Flugvél flýgur í fyrsta sinn í sögunni á íslenskri raforku Kristján Már Unnarsson skrifar 8. júlí 2022 22:33 Rafmagnsflugneminn Matthías Sveinbjörnsson og flugkennarinn Rickard Carlsson hlaða rafgeyma flugvélarinnar eftir fyrstu reynsluflugin á Rangárvöllum í kvöld. KMU Fyrsta rafmagnsflugvél Íslendinga hóf sig til flugs í fyrsta sinn á Íslandi nú síðdegis frá flugvellinum á Hellu á Rangárvöllum. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem flugvél flaug á íslenskri orku en ekki innfluttu jarðefnaeldsneyti. Myndir frá fyrsta rafknúna fluginu mátti sjá í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2. Flugvélin undir stjórn sænska flugkennarans Rickards Carlsson hóf sig til flugs klukkan 17.26. Um borð var einnig Matthías Sveinbjörnsson, flugmaður hjá Icelandair og forseti Flugmálafélags Íslands, en hann er jafnframt með réttindi flugkennara. En þetta var ekki aðeins í fyrsta sinn sem menn sáu rafmagnsflugvél hefja sig til flugs og lenda á Íslandi. Á Helluflugvelli sáu menn í fyrsta sinn flugvél hlaðna með rafmagni að lokinni flugferð hérlendis en rafmagnið var leitt með kapli úr flugvallarhúsinu. Innflutt olía var því ekki sett á flugvélina heldur innlend raforka, væntanlega framleidd í virkjunum Landsvirkjunar á hálendinu. Rafmagnsflugvélin TF-KWH að lenda á Helluflugvelli. Í baksýn sést Búrfell en raforka flugvélarinnar gæti vel hafa komið úr orkuverum Þjórsársvæðis.Bjarni Einarsson Flugvélin er tveggja sæta af gerðinni Pipistrel. Hún flýgur á 170 kílómetra hraða og hefur, auk varaafls, fimmtíu mínútna flugþol, sem er algengasta lengd flugtíma í kennsluflugi. Um þrjátíu mínútur tekur að endurhlaða rafgeymana. Með þessu fyrsta reynsluflugi hófst þjálfun fjögurra flugkennara, sem í framhaldinu munu miðla reynslu sinni og þekkingu á rafmagnsflugi til flugnema hérlendis. Helstu flugskólar landsins eru einmitt í hópi þeirra fyrirtækja sem standa að komu flugvélarinnar til landsins. Rickard og Matthías lentir kampakátir eftir fyrsta reynsluflugið.Bjarni Einarsson Eftir lendingu úr fyrsta fluginu var Matthías Sveinbjörnsson, sem þaulvanur þotuflugmaður, spurður hvort mikill munur væri að fljúga í rafmagnsflugvél: „Þetta er allt annað líf. Þetta er svo einfalt. Einfalt og hljóðlátt og lítill hristingur. Það er bara allt dásamlegt við þetta.“ -Þannig að þetta er framtíðin? „Klárlega. Þetta er framtíðin, heldur betur. Núna fara í hönd skemmtilegir tímar. Þetta er bara upphafið að byltingu,“ svaraði Matthías. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Orkumál Orkuskipti Loftslagsmál Umhverfismál Rangárþing ytra Tengdar fréttir Þjálfun flugmanna að hefjast á fyrstu rafmagnsflugvél Íslands Fyrsta rafmagnsflugvél Íslands er komin með flughæfisskírteini og hefst þjálfun flugmanna á næstu dögum. Flugvélin var dregin út úr flugskýli á Reykjavíkurflugvelli síðdegis en stefnt er að því að æfinga- og reynsluflug verði frá flugvellinum á Hellu á Rangárvöllum. 4. júlí 2022 22:42 Flugvélin sem gæti orðið sú fyrsta rafknúna hjá Icelandair Ráðamenn Icelandair telja að vetnis- og rafmagnsflugvélar geti orðið raunhæfur kostur í innanlandsfluginu á fáum árum og hafa skrifað undir tvær viljayfirlýsingar við erlend fyrirtæki með það að markmiði að verða á meðal fyrstu flugfélaga heims til að gera innanlandsflug kolefnislaust. 14. júlí 2021 22:44 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Sjá meira
