Rétturinn til að safna drasli Bergur Þorri Benjamínsson skrifar 6. júlí 2022 14:30 Hver kannast ekki við nágrannan sem safnar bílum, tjaldvögnum eða öðru dóti inn á sína lóð? Oftar en ekki nægir viðkomandi ekki að safna inn á sína eigin lóð heldur leggur hann undir sig sameiginlega lóð við fjölbýlishús. Til að byrja með er þessi söfnun að mestu saklaus. Bíll með bilaðri sjálfskiptingu mun komast á lappirnar, en síðan líða mánuðirnir og jafnvel árin og aldrei kemst blessaður bílinn á lappirnar aftur. Það er til fullt af fólki sem á marga bíla í misjöfnu ástandi en flest af því fólki geymir slíka hluti í iðnaðar eða öðru geymslu húsnæði eða á lokuðu svæði. En svo eru til þeir einstaklingar sem ekki láta nægja að angra næstu nágranna hvort sem þeir búa í einbýli eða fjölbýli, þeir einfaldlega dreifa draslinu sínu þar sem þeir finna laust svæði til. Til að mynda er búin að standa ónýt Toyota bifreið af undir gerðinni Aygo í á 3 ár á slíku svæði nálægt þar sem ég bý. Til að byrja með var bílinn sennilega „aðeins“ bilaður en fyrir um hálfu ári voru allar rúður brotnar í bifreiðinni. Hún er því hættuleg en samt sem áður situr hún á sínum bletti þó allir viti að hún sé aðeins efni í brotajárn. En það er alveg sama þó maður tuði í hausnum á sér „Aygo-you go“, því fleiri slíkar ryðbeyglur dúkka upp kollinum hér og þar öllum til ama. En hvað er þá til ráða. Alfreð Schiöth framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra svaraði Sunnu Hlín Jóhannesdóttur bæjarfulltrúa á Akureyri í grein sem birtist á Akureyri.net. Þar bendir Alfreð á ákveðna hluti sem ekki eru til í vopnabúri Heilbrigðiseftirlits en þyrftu að vera það. Sjálfur get ég tekið undir með þeim báðum og tel einbúið að Samband Íslenskra sveitarfélaga rýni reglur einstakra sveitarfélaga og komi með tillögur sem öll sveitarfélög geti þá innleitt. Vilji einstaka sveitarfélög ganga enn lengra og gera sitt umhverfi enn fallegra þá gætu þau sett viðbótar reglur í því sambandi. Ég tek það fram að ég styð eignarrétt einstaklinga alla leið. En ef þú hefur ekki pláss fyrir draslið þitt, ekki þvinga því þá upp á næsta nágranna eða bæjarbúa. Höfundur er 4. varabæjarfulltrúi D-lista Sjálfstæðisflokks í Kópavogi og aðalmaður í Hafnarstjórn Kópavogs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarmál Nágrannadeilur Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hver kannast ekki við nágrannan sem safnar bílum, tjaldvögnum eða öðru dóti inn á sína lóð? Oftar en ekki nægir viðkomandi ekki að safna inn á sína eigin lóð heldur leggur hann undir sig sameiginlega lóð við fjölbýlishús. Til að byrja með er þessi söfnun að mestu saklaus. Bíll með bilaðri sjálfskiptingu mun komast á lappirnar, en síðan líða mánuðirnir og jafnvel árin og aldrei kemst blessaður bílinn á lappirnar aftur. Það er til fullt af fólki sem á marga bíla í misjöfnu ástandi en flest af því fólki geymir slíka hluti í iðnaðar eða öðru geymslu húsnæði eða á lokuðu svæði. En svo eru til þeir einstaklingar sem ekki láta nægja að angra næstu nágranna hvort sem þeir búa í einbýli eða fjölbýli, þeir einfaldlega dreifa draslinu sínu þar sem þeir finna laust svæði til. Til að mynda er búin að standa ónýt Toyota bifreið af undir gerðinni Aygo í á 3 ár á slíku svæði nálægt þar sem ég bý. Til að byrja með var bílinn sennilega „aðeins“ bilaður en fyrir um hálfu ári voru allar rúður brotnar í bifreiðinni. Hún er því hættuleg en samt sem áður situr hún á sínum bletti þó allir viti að hún sé aðeins efni í brotajárn. En það er alveg sama þó maður tuði í hausnum á sér „Aygo-you go“, því fleiri slíkar ryðbeyglur dúkka upp kollinum hér og þar öllum til ama. En hvað er þá til ráða. Alfreð Schiöth framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra svaraði Sunnu Hlín Jóhannesdóttur bæjarfulltrúa á Akureyri í grein sem birtist á Akureyri.net. Þar bendir Alfreð á ákveðna hluti sem ekki eru til í vopnabúri Heilbrigðiseftirlits en þyrftu að vera það. Sjálfur get ég tekið undir með þeim báðum og tel einbúið að Samband Íslenskra sveitarfélaga rýni reglur einstakra sveitarfélaga og komi með tillögur sem öll sveitarfélög geti þá innleitt. Vilji einstaka sveitarfélög ganga enn lengra og gera sitt umhverfi enn fallegra þá gætu þau sett viðbótar reglur í því sambandi. Ég tek það fram að ég styð eignarrétt einstaklinga alla leið. En ef þú hefur ekki pláss fyrir draslið þitt, ekki þvinga því þá upp á næsta nágranna eða bæjarbúa. Höfundur er 4. varabæjarfulltrúi D-lista Sjálfstæðisflokks í Kópavogi og aðalmaður í Hafnarstjórn Kópavogs.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun