Þá heyrum við í fréttamanni okkar sem staddur er í Manchester en stóra stundin rennur upp hjá stelpunum okkar í dag þegar þær mæta Belgum á Evrópumótinu. Eftirvæntingin er algjör og mikil stemning í íslenskum áhorfendum sem ætla að sækja völlinn.
Penny Mordaunt, viðskiptaráðherra Bretlands, hefur ákveðið að gefa kost á sér í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. Hún er talin líkleg til að hreppa embættið, en alls hafa níu gefið kost á sér sem vilja taka við af Boris Johnson fráfarandi leiðtoga.
Við fræðumst um deilu stærstu knattspyrnufélaga Evrópu við Knattspyrnusamband Evrópu, sem vill banna Ofurdeildina í fótbolta, greinum frá nýjustu vendingum í Úkraínu og skellum okkur á Símamótið í knattspyrnu sem klárast í dag.
Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu klukkan tólf.