Konur með um 86 prósent af heildarlaunum karla Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. júlí 2022 19:00 Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, formaður Kjaratölfræðinefndar. vísir Konur sem vinna fulla vinnu eru með um 86 prósent af heildarlaunum karla, en launamunurinn er mestur hjá ríkinu. Grunntímakaup hefur hækkað töluvert á þremur árum, eða um tæp 23 prósent. Þetta kemur fram í vorskýrslu Kjaratölfræðinefndar sem kynnt var í morgun. Í skýrslunni er fjallað um þróun efnahagsmála og launa frá apríl árið 2019 til janúar á þessu ári. Helstu niðurstöður eru þær að fjárhagsstaða heimilanna er óvenjusterk og tekjur háar í alþjóðlegum samanburði. Laun kvenna hafa í flestum tilfellum hækkað meira en karla. Það skýrist af því að áhersla hefur verið lögð á að hækka lægstu launin og konur líklegri til að hafa lág laun. „En ef við skoðum grunnlaunin t.d. þá er ekkert ýkja mikill munur á grunnlaunum karla og kvenna en það eykst þegar við förum að skoða heildarlaunin. Konur eru með um 86 prósent af heildarlaunum karla og þá erum við að tala um fullvinnandi einstaklinga,“ sagði Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, formaður Kjaratölfræðinefndar. Minnstur launamunur hjá Reykjavíkurborg Launamunur kynjanna er mestur hjá ríkinu. „Þar erum við komin með 85 prósent af launum karla en hann er töluvert minni hjá Reykjavíkurborg þar sem konur eru 5 prósent lægri en karlarnir. Þær eru með 95 prósent af heildarlaunum karla, hjá Reykjavíkurborg.“ Grunntímakaup hefur hækkað töluvert á kjarasamningstímabilinu, eða um tæp 23 prósent. Hækkunin er mest hjá Reykjavíkurborg eða um þrjátíu prósent. Hluti af skýringunni má rekja til breytingar á vinnutíma. „Vinnutímabreytingar geta verið að skýra alveg fjögur prósent af hækkuninni og meira í mörgum tilfellum líka.“ Samsetning heildarlauna.stöð2/grafík Þeir sem vinna fulla vinnu voru með að jafnaði 823 þúsund á mánuði árið 2021. „Töluvert mismunandi eftir því hvaða atvinnurekendur eiga í hlut. Það er lægra hjá sveitarfélögunum, í kringum 680 þúsund og hæst hjá ríkinu sem atvinnurekenda, 903 þúsund að jafnaði á mánuði.“ Vinnumarkaður Kjaramál Fjármál heimilisins Jafnréttismál Tengdar fréttir Fjárhagsstaða heimilanna óvenju sterk og tekjur háar í alþjóðlegum samanburði Fjárhagsstaða heimilanna er óvenju sterk og tekjur háar í alþjóðlegum samanburði, en grunntímakaup hefur hækkað um tæp 23 prósent á vinnumarkaði. 11. júlí 2022 12:49 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Sjá meira
Þetta kemur fram í vorskýrslu Kjaratölfræðinefndar sem kynnt var í morgun. Í skýrslunni er fjallað um þróun efnahagsmála og launa frá apríl árið 2019 til janúar á þessu ári. Helstu niðurstöður eru þær að fjárhagsstaða heimilanna er óvenjusterk og tekjur háar í alþjóðlegum samanburði. Laun kvenna hafa í flestum tilfellum hækkað meira en karla. Það skýrist af því að áhersla hefur verið lögð á að hækka lægstu launin og konur líklegri til að hafa lág laun. „En ef við skoðum grunnlaunin t.d. þá er ekkert ýkja mikill munur á grunnlaunum karla og kvenna en það eykst þegar við förum að skoða heildarlaunin. Konur eru með um 86 prósent af heildarlaunum karla og þá erum við að tala um fullvinnandi einstaklinga,“ sagði Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, formaður Kjaratölfræðinefndar. Minnstur launamunur hjá Reykjavíkurborg Launamunur kynjanna er mestur hjá ríkinu. „Þar erum við komin með 85 prósent af launum karla en hann er töluvert minni hjá Reykjavíkurborg þar sem konur eru 5 prósent lægri en karlarnir. Þær eru með 95 prósent af heildarlaunum karla, hjá Reykjavíkurborg.“ Grunntímakaup hefur hækkað töluvert á kjarasamningstímabilinu, eða um tæp 23 prósent. Hækkunin er mest hjá Reykjavíkurborg eða um þrjátíu prósent. Hluti af skýringunni má rekja til breytingar á vinnutíma. „Vinnutímabreytingar geta verið að skýra alveg fjögur prósent af hækkuninni og meira í mörgum tilfellum líka.“ Samsetning heildarlauna.stöð2/grafík Þeir sem vinna fulla vinnu voru með að jafnaði 823 þúsund á mánuði árið 2021. „Töluvert mismunandi eftir því hvaða atvinnurekendur eiga í hlut. Það er lægra hjá sveitarfélögunum, í kringum 680 þúsund og hæst hjá ríkinu sem atvinnurekenda, 903 þúsund að jafnaði á mánuði.“
Vinnumarkaður Kjaramál Fjármál heimilisins Jafnréttismál Tengdar fréttir Fjárhagsstaða heimilanna óvenju sterk og tekjur háar í alþjóðlegum samanburði Fjárhagsstaða heimilanna er óvenju sterk og tekjur háar í alþjóðlegum samanburði, en grunntímakaup hefur hækkað um tæp 23 prósent á vinnumarkaði. 11. júlí 2022 12:49 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Sjá meira
Fjárhagsstaða heimilanna óvenju sterk og tekjur háar í alþjóðlegum samanburði Fjárhagsstaða heimilanna er óvenju sterk og tekjur háar í alþjóðlegum samanburði, en grunntímakaup hefur hækkað um tæp 23 prósent á vinnumarkaði. 11. júlí 2022 12:49