Allt að þrefalt dýrara í hárri verðbólgu að taka verðtryggt húsnæðislán Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. júlí 2022 19:05 Höfuðstóll verðtryggðra húsnæðislána hækkar hratt þessa dagana vegna mikillar verðbólgu. Umboðsmaður skuldara segir afar mikilvægt að lántakendur séu meðvitaðir um áhættuna sem felist í slíkum lánum. Stærsti hluti húsnæðislána hjá lífeyrissjóðum er verðtryggður. Verðtryggð húsnæðislán eru mun algengari hjá flestum lífeyrissjóðum en óverðtryggð, allt frá því að vera ríflega helmingur allra húsnæðislána einstakra sjóða í að vera um hundrað prósent þeirra. Athygli vekur að þó nokkur hluti þessara lána er með hærri en þriggja prósenta vexti sem er hærra vaxtarstig en hefur víða verið í boði á lánamarkaði undanfarin misseri. Þannig eru öll öll verðtryggð húsnæðislán á þriggja komma fimm prósenta vöxtum hjá Lífeyrissjóði bankamanna, 32 prósent verðtryggðra lána eru með hærri en þriggja prósenta vexti hjá Lífeyrissjóði Vezslunarmanna og um 22,7 prósent hjá Gildi lífeyrissjóði. Það eru mun hærri vextir en til að mynda viðskiptabankarnir þrír hafa verið að bjóða á verðtryggðum lánum þar sem Arion banki býður nú 1,89% fasta vexti á verðtryggðum lánum, Landsbankinn 1,9% og Íslandsbanki 2,3%. Fréttastofa óskaði eftir upplýsingar frá stærstu lífeyrissjóðum landsins og viðskiptabönkum um hversu stórt hlutfall húsnæðislána þeirra væru verðtryggð lán og hversu mörg þessara lána eru með hærri vexti en þrjú prósent. Lífeyrissjóðir og tveir af þremur viðskiptabönkum svöruðu fyrirspurn fréttastofu greiðlega en Arion banki tjáði fréttastofu að bankinn birti ekki upplýsingar um alla þá liði sem spurt var um. Vísaði bankinn í opinber gögn Seðlabankans. Segja lánastofnanir þurfa að hafa frumkvæði að því að bjóða bestu kjör Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna segir afar mikilvægt að fjármálastofnanir láti fólk vita ef það er með óhagstæð lánskjör. Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna segir að fjármálastofnanir eigi að hafa frumkvæði að því að bjóða viðskiptavinum sínum betri lánakjör séu þau fyrir hendi.Vísir/Einar „Auðvitað ættu allar lánastofnanir að láta viðskiptavini sína vera á bestu kjörum hverju sinni og láta þá vita ef þeir eru ekki á slíkum kjörum,“ segir Breki. Umboðsmaður skuldara tekur undir með Neytendasamtökunum að fjármálastofnanir ættu að láta viðskiptavini sína vita af hagkvæmustu lánakjörunum hverju sinni. „Mér finnst það bara alveg sjálfsagt. Mér finnst líka alveg sjálfsögð þjónusta að viðskiptavinir fjármálastofnana séu alltaf á bestu kjörum,“ segir Ásta Sigrún Helgadóttir umboðsmaður skuldara. Gríðarlegur verðmunur í verðbólgu á verðtryggðum og óverðtryggðum lánum Verðbólga hefur gríðarleg áhrif á verðtryggð íbúðalán því hún leggst ofan á höfuðstól þeirra. Í einföldu dæmi sem hægt er að gera á reiknivél Landsbankans þar sem fólk tekur tuttugu og átta milljóna króna verðtryggt húsnæðislán í þrjátíu ár á tveggja prósenta vöxtum og verðbólga er há eða 7,6 prósent á lánstímanum gæti það þurft að greiða um hundrað þrjátíu og átta milljónir í heild fyrir lánið. Miðað við núverandi verðbólgu sem mælist 8,8% hækkar þetta lán til dæmis um tvær komma fimm milljónir strax fyrsta árið. Ef sama upphæð eða tuttugu og átta milljónir er tekin í óverðtryggðu láni verður heildarupphæðin sem fólkið greiðir á lánstímanum hins vegar um fimmtíu og fimm milljónir. Fyrsta afborgun af verðtryggða láninu er lægri en þess óverðtryggða til að byrja með en það breytist er líður á lánstímann enda er verðtryggða lánið mun dýrara þegar upp er staðið. Tekið skal fram að í þessu dæmi er núverandi