Hótelið er í raun fjögur hundruð ára gamall kastali og þótt að stelpurnar hafi aðsetur í nýjum uppgerðum hluta hans þá er upplifunin mikil að mæta fyrir utan þetta stóra mannvirki.
Íslensku fjölmiðlamennirnir fengu að heimsækja hótelið í dag þar sem boðið var upp á viðtöl við fjóra leikmenn liðsins í kastalagarðinum.
Drottningarnar okkar passa báru gistiaðstöðunni góða sögu og vonandi hefur þetta líka góð áhrif á þær í þeim krefjandi leikjum sem eru fram undan á mótinu.
Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var með vélina á lofti og myndaði EM-kastala stelpnanna okkar. Það má sjá myndasyrpu hans hér fyrir neðan.






