Gott að þær gátu núna aðeins kúplað sig út úr áreitinu heima á Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2022 08:01 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er ánægð með undirbúning liðsins fyrir Evrópumótið. Vísir/Vilhelm Það er mikill áhugi á íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta eftir gott gengi síðustu ár og þátttöku á Evrópumóti í mekka fótboltans fram undan. Stelpurnar eru metnaðarfullar og stefna hátt og hafa um leið hrifið með sér þjóðina. Það eru margir á leiðinni út til Englands til að sjá þær keppa á sínu fjórða Evrópumóti í röð. Íslensku stelpurnar hafa verið áberandi í auglýsingum síðustu vikurnar og fjölmiðlar vilja helst fá að vita eins mikið um þær og hægt er. Það var því kannski gott að vera bara staddar í Póllandi og Þýskalandi þegar ekki hægt er að kveikja á sjónvarpinu án þess að sjá auglýsingu með einni landsliðskonunni. Stelpurnar okkar græddu því kannski bara á því að hafa komist aðeins í skjól á erlendri grundu í lokaundirbúningi sínum fyrir mótið. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, varafyrirliði íslenska liðsins, sér það sjálf sem kost af Knattspyrnusambandið hafi breytt undirbúningi liðsins frá því á síðasta EM þegar þær voru miklu lengur heima á Íslandi. Sjálfur undirbúningurinn er ekkert mikið öðruvísi. „Þetta er mjög svipað hjá okkur og var á síðasta Evrópumóti,“ sagði Gunnhildur um hann en það var gott að geta þjappað hópnum saman úti. „Síðast vorum við á Íslandi alveg fram að móti og það var því kannski smá áreiti heima. Það var gott að geta komist aðeins þaðan, kúplað okkur út til að geta einbeitt okkur að okkur og liðinu,“ sagði Gunnhildur. Það er mikil spenna í hópnum og ekki minnkaði hún við að sjá stemmninguna í kringum leik Englands og Austurríkis á miðvikudagskvöldið. „Það var geggjað að sjá leikinn í gær. Það voru næstum því sjötíu þúsund manns á opnunarleiknum og það sýnir hversu langt kvennaknattspyrnan er komin,“ sagði Gunnhildur. Belgía er fyrsti mótherji íslenska liðsins og Gunnhildur Yrsa sér fram á það að íslensku hópurinn fari núna að velta sér meira upp úr því liði enda leikurinn á sunnudaginn. „Við fórum yfir Póllandsleikinn þannig að við værum smá að undirbúa okkur fyrir Belgaleikinn, hvað við gætum tekið úr þeim leik yfir í næsta leik. Hvað við gætum gert betur og hvernig Belgar myndu spila þetta? Við erum smá byrjaðar að pæla í því. Ég held að fullur undirbúningur fyrir Belgíu byrji í dag,“ sagði Gunnhildur þegar hún hitti blaðamann fyrir æfingu liðsins í gær. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira
Stelpurnar eru metnaðarfullar og stefna hátt og hafa um leið hrifið með sér þjóðina. Það eru margir á leiðinni út til Englands til að sjá þær keppa á sínu fjórða Evrópumóti í röð. Íslensku stelpurnar hafa verið áberandi í auglýsingum síðustu vikurnar og fjölmiðlar vilja helst fá að vita eins mikið um þær og hægt er. Það var því kannski gott að vera bara staddar í Póllandi og Þýskalandi þegar ekki hægt er að kveikja á sjónvarpinu án þess að sjá auglýsingu með einni landsliðskonunni. Stelpurnar okkar græddu því kannski bara á því að hafa komist aðeins í skjól á erlendri grundu í lokaundirbúningi sínum fyrir mótið. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, varafyrirliði íslenska liðsins, sér það sjálf sem kost af Knattspyrnusambandið hafi breytt undirbúningi liðsins frá því á síðasta EM þegar þær voru miklu lengur heima á Íslandi. Sjálfur undirbúningurinn er ekkert mikið öðruvísi. „Þetta er mjög svipað hjá okkur og var á síðasta Evrópumóti,“ sagði Gunnhildur um hann en það var gott að geta þjappað hópnum saman úti. „Síðast vorum við á Íslandi alveg fram að móti og það var því kannski smá áreiti heima. Það var gott að geta komist aðeins þaðan, kúplað okkur út til að geta einbeitt okkur að okkur og liðinu,“ sagði Gunnhildur. Það er mikil spenna í hópnum og ekki minnkaði hún við að sjá stemmninguna í kringum leik Englands og Austurríkis á miðvikudagskvöldið. „Það var geggjað að sjá leikinn í gær. Það voru næstum því sjötíu þúsund manns á opnunarleiknum og það sýnir hversu langt kvennaknattspyrnan er komin,“ sagði Gunnhildur. Belgía er fyrsti mótherji íslenska liðsins og Gunnhildur Yrsa sér fram á það að íslensku hópurinn fari núna að velta sér meira upp úr því liði enda leikurinn á sunnudaginn. „Við fórum yfir Póllandsleikinn þannig að við værum smá að undirbúa okkur fyrir Belgaleikinn, hvað við gætum tekið úr þeim leik yfir í næsta leik. Hvað við gætum gert betur og hvernig Belgar myndu spila þetta? Við erum smá byrjaðar að pæla í því. Ég held að fullur undirbúningur fyrir Belgíu byrji í dag,“ sagði Gunnhildur þegar hún hitti blaðamann fyrir æfingu liðsins í gær.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Sjá meira