verðbólga og vaxtastig haft til hliðsjónar í forsendum reiknivélarinnar. Dæmi um fasteignalán. Verðbólga er há á lánstímanum eða 7,6 prósent samkvæmt þessu dæmi. Verðbólga í dag er hins vegar 8,8 prósent og höfuðstóll verðtryggra lána hækkar hratt. Vísir Ásta segir verðtryggð lán geta falið í sér áhættu „Það veit engin hvað verðbólgan verður og þú ert að taka þessi lán til svo margra ára. Þannig að þetta er áhættutaka,“ segir Ásta. Ásta Sigrún Helgadóttir Umboðsmaður skuldara tekur undir með Neytendasamtökunum um að fjármálastofnanir eigi ávallt að bjóða viðskiptavinum sínum bestu kjör. Hún segir blikur á lofti þegar kemur að skuldavanda heimilanna.Vísir/Einar Hún segir greiðslubyrði lána og framfærslukostnað heimilanna hafa hækkað, sem sé slæm blanda þegar kemur að hættu á auknum skuldavanda heimilanna. „Það eru blikur á lofti,“ segir Ásta að lokum. Íslenskir bankar Fjármál heimilisins Neytendur Alþingi Tengdar fréttir Seðlabankinn gæti aftur gripið í taumana á fasteignamarkaði Varaseðlabankastjóri útilokar ekki að gripið verði til frekari aðgerða á fasteignalánamarkaði haldi ójafnvægið þar áfram. Hefði hann getað séð inn í framtíðina hefði Seðlabankinn fyrr þrengt lánsskilyrði fyrstu kaupenda 16. júní 2022 13:00 „Verið að segja við almenning, þetta er hættulegt fyrir ykkur“ Seðlabankinn vill að lánastofnanir gefi skýrari upplýsingar um greiðslubyrði fasteignalána og hefur í fyrsta skipti gefið út viðmið við útreikning þeirra. Seðlabankastjóri segir þetta gert svo fólk taki ekki verðtryggð lán á röngum forsendum. Fyrstu kaupendur þurfa að leggja meira út en áður. 15. júní 2022 19:01 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Verðtryggð húsnæðislán eru mun algengari hjá flestum lífeyrissjóðum en óverðtryggð, allt frá því að vera ríflega helmingur allra húsnæðislána einstakra sjóða í að vera um hundrað prósent þeirra. Athygli vekur að þó nokkur hluti þessara lána er með hærri en þriggja prósenta vexti sem er hærra vaxtarstig en hefur víða verið í boði á lánamarkaði undanfarin misseri. Þannig eru öll öll verðtryggð húsnæðislán á þriggja komma fimm prósenta vöxtum hjá Lífeyrissjóði bankamanna, 32 prósent verðtryggðra lána eru með hærri en þriggja prósenta vexti hjá Lífeyrissjóði Vezslunarmanna og um 22,7 prósent hjá Gildi lífeyrissjóði. Það eru mun hærri vextir en til að mynda viðskiptabankarnir þrír hafa verið að bjóða á verðtryggðum lánum þar sem Arion banki býður nú 1,89% fasta vexti á verðtryggðum lánum, Landsbankinn 1,9% og Íslandsbanki 2,3%. Fréttastofa óskaði eftir upplýsingar frá stærstu lífeyrissjóðum landsins og viðskiptabönkum um hversu stórt hlutfall húsnæðislána þeirra væru verðtryggð lán og hversu mörg þessara lána eru með hærri vexti en þrjú prósent. Lífeyrissjóðir og tveir af þremur viðskiptabönkum svöruðu fyrirspurn fréttastofu greiðlega en Arion banki tjáði fréttastofu að bankinn birti ekki upplýsingar um alla þá liði sem spurt var um. Vísaði bankinn í opinber gögn Seðlabankans. Segja lánastofnanir þurfa að hafa frumkvæði að því að bjóða bestu kjör Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna segir afar mikilvægt að fjármálastofnanir láti fólk vita ef það er með óhagstæð lánskjör. Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna segir að fjármálastofnanir eigi að hafa frumkvæði að því að bjóða viðskiptavinum sínum betri lánakjör séu þau fyrir hendi.Vísir/Einar „Auðvitað ættu allar lánastofnanir að láta viðskiptavini sína vera á bestu kjörum hverju sinni og láta þá vita ef þeir eru ekki á slíkum kjörum,“ segir Breki. Umboðsmaður skuldara tekur undir með Neytendasamtökunum að fjármálastofnanir ættu að láta viðskiptavini sína vita af hagkvæmustu lánakjörunum hverju sinni. „Mér finnst það bara alveg sjálfsagt. Mér finnst líka alveg sjálfsögð þjónusta að viðskiptavinir fjármálastofnana séu alltaf á bestu kjörum,“ segir Ásta Sigrún Helgadóttir umboðsmaður skuldara. Gríðarlegur verðmunur í verðbólgu á verðtryggðum og óverðtryggðum lánum Verðbólga hefur gríðarleg áhrif á verðtryggð íbúðalán því hún leggst ofan á höfuðstól þeirra. Í einföldu dæmi sem hægt er að gera á reiknivél Landsbankans þar sem fólk tekur tuttugu og átta milljóna króna verðtryggt húsnæðislán í þrjátíu ár á tveggja prósenta vöxtum og verðbólga er há eða 7,6 prósent á lánstímanum gæti það þurft að greiða um hundrað þrjátíu og átta milljónir í heild fyrir lánið. Miðað við núverandi verðbólgu sem mælist 8,8% hækkar þetta lán til dæmis um tvær komma fimm milljónir strax fyrsta árið. Ef sama upphæð eða tuttugu og átta milljónir er tekin í óverðtryggðu láni verður heildarupphæðin sem fólkið greiðir á lánstímanum hins vegar um fimmtíu og fimm milljónir. Fyrsta afborgun af verðtryggða láninu er lægri en þess óverðtryggða til að byrja með en það breytist er líður á lánstímann enda er verðtryggða lánið mun dýrara þegar upp er staðið. Tekið skal fram að í þessu dæmi er núverandi verðbólga og vaxtastig haft til hliðsjónar í forsendum reiknivélarinnar. Dæmi um fasteignalán. Verðbólga er há á lánstímanum eða 7,6 prósent samkvæmt þessu dæmi. Verðbólga í dag er hins vegar 8,8 prósent og höfuðstóll verðtryggra lána hækkar hratt. Vísir Ásta segir verðtryggð lán geta falið í sér áhættu „Það veit engin hvað verðbólgan verður og þú ert að taka þessi lán til svo margra ára. Þannig að þetta er áhættutaka,“ segir Ásta. Ásta Sigrún Helgadóttir Umboðsmaður skuldara tekur undir með Neytendasamtökunum um að fjármálastofnanir eigi ávallt að bjóða viðskiptavinum sínum bestu kjör. Hún segir blikur á lofti þegar kemur að skuldavanda heimilanna.Vísir/Einar Hún segir greiðslubyrði lána og framfærslukostnað heimilanna hafa hækkað, sem sé slæm blanda þegar kemur að hættu á auknum skuldavanda heimilanna. „Það eru blikur á lofti,“ segir Ásta að lokum.
Íslenskir bankar Fjármál heimilisins Neytendur Alþingi Tengdar fréttir Seðlabankinn gæti aftur gripið í taumana á fasteignamarkaði Varaseðlabankastjóri útilokar ekki að gripið verði til frekari aðgerða á fasteignalánamarkaði haldi ójafnvægið þar áfram. Hefði hann getað séð inn í framtíðina hefði Seðlabankinn fyrr þrengt lánsskilyrði fyrstu kaupenda 16. júní 2022 13:00 „Verið að segja við almenning, þetta er hættulegt fyrir ykkur“ Seðlabankinn vill að lánastofnanir gefi skýrari upplýsingar um greiðslubyrði fasteignalána og hefur í fyrsta skipti gefið út viðmið við útreikning þeirra. Seðlabankastjóri segir þetta gert svo fólk taki ekki verðtryggð lán á röngum forsendum. Fyrstu kaupendur þurfa að leggja meira út en áður. 15. júní 2022 19:01 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Seðlabankinn gæti aftur gripið í taumana á fasteignamarkaði Varaseðlabankastjóri útilokar ekki að gripið verði til frekari aðgerða á fasteignalánamarkaði haldi ójafnvægið þar áfram. Hefði hann getað séð inn í framtíðina hefði Seðlabankinn fyrr þrengt lánsskilyrði fyrstu kaupenda 16. júní 2022 13:00
„Verið að segja við almenning, þetta er hættulegt fyrir ykkur“ Seðlabankinn vill að lánastofnanir gefi skýrari upplýsingar um greiðslubyrði fasteignalána og hefur í fyrsta skipti gefið út viðmið við útreikning þeirra. Seðlabankastjóri segir þetta gert svo fólk taki ekki verðtryggð lán á röngum forsendum. Fyrstu kaupendur þurfa að leggja meira út en áður. 15. júní 2022 19:01