„Það eru bara örfáir lukkunnar pamfílar sem hafa ekki lent á vegg“ Elísabet Hanna skrifar 17. júlí 2022 13:30 Hljómsveitin FLOTT hefur verið að slá í gegn. Aðsend. Hljómsveitin FLOTT gaf nýlega frá sér lag sem ber heitið „Boltinn hjá mér“. Lagið er um kómísku hliðar stefnumótalífsins, er orkumikið og átti upphaflega ekki að vera gefið út. Hljómsveitin hefur vakið töluverða athygli síðustu mánuði frá því að lagið „Mér er drull“ kom fyrst út. Þær voru meðal flytjanda lokalags áramótaskaupsins um síðustu áramót og hafa komið víðs vegar fram. Blaðamaður Lífsins hafði samband við hljómsveitarmeðliminn Ragnhildi Veigarsdóttur og fékk að heyra meira um lagið: Hver er innblásturinn að laginu? Innblásturinn kemur úr lífi okkar og vinkvenna okkar. Flest sem hafa verið á lausu einhvern tímann ættu að þekkja þetta, en tilkoma samskiptamiðla hefur svo gert sum samskipti ennþá flóknari. Hafið þið upplifað það í ykkar ástarlífi? Það eru bara örfáir lukkunnar pamfílar sem hafa ekki lent á vegg, þurft að fara í gegnum óþolandi netsamskipti eða átt í samskiptaörðugleikum í tilhugalífinu. Þau munu ekki tengja við lagið og vera afar þakklát og glöð í hjartanu. Hvernig var ferlið? Hugmyndin að laginu var komin fyrir einhverju síðan. Bassinn í upprunalegu útgáfunni, sem Ragnhildur gerði, líktist mjög hjartslætti þannig að textinn varð um aðstæður þar sem hjartað slær kannski aðeins hraðar en venjulega. Lagið var svo notað í sýningunni VHS krefst virðingar, sem uppistandshópur Vigdísar, VHS, sýndi við góðar undirtektir í allan vetur. Það eru því rúmlega 3000 manns sem hafa nú þegar heyrt lagið í flutningi Vigdísar og Ragnhildar. Lagið átti nú ekki að fara neitt lengra en vegna fjölda fyrirspurna ákváðum við að gefa það út. Það er aðeins öðruvísi en hin FLOTT lögin. Hvaðan koma textarnir ykkar yfirleitt? Textarnir eru uppspuni, bara eins og skáldsögur. Það er auðvitað sannleikskorn í þeim öllum og hugmyndirnar spretta úr einhverju sem hefur komið fyrir okkur eða vinkonur okkar. Sum lögin fjalla samt bara um sammannlegar tilfinningar sem við höfum flest upplifað á einhverjum tímapunkti. Hvað er framundan? Við spilum út um allt í sumar! Það styttist í Bræðsluna, svo er það auðvitað Þjóðhátíð, Innipúkinn og annað skemmtilegt í ágúst. Tónlist Tengdar fréttir Stökkið: „Ég hef alltaf verið rosalega mikill Ameríkani og mér datt ekki í hug að prufa að búa á Íslandi“ Tónlistarkonan Ragnhildur Veigarsdóttir tók öfugt stökk og flutti til Íslands átján ára gömul eftir að hafa búið í Los Angeles nánast allt sitt líf. Í dag er hún í hljómsveitinni FLOTT sem vann á dögunum tvenn verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum. 11. apríl 2022 07:00 FLOTT sendir frá sér nýtt lag þar sem húmor og alvara lífsins mætast Stelpusveitin FLOTT sendir frá sér glænýjan smell á morgun, föstudag, og þurftu þær ekki að leita langt eftir titli á lagið sem heitir einfaldlega FLOTT, í höfuðið á hljómsveitinni. 3. febrúar 2022 13:31 FLOTT skrifar undir hjá Sony: „Við erum bara í skýjunum“ Hljómsveitin FLOTT hefur skrifað undir samning hjá útgáfufyrirtækinu Sony í Danmörku. Vigdís Hafliðadóttir, söngkona hljómsveitarinnar, segir hljómsveitarmeðlimi í skýjunum enda sé um mikla viðurkenningu að ræða. 31. janúar 2022 22:06 Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Sjá meira
