Sandra Douglass Morgan sú fyrsta í sögunni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. júlí 2022 22:30 Sandra Douglass Morgan er forseti Las Vegas Raiders. NFL Sandra Douglass Morgan skráði sig á spjöld sögunnar er hún varð fyrsta svarta konan til að gegna stöðu forseta hjá NFL-liði. Las Vegas Raiders réð Söndru Douglass Morgan í stöðu forseta en frá þessu var greint í öllum helstu fjölmiðlum vestanhafs. Hún segir að ef hún geti verið fyrirmynd fyrir aðrar konur eða stelpur þá sé hún ánægð. „Ég hef áður verið fyrst. Ég vill allavega ekki vera sú síðasta og ég vil komast á það stig að það sé engin sem verður fyrst. Ég tek hatt minn ofan fyrir öllum þeim konum sem komu á undan mér. Ef ég get verið fyrirmynd og hjálpað að opna dyr fyrir aðrar konur eða stelpur þá væri það gríðarlegt afrek fyrir mig.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Raiders brýtur blað í sögunni en félagið gerði það einnig árið 1989 og svo árið 1997. Art Shell var ráðinn aðalþjálfari Raiders árið 1989 en hann varð þá fyrsti svarti maðurinn til að gegna starfi aðalþjálfara liðs í NFL-deildinni. Árið 1997 var Amy Trask ráðin framkvæmdastjóri félagsins en hún varð þar með fyrsta konan til að gegna því starfi. Nú, árið 2022, er komið að Morgan. Hún sagðist vita að NFL væri karllægur vinnustaður „en við þurfum að halda áfram að brjóta niður veggi.“ Sandra Douglass Morgan is breaking barriers as the first Black woman president in NFL history. pic.twitter.com/sBV9c4c6R2— NFL (@NFL) July 7, 2022 Mark Davis, eigandi Las Vegas Raiders, sagði að frá því hann hefði fyrst hitt Morgan þá vissi hann að þarna væri einstaklega öflugur einstaklingur á ferð. „Við erum heppin að hafa hana við stjórnvölin,“ sagði Davis um ráðningu Morgan. Las Vegas Raiders endaði í 5. sæti AFC-deildarinnar á síðustu leiktíð með 10 sigra og 7 sigra. Raiders tapaði svo fyrir Cincinnati Bengals í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur. NFL Tímamót Bandaríkin Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Sjá meira
Las Vegas Raiders réð Söndru Douglass Morgan í stöðu forseta en frá þessu var greint í öllum helstu fjölmiðlum vestanhafs. Hún segir að ef hún geti verið fyrirmynd fyrir aðrar konur eða stelpur þá sé hún ánægð. „Ég hef áður verið fyrst. Ég vill allavega ekki vera sú síðasta og ég vil komast á það stig að það sé engin sem verður fyrst. Ég tek hatt minn ofan fyrir öllum þeim konum sem komu á undan mér. Ef ég get verið fyrirmynd og hjálpað að opna dyr fyrir aðrar konur eða stelpur þá væri það gríðarlegt afrek fyrir mig.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Raiders brýtur blað í sögunni en félagið gerði það einnig árið 1989 og svo árið 1997. Art Shell var ráðinn aðalþjálfari Raiders árið 1989 en hann varð þá fyrsti svarti maðurinn til að gegna starfi aðalþjálfara liðs í NFL-deildinni. Árið 1997 var Amy Trask ráðin framkvæmdastjóri félagsins en hún varð þar með fyrsta konan til að gegna því starfi. Nú, árið 2022, er komið að Morgan. Hún sagðist vita að NFL væri karllægur vinnustaður „en við þurfum að halda áfram að brjóta niður veggi.“ Sandra Douglass Morgan is breaking barriers as the first Black woman president in NFL history. pic.twitter.com/sBV9c4c6R2— NFL (@NFL) July 7, 2022 Mark Davis, eigandi Las Vegas Raiders, sagði að frá því hann hefði fyrst hitt Morgan þá vissi hann að þarna væri einstaklega öflugur einstaklingur á ferð. „Við erum heppin að hafa hana við stjórnvölin,“ sagði Davis um ráðningu Morgan. Las Vegas Raiders endaði í 5. sæti AFC-deildarinnar á síðustu leiktíð með 10 sigra og 7 sigra. Raiders tapaði svo fyrir Cincinnati Bengals í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL Tímamót Bandaríkin Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Sjá meira