Djokovic ætlar ekki að láta bólusetja sig og mun ekki keppa á Opna bandaríska Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. júlí 2022 08:31 Novak Djokovic verður ekki með Opna bandaríska (US Open). EPA-EFE/NEIL HALL Aðeins örfáum klukkustundum eftir að tryggja sér sinn fjórða Wimbledon-titil í röð tilkynnti Novak Djokovic að hann muni ekki keppa á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis þar sem hann ætlar ekki að láta bólusetja sig við kórónuveirunni. „Ég er ekki bólusettur og stefni ekki á að láta bólusetja mig,“ sagði Djokovic eftir sigurinn á Wimbledon á sunnudag. Sem stendur þurfa allir keppendur Opna bandaríska að vera bólusettir nema þeir fái undanþágu. Stutt er síðan Djokovic lenti í allskyns veseni í Ástralíu eftir að hafa mætt þangað óbólusettur. Þá sagðist Djokovic hafa fengið undanþágu en enginn kannaðist þó við að hafa gefið honum eina slíka og var honum á endanum vísað úr landi. „Ég held að undanþága sé ekki raunhæfur möguleiki,“ bætti hinn 35 ára gamli Serbi við á sunnudag. Sem stendur mun Djokovic heldur ekki fá að keppa í Ástralíu á næsta ári þar sem hann er óbólusettur. Kappinn viðurkenndi að hann vissi ekki hvenær hann myndi keppa næst. „Ég er í fríi. Ég mun bráðlega komast að því hvort ég sé að fara keppa á næstunni en næstu vikur mun ég taka því rólega þar sem undanfarnir mánuðir hafa verið virkilega krefjandi. Svo bíð ég eftir góðum fréttum frá Bandaríkjunum því ég vill spila þar. Ef það gerist ekki þá þarf ég að skoða dagskrána og sjá hvað gerist,“ sagði Novak að endingu. Hours after winning his fourth-straight title at Wimbledon, Novak Djokovic confirmed that he had no plans to receive the COVID-19 vaccination and, as a result, doesn't foresee himself playing in the US Open. https://t.co/0kmBzeKXpK— ESPN (@espn) July 11, 2022 Novak Djokovic er sem stendur í 3. sæti heimslistans en mun ekki klífa hann þökk sé sigrinum á Wimbledon þar sem engin stig voru gefin á mótinu vegna banns þess á keppendur frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi. Sem stendur verður Djokovic í 7. sæti á næsta heimslista og mun halda áfram að falla niður listann fari svo að hann missi af Opna bandaríska sem hefst þann 29. ágúst næstkomandi. Tennis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bandaríkin Serbía Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Í beinni: Venezia - Fiorentina | Mikilvægur Íslendingaslagur Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Dagskráin: Úrslitaleikur um sæti í Bónus deild karla Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Sjá meira
„Ég er ekki bólusettur og stefni ekki á að láta bólusetja mig,“ sagði Djokovic eftir sigurinn á Wimbledon á sunnudag. Sem stendur þurfa allir keppendur Opna bandaríska að vera bólusettir nema þeir fái undanþágu. Stutt er síðan Djokovic lenti í allskyns veseni í Ástralíu eftir að hafa mætt þangað óbólusettur. Þá sagðist Djokovic hafa fengið undanþágu en enginn kannaðist þó við að hafa gefið honum eina slíka og var honum á endanum vísað úr landi. „Ég held að undanþága sé ekki raunhæfur möguleiki,“ bætti hinn 35 ára gamli Serbi við á sunnudag. Sem stendur mun Djokovic heldur ekki fá að keppa í Ástralíu á næsta ári þar sem hann er óbólusettur. Kappinn viðurkenndi að hann vissi ekki hvenær hann myndi keppa næst. „Ég er í fríi. Ég mun bráðlega komast að því hvort ég sé að fara keppa á næstunni en næstu vikur mun ég taka því rólega þar sem undanfarnir mánuðir hafa verið virkilega krefjandi. Svo bíð ég eftir góðum fréttum frá Bandaríkjunum því ég vill spila þar. Ef það gerist ekki þá þarf ég að skoða dagskrána og sjá hvað gerist,“ sagði Novak að endingu. Hours after winning his fourth-straight title at Wimbledon, Novak Djokovic confirmed that he had no plans to receive the COVID-19 vaccination and, as a result, doesn't foresee himself playing in the US Open. https://t.co/0kmBzeKXpK— ESPN (@espn) July 11, 2022 Novak Djokovic er sem stendur í 3. sæti heimslistans en mun ekki klífa hann þökk sé sigrinum á Wimbledon þar sem engin stig voru gefin á mótinu vegna banns þess á keppendur frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi. Sem stendur verður Djokovic í 7. sæti á næsta heimslista og mun halda áfram að falla niður listann fari svo að hann missi af Opna bandaríska sem hefst þann 29. ágúst næstkomandi.
Tennis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bandaríkin Serbía Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Í beinni: Venezia - Fiorentina | Mikilvægur Íslendingaslagur Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Dagskráin: Úrslitaleikur um sæti í Bónus deild karla Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn