Hollywood fréttir: Þórshamar neglir áhorfendur í sæti Heiðar Sumarliðason skrifar 10. júlí 2022 15:32 Natalie Portman og Chris Hemsworth í hlutverkum sínum. Nýjasta ofurhetjumynd Marvel, Thor: Love and Thunder, tók inn 69.5 milljónir dollara sl. föstudag, til viðbótar við þær 29.6 milljónir sem hún halaði inn í gegnum forsýningar fimmtudagskvöldsins. Flestir sérfræðingar telja að hún muni enda með 140-145 milljónir dollara í heildartekjur eftir helgina. Það er meira en Thor: Ragnarok, sem tók inn 122 milljónir dollara sína fyrstu sýningarhelgi í Bandaríkjunum árið 2017. Aðsóknin fór einnig vel af stað annars staðar og halaði hún inn 49 milljónir dollara í þeim 42 löndum sem hafa nú þegar tekið myndina til sýningar. Thor: Love and Thunder á því þriðju tekjuhæstu opnunarhelgina frá því að Covid-19 setti allt úr skorðum, á eftir Doctor Strange in the Multiverse of Madness (187.4 milljónir dollara) og Spiderman: No Way Home (260 milljónir dollara) Kvikmyndahúsaaðsókn hefur heldur betur tekið við sér og er hún í ár nú þegar 250% meiri en árið 2021, en þó 32% lægri en árið 2019. Þess má geta að aðsókn hefur aukist jafnt og þétt eftir því sem hefur liðið á árið og var hún yfir þjóðhátíðardagshelgi Bandaríkjamanna aðeins 15% lægri en árið 2019. Sacha Baron Cohen sigrar fyrrum þingframbjóðanda Fyrrum þingframbjóðandinn Roy Moore krafði leikarann Sacha Baron Cohen um 95 milljónir dollara í skaðabætur vegna atriðis í þáttaröð hans Who is America, frá árinu 2018. Undirréttur dæmi Cohen í hag en nú hefur hæstiréttur New York fylkis hafnað áfrýjun Moores. Repúblikaninn Moore var á þeim tíma sem viðtalið var tekið, að reyna að ná í laust þingsæti Jeff Sessions, sem lét af störfum eftir að hafa verið skipaður dómsmálaráðherra. Cohen tók viðtalið í gervi herforingjans Erran Morad, ísraelsks sérfræðings í hryðjuverkamálum. Cohen/Morad gantaðist þar með ásakanir á hendur Moore varðandi kynferðisárásir á stúlkur undir lögaldri og dró fram einskonar málmleitartæki sem hann sagði geta numið nærveru barnaníðinga. Þrátt fyrir að hafa skrifað undir samþykki fyrir viðtalinu, taldi Moore sig svikinn og að undirskrift hans hafi verið fengin á fölskum forsendum, þar sem hann vissi ekki að um Cohen væri að ræða. Moore segir að ósönn lýsing á honum sem kynferðisglæpamanni fyrir augum innlends og alþjóðlegs hóps sjónvarpsáhorfenda hafi valdið honum og fjölskyldu hans ómældri þjáningu, sem og skaðað orðstír hans og möguleika til tekjuöflunar. Moore sat áður í hæstarétti Alabama fylkis, en hann tapaði hins vegar kjörinu til þings og tók demókratinn Doug Jones sæti Sessions. Dómararnir þrír sem tóku áfrýjunina fyrir sögðu hinn augljóslega uppdiktaða barnaníðingsnema augljóslega grín og að engin sæmilega skynsöm manneskja tæki slíkt trúanlega. Moore er þó ekki að baki dottinn og ætlar að áfrýja á nýjan leik og sagði í yfirlýsingu sinni að bandaríska þjóðin hefði þolað skrípalæti Cohens of lengi og að stöðva þyrfti sviksamlega hegðun hans og lygar. The Terminal List stuðar gagnrýnendur Höfundur skáldsögunnar The Terminal List, sem ný þáttaröð Amazon Prime Video byggir á, er allt annað en sáttur með þá hræðilegu dóma gagnrýnenda sem þáttaröðin hefur fengið. Chris Pratt leikur aðalhlutverkið í The Terminal List. Skáldsöguna sendi höfundurinn Jack Carr frá sér árið 2018 en hann er fyrrum sérsveitarmaður úr bandaríska hernum. Hann var til viðtals hjá hinum hægri sinnaða Tucker Carlson á Fox News fréttastöðinni, sem benti á þá gjá sem er á milli einkunna gagnrýnenda og áhorfenda á þáttaröðina. Serían sem fjallar um sérsveitarmann í bandaríska sjóhernum, sem einn lifir af fyrirsát á sveit hans, er með 95% jákvæða dóma frá áhorfendum á Rotten Tomatoes, en aðeins 43% jákvæða frá gagnrýnendum. Carr svaraði því: Þetta kemur ekki á óvart út frá því hvernig ég skynja núverandi menningarástand í Bandaríkjunum og virðist þáttaröðin því hafa stuðað mjög marga af þessum gagnrýnendum. Það að sjá svo jákvæð viðbrögð áhorfenda gerir þetta þó allt þess virði. Hann segir þættina ekki hafa verið framleidda fyrir gagnrýnendur, heldur fyrir fólkið sem hefur verið í sporum aðalpersónunnar, hermennina sem fóru til Írak og Afganistan; svo að það fólk geti setið á sófanum heima hjá sér og séð eitthvað sem talar til þeirra. Jane Campion óttast afleiðingar færri áskrifenda hjá Netflix Nýsjálenski leikstjórinn Jane Campion hefur áhyggjur af viðbrögðum Netflix við því að áskrifendum á streymisveituna hefur tekið að fækka. Hún telur svörunina verða þá að streymisrisinn verði enn vandlátari þegar kemur að því að velja sér nýja samstarfsmenn. Það muni þýða að færri óþekktir listamenn fái tækifæri. Þrátt fyrir velgengni The Power of the Dog er The Piano enn langbesta mynd Campion. Campion gerði vestrann The Power of the Dog, sem fékk 12 Óskartilnefningar sl. vor, í samstarfi við Netflix. Hún telur nafntogaða listamenn á borð við hana sjálfa ekki þurfa að hafa áhyggjur. Það yrði sennilega ekki erfitt fyrir mig að fá Netflix til samstarfs, þar sem ég hef nú þegar komið á fót vinnusambandi við fyrirtækið og þau eru mjög trygg sínu fólki. Netflix tilkynnti nýlega að áskrifendum hefði fækkað um 200.000 á fyrsta ársfjórðungi og áætla að 2 milljónir áskrifenda til viðbótar hafi nú þegar yfirgefið stöðina á öðrum fjórðungi árs. Til að bregðast við þessu hefur streymisveitan farið í miklar aðhaldsaðgerðir og sagði nýlega upp 300 starfsmönnum. The Boys heldur velli í áhorfi The Boys frá Amazon Prime Video færði sig úr fjórða sæti upp í það annað á listanum yfir mest áhorf á þætti streymisveitanna en áhorfið á þáttaröðina minnkaði aðeins um 3% milli vikna og voru þeir spilaðir í samtals 919 milljón mínútur. The Boys er mjög vinsæl. Áhorf á þættina tvo sem í síðustu viku fengu meira áhorf, The Lincoln Lawyer og Obi-Wan Kenobi, minnkaði hins vegar um 29% milli vikna og stökk The Boys upp fyrir þá báða. Stranger Things frá Netflix heldur þó enn fast í toppsætið og er í algjörum sérflokki; horft var á þættina í 4,32 milljarða mínútna. Ný Marvel þáttaröð Disney+, Ms. Marvel, olli vonbrigðum með 249 milljón spilaðar mínútur, sem er hingað til minnsta áhorfið á Marvel seríu. T.d. var horft á Moon Knight, aðra þáttaröð um nýja Marvel persónu, í 418 milljón mínútur í mars s.l. Þar sem hver þáttur af Ms. Marvel er 50 mínútur þýðir það að aðeins 5 milljón manns horfðu á þættina í fyrstu vikunni. Eins og sakir standa ná þessar tölur aðeins yfir áhorf í Bandaríkjunum og tekur inn tölur frá Apple TV+, Disney+, HBO Max, Hulu, Netflix og Prime Video. Svona leit topp 10 listinn út fyrir 6-12. júní. 1. Stranger Things (Netflix), 4.23 milljarðir mínútna. 2. The Boys (Prime Video), 919 milljónir mínútna. 3. Keep Sweet: Pray and Obey (Netflix), 720 milljónir mínútna. 4. The Lincoln Lawyer (Netflix), 683 milljónir mínútna. 5. Obi-Wan Kenobi (Disney+), 682 milljónir mínútna. 6. Peaky Blinders (Netflix), 635 milljónir mínútna. 7. Ozark (Netflix), 568 milljónir mínútna. 8. Floor Is Lava (Netflix), 350 milljónir mínútna. 9. First Kill (Netflix), 331 milljónir mínútna. 10. Ms. Marvel (Disney+), 249 milljónir mínútna. Hollywood Bíó og sjónvarp Disney Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Flestir sérfræðingar telja að hún muni enda með 140-145 milljónir dollara í heildartekjur eftir helgina. Það er meira en Thor: Ragnarok, sem tók inn 122 milljónir dollara sína fyrstu sýningarhelgi í Bandaríkjunum árið 2017. Aðsóknin fór einnig vel af stað annars staðar og halaði hún inn 49 milljónir dollara í þeim 42 löndum sem hafa nú þegar tekið myndina til sýningar. Thor: Love and Thunder á því þriðju tekjuhæstu opnunarhelgina frá því að Covid-19 setti allt úr skorðum, á eftir Doctor Strange in the Multiverse of Madness (187.4 milljónir dollara) og Spiderman: No Way Home (260 milljónir dollara) Kvikmyndahúsaaðsókn hefur heldur betur tekið við sér og er hún í ár nú þegar 250% meiri en árið 2021, en þó 32% lægri en árið 2019. Þess má geta að aðsókn hefur aukist jafnt og þétt eftir því sem hefur liðið á árið og var hún yfir þjóðhátíðardagshelgi Bandaríkjamanna aðeins 15% lægri en árið 2019. Sacha Baron Cohen sigrar fyrrum þingframbjóðanda Fyrrum þingframbjóðandinn Roy Moore krafði leikarann Sacha Baron Cohen um 95 milljónir dollara í skaðabætur vegna atriðis í þáttaröð hans Who is America, frá árinu 2018. Undirréttur dæmi Cohen í hag en nú hefur hæstiréttur New York fylkis hafnað áfrýjun Moores. Repúblikaninn Moore var á þeim tíma sem viðtalið var tekið, að reyna að ná í laust þingsæti Jeff Sessions, sem lét af störfum eftir að hafa verið skipaður dómsmálaráðherra. Cohen tók viðtalið í gervi herforingjans Erran Morad, ísraelsks sérfræðings í hryðjuverkamálum. Cohen/Morad gantaðist þar með ásakanir á hendur Moore varðandi kynferðisárásir á stúlkur undir lögaldri og dró fram einskonar málmleitartæki sem hann sagði geta numið nærveru barnaníðinga. Þrátt fyrir að hafa skrifað undir samþykki fyrir viðtalinu, taldi Moore sig svikinn og að undirskrift hans hafi verið fengin á fölskum forsendum, þar sem hann vissi ekki að um Cohen væri að ræða. Moore segir að ósönn lýsing á honum sem kynferðisglæpamanni fyrir augum innlends og alþjóðlegs hóps sjónvarpsáhorfenda hafi valdið honum og fjölskyldu hans ómældri þjáningu, sem og skaðað orðstír hans og möguleika til tekjuöflunar. Moore sat áður í hæstarétti Alabama fylkis, en hann tapaði hins vegar kjörinu til þings og tók demókratinn Doug Jones sæti Sessions. Dómararnir þrír sem tóku áfrýjunina fyrir sögðu hinn augljóslega uppdiktaða barnaníðingsnema augljóslega grín og að engin sæmilega skynsöm manneskja tæki slíkt trúanlega. Moore er þó ekki að baki dottinn og ætlar að áfrýja á nýjan leik og sagði í yfirlýsingu sinni að bandaríska þjóðin hefði þolað skrípalæti Cohens of lengi og að stöðva þyrfti sviksamlega hegðun hans og lygar. The Terminal List stuðar gagnrýnendur Höfundur skáldsögunnar The Terminal List, sem ný þáttaröð Amazon Prime Video byggir á, er allt annað en sáttur með þá hræðilegu dóma gagnrýnenda sem þáttaröðin hefur fengið. Chris Pratt leikur aðalhlutverkið í The Terminal List. Skáldsöguna sendi höfundurinn Jack Carr frá sér árið 2018 en hann er fyrrum sérsveitarmaður úr bandaríska hernum. Hann var til viðtals hjá hinum hægri sinnaða Tucker Carlson á Fox News fréttastöðinni, sem benti á þá gjá sem er á milli einkunna gagnrýnenda og áhorfenda á þáttaröðina. Serían sem fjallar um sérsveitarmann í bandaríska sjóhernum, sem einn lifir af fyrirsát á sveit hans, er með 95% jákvæða dóma frá áhorfendum á Rotten Tomatoes, en aðeins 43% jákvæða frá gagnrýnendum. Carr svaraði því: Þetta kemur ekki á óvart út frá því hvernig ég skynja núverandi menningarástand í Bandaríkjunum og virðist þáttaröðin því hafa stuðað mjög marga af þessum gagnrýnendum. Það að sjá svo jákvæð viðbrögð áhorfenda gerir þetta þó allt þess virði. Hann segir þættina ekki hafa verið framleidda fyrir gagnrýnendur, heldur fyrir fólkið sem hefur verið í sporum aðalpersónunnar, hermennina sem fóru til Írak og Afganistan; svo að það fólk geti setið á sófanum heima hjá sér og séð eitthvað sem talar til þeirra. Jane Campion óttast afleiðingar færri áskrifenda hjá Netflix Nýsjálenski leikstjórinn Jane Campion hefur áhyggjur af viðbrögðum Netflix við því að áskrifendum á streymisveituna hefur tekið að fækka. Hún telur svörunina verða þá að streymisrisinn verði enn vandlátari þegar kemur að því að velja sér nýja samstarfsmenn. Það muni þýða að færri óþekktir listamenn fái tækifæri. Þrátt fyrir velgengni The Power of the Dog er The Piano enn langbesta mynd Campion. Campion gerði vestrann The Power of the Dog, sem fékk 12 Óskartilnefningar sl. vor, í samstarfi við Netflix. Hún telur nafntogaða listamenn á borð við hana sjálfa ekki þurfa að hafa áhyggjur. Það yrði sennilega ekki erfitt fyrir mig að fá Netflix til samstarfs, þar sem ég hef nú þegar komið á fót vinnusambandi við fyrirtækið og þau eru mjög trygg sínu fólki. Netflix tilkynnti nýlega að áskrifendum hefði fækkað um 200.000 á fyrsta ársfjórðungi og áætla að 2 milljónir áskrifenda til viðbótar hafi nú þegar yfirgefið stöðina á öðrum fjórðungi árs. Til að bregðast við þessu hefur streymisveitan farið í miklar aðhaldsaðgerðir og sagði nýlega upp 300 starfsmönnum. The Boys heldur velli í áhorfi The Boys frá Amazon Prime Video færði sig úr fjórða sæti upp í það annað á listanum yfir mest áhorf á þætti streymisveitanna en áhorfið á þáttaröðina minnkaði aðeins um 3% milli vikna og voru þeir spilaðir í samtals 919 milljón mínútur. The Boys er mjög vinsæl. Áhorf á þættina tvo sem í síðustu viku fengu meira áhorf, The Lincoln Lawyer og Obi-Wan Kenobi, minnkaði hins vegar um 29% milli vikna og stökk The Boys upp fyrir þá báða. Stranger Things frá Netflix heldur þó enn fast í toppsætið og er í algjörum sérflokki; horft var á þættina í 4,32 milljarða mínútna. Ný Marvel þáttaröð Disney+, Ms. Marvel, olli vonbrigðum með 249 milljón spilaðar mínútur, sem er hingað til minnsta áhorfið á Marvel seríu. T.d. var horft á Moon Knight, aðra þáttaröð um nýja Marvel persónu, í 418 milljón mínútur í mars s.l. Þar sem hver þáttur af Ms. Marvel er 50 mínútur þýðir það að aðeins 5 milljón manns horfðu á þættina í fyrstu vikunni. Eins og sakir standa ná þessar tölur aðeins yfir áhorf í Bandaríkjunum og tekur inn tölur frá Apple TV+, Disney+, HBO Max, Hulu, Netflix og Prime Video. Svona leit topp 10 listinn út fyrir 6-12. júní. 1. Stranger Things (Netflix), 4.23 milljarðir mínútna. 2. The Boys (Prime Video), 919 milljónir mínútna. 3. Keep Sweet: Pray and Obey (Netflix), 720 milljónir mínútna. 4. The Lincoln Lawyer (Netflix), 683 milljónir mínútna. 5. Obi-Wan Kenobi (Disney+), 682 milljónir mínútna. 6. Peaky Blinders (Netflix), 635 milljónir mínútna. 7. Ozark (Netflix), 568 milljónir mínútna. 8. Floor Is Lava (Netflix), 350 milljónir mínútna. 9. First Kill (Netflix), 331 milljónir mínútna. 10. Ms. Marvel (Disney+), 249 milljónir mínútna.
Hollywood Bíó og sjónvarp Disney Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira