Iða Marsibil nýr sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps Bjarki Sigurðsson skrifar 6. júlí 2022 11:57 Iða Marsibil Jónsdóttir mun hefja störf þann 25. júlí næstkomandi hjá Grímsnes- og Grafningshrepp. Stöð 2/Sigurjón Ólason. Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps samþykkti samhljóða á fundi sínum í morgun að ráða Iðu Marsibil Jónsdóttur í starf sveitarstjóra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ásu Valdísi Árnadóttur, oddvita sveitarstjórnar. E-listinn, Listi óháðra lýðræðissinna, fékk 51 prósent atkvæða í sveitarstjórnarkosningunum í maí en G-listinn, Framboðslisti um framsýni og fyrirhyggju, fékk 49 prósent. Því fékk E-listinn meirihluta í sveitarstjórn. „Það er ánægjulegt að fá Iðu Marsibil í starf sveitarstjóra Grímsnes- og Grafningshrepps. Hún kemur með ferska sýn á verkefnin og ég er sannfærð um að hún muni reynast sveitarfélaginu öflugur liðssyrkur í þeim verkefnum sem framundan eru. Við bjóðum Iðu velkomna til starfa og hlökkum til samstarfsins,“ segir Ása Valdís. Iða hefur undanfarin ár starfað sem mannauðs- og skrifstofustjóri hjá Arnarlaxi og tekið virkan þátt í mikilli uppbyggingu fyrirtækisins á Vestfjörðum. Kjörtímabilið 2018–2022 gengdi Iða embætti forseta bæjarstjórnar Vesturbyggðar og hefur því góða innsýn inn í stjórnsýslu sveitarstjórnarmála. Iða er viðskiptafræðingur að mennt og leggur stund á MBA-nám við Háskólann í Reykjavík. „Ég er virkilega spennt fyrir komandi verkefnum í nýju hlutverki, einnig er ég þakklát fyrir það traust sem sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps sýnir mér með ráðningunni. Grímsnes- og Grafningshreppur er frábærlega vel staðsett sveitarfélag með mikla möguleika, svæðið er mér hugleikið og hlakka ég til að taka þátt og leggja mitt af mörkum í þeirri vinnu sem framundan er,“ segir Iða Marsibil. Iða mun hefja störf þann 25. júlí næstkomandi og bíða hennar veigamikil og spennandi verkefni. Eftirfarandi sóttu um starf sveitarstjóra: Ari Jóhann Sigurðsson, sérkennari Barbara K. Kristjánsdóttir, sannauðs- og gæðastjóri Björg Erlingsdóttir, sveitarstjóri Björgvin Jóhannesson, framkvæmdastjóri Daði Geir Samúelsson, fjármálasérfræðingur fjölskyldusviðs Edda Jónsdóttir, teymisstjóri stafrænna leiðtoga Erna Reynisdóttir. framkvæmdastjóri Glúmur Baldvinsson, sjálfstætt starfandi Gunnsteinn Björnsson, sjálfstætt starfandi Iða Marsibil Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Ingvi Már Guðnason, verkstjóri Jóhann Ásgrímur Pálsson, sérfræðingur Jóhannes Hreiðar Símonarson, framkvæmdastjóri Jón Eggert Guðmundsson, yfirmaður kerfismála Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri Hrunamannahrepps Kolbeinn Már Guðjónsson, viðskipta og innkaupastjóri Konráð Gylfason, framkvæmdastjóri Kristján Einir Traustason, sjálfstætt starfandi Kristján Guðmundsson, Landsbankinn hf. Kristrún Elsa Harðardóttir, lögmaður Þórarinn Hjálmarsson, markaðsstjóri Örn Þórðarson, borgarfulltrúi Grímsnes- og Grafningshreppur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Vistaskipti Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ásu Valdísi Árnadóttur, oddvita sveitarstjórnar. E-listinn, Listi óháðra lýðræðissinna, fékk 51 prósent atkvæða í sveitarstjórnarkosningunum í maí en G-listinn, Framboðslisti um framsýni og fyrirhyggju, fékk 49 prósent. Því fékk E-listinn meirihluta í sveitarstjórn. „Það er ánægjulegt að fá Iðu Marsibil í starf sveitarstjóra Grímsnes- og Grafningshrepps. Hún kemur með ferska sýn á verkefnin og ég er sannfærð um að hún muni reynast sveitarfélaginu öflugur liðssyrkur í þeim verkefnum sem framundan eru. Við bjóðum Iðu velkomna til starfa og hlökkum til samstarfsins,“ segir Ása Valdís. Iða hefur undanfarin ár starfað sem mannauðs- og skrifstofustjóri hjá Arnarlaxi og tekið virkan þátt í mikilli uppbyggingu fyrirtækisins á Vestfjörðum. Kjörtímabilið 2018–2022 gengdi Iða embætti forseta bæjarstjórnar Vesturbyggðar og hefur því góða innsýn inn í stjórnsýslu sveitarstjórnarmála. Iða er viðskiptafræðingur að mennt og leggur stund á MBA-nám við Háskólann í Reykjavík. „Ég er virkilega spennt fyrir komandi verkefnum í nýju hlutverki, einnig er ég þakklát fyrir það traust sem sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps sýnir mér með ráðningunni. Grímsnes- og Grafningshreppur er frábærlega vel staðsett sveitarfélag með mikla möguleika, svæðið er mér hugleikið og hlakka ég til að taka þátt og leggja mitt af mörkum í þeirri vinnu sem framundan er,“ segir Iða Marsibil. Iða mun hefja störf þann 25. júlí næstkomandi og bíða hennar veigamikil og spennandi verkefni. Eftirfarandi sóttu um starf sveitarstjóra: Ari Jóhann Sigurðsson, sérkennari Barbara K. Kristjánsdóttir, sannauðs- og gæðastjóri Björg Erlingsdóttir, sveitarstjóri Björgvin Jóhannesson, framkvæmdastjóri Daði Geir Samúelsson, fjármálasérfræðingur fjölskyldusviðs Edda Jónsdóttir, teymisstjóri stafrænna leiðtoga Erna Reynisdóttir. framkvæmdastjóri Glúmur Baldvinsson, sjálfstætt starfandi Gunnsteinn Björnsson, sjálfstætt starfandi Iða Marsibil Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Ingvi Már Guðnason, verkstjóri Jóhann Ásgrímur Pálsson, sérfræðingur Jóhannes Hreiðar Símonarson, framkvæmdastjóri Jón Eggert Guðmundsson, yfirmaður kerfismála Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri Hrunamannahrepps Kolbeinn Már Guðjónsson, viðskipta og innkaupastjóri Konráð Gylfason, framkvæmdastjóri Kristján Einir Traustason, sjálfstætt starfandi Kristján Guðmundsson, Landsbankinn hf. Kristrún Elsa Harðardóttir, lögmaður Þórarinn Hjálmarsson, markaðsstjóri Örn Þórðarson, borgarfulltrúi
Grímsnes- og Grafningshreppur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Vistaskipti Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Sjá meira