal háðu hörkubaráttu en þurftu að deilda stigunum. Vísir/Bára Fyrirliði FH-inga var skiljanlega svekktur að fá á sig jöfnunarmark þegar þrjár mínútur voru eftir af leik liðsins á móti Stjörnunni í kvöld. Leikið var í Kaplakrika og var leikurinn hluti af 11. umferð Bestu deildar karla í fótbolta og endaði 1-1 en FH var betri aðilinn lengst af. Matthías var spurður að því fyrst hvað gerðist í jöfnunarmarki Stjörnunnar sem kom eftir hornspyrnu. Var um einbeitingarleysi að ræða? „Í fyrsta lagi þá ákvað dómarinn að dæma hornspyrnu þegar það var Stjörnumaður sem skallaði boltann aftur fyrir endamörk. Svo bara dettur boltinn fyrir þá og þeir eru fyrstir að átta sig. Mjög svekkjandi. Mér fannst við vera mjög „solid“ í kvöld og sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem við fengum mjög fá færi á okkur og byrjuðum mikið betur en þeir í seinni og mjög svekkjandi að missa þetta niður en ánægður með liðsheildina í dag.“ Blaðamaður spurði hvort það hefði ekki mátt vera meiri kraftur í leiknum í dag en að hans mati var þessi leikur mjög hægur. „Það getur vel verið. Stjörnuliðið hefur verið á fínu róli í sumar en við höfum átt í erfiðleikum og mér fannst þetta vera framför hjá okkur. Við gáfum fá færi á okkur og það var ekki fyrr en í lokin þar sem við erum að verja forskotið og þeir henda fleiri mönnum fram að þeir ná í mark rétt fyrir leikslok. Við hefðum líka getað skorað fleiri.“ Aðspurður um hvaða áherslur Eiður Smári, nýr þjálfari, væri að reyna að berja inn í liðið sagði Matthías: „Hann er bara búinn að vera hérna í ca. tværi vikur og hann og Venni hafa komið vel inn í þetta og kennt okkur helling en þeir þurfa tíma til að fara í gegnum sinn leikstíl en ég er mjög sáttur við hvernig æfingavikurnar hafa verið hérna. Ég hef mikla trú á því að við verðum betri með tímanum.“ Að lokum var Matthías spurður út í það hvort það væri betri andi í liðinu eftir þjálfaraskiptin. „Það hefur alltaf verið fínn andi í FH. Við höfum bara verið svekktir með úrslitin og teljum okkur eiga mikið inni. Við vinnum hörðum höndum að því að bæta okkur og sækja sigurinn. Við vorum ansi nálægt því í dag og ansi nálægt því á móti Leikni. Það hlýtur að styttast í þetta.“ Besta deild karla FH Tengdar fréttir Leik lokið: FH-Stjarnan 1-1 | Enn eitt jafntefli liðanna eftir æsilegar lokamínútur FH og Stjarnan þurfa að deila stigunum sem voru í boði í dag eftir að hafa gert jafntefli 1-1 í Kaplakrika. Leikurinn var í hægara lagi og fá færi litu dagsins ljós þangað til í uppbótartíma en Stjarnan jafnaði metin þegar lítið var eftir og bæði lið hefðu getað skorað í uppbótartíma. FH komst tvisvar í góða skyndisókn og Stjarnan skaut í stöng. 4. júlí 2022 21:14 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Sjá meira
Matthías var spurður að því fyrst hvað gerðist í jöfnunarmarki Stjörnunnar sem kom eftir hornspyrnu. Var um einbeitingarleysi að ræða? „Í fyrsta lagi þá ákvað dómarinn að dæma hornspyrnu þegar það var Stjörnumaður sem skallaði boltann aftur fyrir endamörk. Svo bara dettur boltinn fyrir þá og þeir eru fyrstir að átta sig. Mjög svekkjandi. Mér fannst við vera mjög „solid“ í kvöld og sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem við fengum mjög fá færi á okkur og byrjuðum mikið betur en þeir í seinni og mjög svekkjandi að missa þetta niður en ánægður með liðsheildina í dag.“ Blaðamaður spurði hvort það hefði ekki mátt vera meiri kraftur í leiknum í dag en að hans mati var þessi leikur mjög hægur. „Það getur vel verið. Stjörnuliðið hefur verið á fínu róli í sumar en við höfum átt í erfiðleikum og mér fannst þetta vera framför hjá okkur. Við gáfum fá færi á okkur og það var ekki fyrr en í lokin þar sem við erum að verja forskotið og þeir henda fleiri mönnum fram að þeir ná í mark rétt fyrir leikslok. Við hefðum líka getað skorað fleiri.“ Aðspurður um hvaða áherslur Eiður Smári, nýr þjálfari, væri að reyna að berja inn í liðið sagði Matthías: „Hann er bara búinn að vera hérna í ca. tværi vikur og hann og Venni hafa komið vel inn í þetta og kennt okkur helling en þeir þurfa tíma til að fara í gegnum sinn leikstíl en ég er mjög sáttur við hvernig æfingavikurnar hafa verið hérna. Ég hef mikla trú á því að við verðum betri með tímanum.“ Að lokum var Matthías spurður út í það hvort það væri betri andi í liðinu eftir þjálfaraskiptin. „Það hefur alltaf verið fínn andi í FH. Við höfum bara verið svekktir með úrslitin og teljum okkur eiga mikið inni. Við vinnum hörðum höndum að því að bæta okkur og sækja sigurinn. Við vorum ansi nálægt því í dag og ansi nálægt því á móti Leikni. Það hlýtur að styttast í þetta.“
Besta deild karla FH Tengdar fréttir Leik lokið: FH-Stjarnan 1-1 | Enn eitt jafntefli liðanna eftir æsilegar lokamínútur FH og Stjarnan þurfa að deila stigunum sem voru í boði í dag eftir að hafa gert jafntefli 1-1 í Kaplakrika. Leikurinn var í hægara lagi og fá færi litu dagsins ljós þangað til í uppbótartíma en Stjarnan jafnaði metin þegar lítið var eftir og bæði lið hefðu getað skorað í uppbótartíma. FH komst tvisvar í góða skyndisókn og Stjarnan skaut í stöng. 4. júlí 2022 21:14 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Sjá meira
Leik lokið: FH-Stjarnan 1-1 | Enn eitt jafntefli liðanna eftir æsilegar lokamínútur FH og Stjarnan þurfa að deila stigunum sem voru í boði í dag eftir að hafa gert jafntefli 1-1 í Kaplakrika. Leikurinn var í hægara lagi og fá færi litu dagsins ljós þangað til í uppbótartíma en Stjarnan jafnaði metin þegar lítið var eftir og bæði lið hefðu getað skorað í uppbótartíma. FH komst tvisvar í góða skyndisókn og Stjarnan skaut í stöng. 4. júlí 2022 21:14
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti