Ætlum okkur stóra hluti en auðvitað þurfum við að spila mjög vel til að ná því Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. júlí 2022 10:01 Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta. Sanjin Strukic/Getty Images „Ég skal alveg játa það að þetta er ógnarsterkur riðill. Það er kannski helst að við fáum úr þriðja styrkleikaflokki – Ungverjar í okkar tilfelli – sem eru ógnarsterkt lið. Það svona gerir þennan riðil mjög erfiðan,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands, er hann var spurður út í riðil Íslands á HM í handbolta. „Spennandi verkefni engu að síður að glíma við þessi lið en náttúrulega nánast sami riðill og við vorum að spila í á EM í Ungverjalandi. Þar vorum við að spila við Portúgal og mættum Ungverjum. Í staðinn fyrir Holland fáum við Suður-Kóreu sem er andstæðingur sem þarf að taka alvarlega,“ bætti Guðmundur við. „Síðan er milliriðillinn þannig að þar eru Svíar, Úrúgvæ og Brasilía sem eru með mjög gott lið líka ásamt einni Afríkuþjóð. Þannig að það leggst vel í mig en staðan er sú að við þurfum að gera mjög vel í riðlinum. Bæði til að komast inn í milliriðil og einnig af því við viljum komast eins vel inn í milliriðil og hægt er, komast með eins mörg stig og hægt er.“ „Við ætlum okkur stóra hluti en auðvitað þurfum við að spila mjög vel til að ná því, og við getum það alveg.“ Hversu langt ætlar Ísland sér á mótinu? „Maður tekur þetta í skrefum. Við viljum að sjálfsögðu fara upp úr riðlinum. Við viljum verða í einu af tveimur efstu sætunum í okkar milliriðli sem gæti gefið okkur möguleika á að komast í 8-liða úrslit. Það er það sem við stefnum á, það er fyrsta markmið eins og staðan er í dag.“ Ísland á gríðarlegt magn af frambærilegum leikmönnum um þessar mundir. Er erfitt að velja landsliðshópinn? „Það getur verið það ef allir eru heilir, það er er mjög erfitt. Frábært fyrir þjálfara að hafa þennan kost, hópurinn hefur verið að breikka ár frá ári og leikmennirnir alltaf að þroskast, verða betri og hæfari. Þeir eru farnir að spila hjá sterkari liðum sem þýðir að þegar allir eru heilir er ekki auðvelt að velja þetta lið en það er bara frábært fyrir íslenska landsliðið,“ sagði Guðmundu að endingu. Klippa: Guðmundur um riðilinn á HM Handbolti Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Fleiri fréttir „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Sjá meira
„Spennandi verkefni engu að síður að glíma við þessi lið en náttúrulega nánast sami riðill og við vorum að spila í á EM í Ungverjalandi. Þar vorum við að spila við Portúgal og mættum Ungverjum. Í staðinn fyrir Holland fáum við Suður-Kóreu sem er andstæðingur sem þarf að taka alvarlega,“ bætti Guðmundur við. „Síðan er milliriðillinn þannig að þar eru Svíar, Úrúgvæ og Brasilía sem eru með mjög gott lið líka ásamt einni Afríkuþjóð. Þannig að það leggst vel í mig en staðan er sú að við þurfum að gera mjög vel í riðlinum. Bæði til að komast inn í milliriðil og einnig af því við viljum komast eins vel inn í milliriðil og hægt er, komast með eins mörg stig og hægt er.“ „Við ætlum okkur stóra hluti en auðvitað þurfum við að spila mjög vel til að ná því, og við getum það alveg.“ Hversu langt ætlar Ísland sér á mótinu? „Maður tekur þetta í skrefum. Við viljum að sjálfsögðu fara upp úr riðlinum. Við viljum verða í einu af tveimur efstu sætunum í okkar milliriðli sem gæti gefið okkur möguleika á að komast í 8-liða úrslit. Það er það sem við stefnum á, það er fyrsta markmið eins og staðan er í dag.“ Ísland á gríðarlegt magn af frambærilegum leikmönnum um þessar mundir. Er erfitt að velja landsliðshópinn? „Það getur verið það ef allir eru heilir, það er er mjög erfitt. Frábært fyrir þjálfara að hafa þennan kost, hópurinn hefur verið að breikka ár frá ári og leikmennirnir alltaf að þroskast, verða betri og hæfari. Þeir eru farnir að spila hjá sterkari liðum sem þýðir að þegar allir eru heilir er ekki auðvelt að velja þetta lið en það er bara frábært fyrir íslenska landsliðið,“ sagði Guðmundu að endingu. Klippa: Guðmundur um riðilinn á HM
Handbolti Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Fleiri fréttir „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Sjá meira