Myndir frá fyrsta rafknúna fluginu mátti sjá í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2. Flugvélin undir stjórn sænska flugkennarans Rickards Carlsson hóf sig til flugs klukkan 17.26. Um borð var einnig Matthías Sveinbjörnsson, flugmaður hjá Icelandair og forseti Flugmálafélags Íslands, en hann er jafnframt með réttindi flugkennara. En þetta var ekki aðeins í fyrsta sinn sem menn sáu rafmagnsflugvél hefja sig til flugs og lenda á Íslandi. Á Helluflugvelli sáu menn í fyrsta sinn flugvél hlaðna með rafmagni að lokinni flugferð hérlendis en rafmagnið var leitt með kapli úr flugvallarhúsinu. Innflutt olía var því ekki sett á flugvélina heldur innlend raforka, væntanlega framleidd í virkjunum Landsvirkjunar á hálendinu. Rafmagnsflugvélin TF-KWH að lenda á Helluflugvelli. Í baksýn sést Búrfell en raforka flugvélarinnar gæti vel hafa komið úr orkuverum Þjórsársvæðis.Bjarni Einarsson Flugvélin er tveggja sæta af gerðinni Pipistrel. Hún flýgur á 170 kílómetra hraða og hefur, auk varaafls, fimmtíu mínútna flugþol, sem er algengasta lengd flugtíma í kennsluflugi. Um þrjátíu mínútur tekur að endurhlaða rafgeymana. Með þessu fyrsta reynsluflugi hófst þjálfun fjögurra flugkennara, sem í framhaldinu munu miðla reynslu sinni og þekkingu á rafmagnsflugi til flugnema hérlendis. Helstu flugskólar landsins eru einmitt í hópi þeirra fyrirtækja sem standa að komu flugvélarinnar til landsins. Rickard og Matthías lentir kampakátir eftir fyrsta reynsluflugið.Bjarni Einarsson Eftir lendingu úr fyrsta fluginu var Matthías Sveinbjörnsson, sem þaulvanur þotuflugmaður, spurður hvort mikill munur væri að fljúga í rafmagnsflugvél: „Þetta er allt annað líf. Þetta er svo einfalt. Einfalt og hljóðlátt og lítill hristingur. Það er bara allt dásamlegt við þetta.“ -Þannig að þetta er framtíðin? „Klárlega. Þetta er framtíðin, heldur betur. Núna fara í hönd skemmtilegir tímar. Þetta er bara upphafið að byltingu,“ svaraði Matthías. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Orkumál Orkuskipti Loftslagsmál Umhverfismál Rangárþing ytra Tengdar fréttir Þjálfun flugmanna að hefjast á fyrstu rafmagnsflugvél Íslands Fyrsta rafmagnsflugvél Íslands er komin með flughæfisskírteini og hefst þjálfun flugmanna á næstu dögum. Flugvélin var dregin út úr flugskýli á Reykjavíkurflugvelli síðdegis en stefnt er að því að æfinga- og reynsluflug verði frá flugvellinum á Hellu á Rangárvöllum. 4. júlí 2022 22:42 Flugvélin sem gæti orðið sú fyrsta rafknúna hjá Icelandair Ráðamenn Icelandair telja að vetnis- og rafmagnsflugvélar geti orðið raunhæfur kostur í innanlandsfluginu á fáum árum og hafa skrifað undir tvær viljayfirlýsingar við erlend fyrirtæki með það að markmiði að verða á meðal fyrstu flugfélaga heims til að gera innanlandsflug kolefnislaust. 14. júlí 2021 22:44 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Sjá meira
Þjálfun flugmanna að hefjast á fyrstu rafmagnsflugvél Íslands Fyrsta rafmagnsflugvél Íslands er komin með flughæfisskírteini og hefst þjálfun flugmanna á næstu dögum. Flugvélin var dregin út úr flugskýli á Reykjavíkurflugvelli síðdegis en stefnt er að því að æfinga- og reynsluflug verði frá flugvellinum á Hellu á Rangárvöllum. 4. júlí 2022 22:42
Flugvélin sem gæti orðið sú fyrsta rafknúna hjá Icelandair Ráðamenn Icelandair telja að vetnis- og rafmagnsflugvélar geti orðið raunhæfur kostur í innanlandsfluginu á fáum árum og hafa skrifað undir tvær viljayfirlýsingar við erlend fyrirtæki með það að markmiði að verða á meðal fyrstu flugfélaga heims til að gera innanlandsflug kolefnislaust. 14. júlí 2021 22:44