Hljómsveitin hefur vakið töluverða athygli síðustu mánuði frá því að lagið „Mér er drull“ kom fyrst út. Þær voru meðal flytjanda lokalags áramótaskaupsins um síðustu áramót og hafa komið víðs vegar fram. Blaðamaður Lífsins hafði samband við hljómsveitarmeðliminn Ragnhildi Veigarsdóttur og fékk að heyra meira um lagið: Hver er innblásturinn að laginu? Innblásturinn kemur úr lífi okkar og vinkvenna okkar. Flest sem hafa verið á lausu einhvern tímann ættu að þekkja þetta, en tilkoma samskiptamiðla hefur svo gert sum samskipti ennþá flóknari. Hafið þið upplifað það í ykkar ástarlífi? Það eru bara örfáir lukkunnar pamfílar sem hafa ekki lent á vegg, þurft að fara í gegnum óþolandi netsamskipti eða átt í samskiptaörðugleikum í tilhugalífinu. Þau munu ekki tengja við lagið og vera afar þakklát og glöð í hjartanu. Hvernig var ferlið? Hugmyndin að laginu var komin fyrir einhverju síðan. Bassinn í upprunalegu útgáfunni, sem Ragnhildur gerði, líktist mjög hjartslætti þannig að textinn varð um aðstæður þar sem hjartað slær kannski aðeins hraðar en venjulega. Lagið var svo notað í sýningunni VHS krefst virðingar, sem uppistandshópur Vigdísar, VHS, sýndi við góðar undirtektir í allan vetur. Það eru því rúmlega 3000 manns sem hafa nú þegar heyrt lagið í flutningi Vigdísar og Ragnhildar. Lagið átti nú ekki að fara neitt lengra en vegna fjölda fyrirspurna ákváðum við að gefa það út. Það er aðeins öðruvísi en hin FLOTT lögin. Hvaðan koma textarnir ykkar yfirleitt? Textarnir eru uppspuni, bara eins og skáldsögur. Það er auðvitað sannleikskorn í þeim öllum og hugmyndirnar spretta úr einhverju sem hefur komið fyrir okkur eða vinkonur okkar. Sum lögin fjalla samt bara um sammannlegar tilfinningar sem við höfum flest upplifað á einhverjum tímapunkti. Hvað er framundan? Við spilum út um allt í sumar! Það styttist í Bræðsluna, svo er það auðvitað Þjóðhátíð, Innipúkinn og annað skemmtilegt í ágúst.
Tónlist Tengdar fréttir Stökkið: „Ég hef alltaf verið rosalega mikill Ameríkani og mér datt ekki í hug að prufa að búa á Íslandi“ Tónlistarkonan Ragnhildur Veigarsdóttir tók öfugt stökk og flutti til Íslands átján ára gömul eftir að hafa búið í Los Angeles nánast allt sitt líf. Í dag er hún í hljómsveitinni FLOTT sem vann á dögunum tvenn verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum. 11. apríl 2022 07:00 FLOTT sendir frá sér nýtt lag þar sem húmor og alvara lífsins mætast Stelpusveitin FLOTT sendir frá sér glænýjan smell á morgun, föstudag, og þurftu þær ekki að leita langt eftir titli á lagið sem heitir einfaldlega FLOTT, í höfuðið á hljómsveitinni. 3. febrúar 2022 13:31 FLOTT skrifar undir hjá Sony: „Við erum bara í skýjunum“ Hljómsveitin FLOTT hefur skrifað undir samning hjá útgáfufyrirtækinu Sony í Danmörku. Vigdís Hafliðadóttir, söngkona hljómsveitarinnar, segir hljómsveitarmeðlimi í skýjunum enda sé um mikla viðurkenningu að ræða. 31. janúar 2022 22:06 Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Sjá meira
Stökkið: „Ég hef alltaf verið rosalega mikill Ameríkani og mér datt ekki í hug að prufa að búa á Íslandi“ Tónlistarkonan Ragnhildur Veigarsdóttir tók öfugt stökk og flutti til Íslands átján ára gömul eftir að hafa búið í Los Angeles nánast allt sitt líf. Í dag er hún í hljómsveitinni FLOTT sem vann á dögunum tvenn verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum. 11. apríl 2022 07:00
FLOTT sendir frá sér nýtt lag þar sem húmor og alvara lífsins mætast Stelpusveitin FLOTT sendir frá sér glænýjan smell á morgun, föstudag, og þurftu þær ekki að leita langt eftir titli á lagið sem heitir einfaldlega FLOTT, í höfuðið á hljómsveitinni. 3. febrúar 2022 13:31
FLOTT skrifar undir hjá Sony: „Við erum bara í skýjunum“ Hljómsveitin FLOTT hefur skrifað undir samning hjá útgáfufyrirtækinu Sony í Danmörku. Vigdís Hafliðadóttir, söngkona hljómsveitarinnar, segir hljómsveitarmeðlimi í skýjunum enda sé um mikla viðurkenningu að ræða. 31. janúar 2022 22:06