Heimir um hugarfar Valsmanna: „Sá hlutur sem er að skaða okkur hvað mest“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. júlí 2022 10:01 Heimir vægast sagt ósáttur. Vísir/Tjörvi Týr Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, gat ekki leynt vonbrigðum sínum er hann ræddi við Gunnlaug Jónsson eftir 0-3 tap sinna manna á heimavelli gegn Keflavík í Bestu deild karla í fótbolta á mánudag. Hann sagði Valsmenn vera sjálfum sér verstir. Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, gat ekki leynt vonbrigðum sínum er hann ræddi við Gunnlaug Jónsson eftir 0-3 tap sinna manna á heimavelli gegn Keflavík í Bestu deild karla í fótbolta á mánudag. Hann sagði Valsmenn vera sjálfum sér verstir. Valur steinlá 0-3 í leik þar sem sigur hefði lyft liðinu upp í 3. sæti, aðeins tveimur stigum á eftir Víking í 2. sætinu. Sebastian Hedlund fékk hins vegar rautt spjald í fyrri hálfleik og eftir það sáu Valsmenn aldrei til sólar. „Alltaf vonbrigði að tapa á heimavelli, vorum sjálfum okkur verstir. Töluðum um það fyrir leikinn að vera með hugarfarið þyrfti að vera rétt í þessum leik, það var það ekki. Fyrstu 10-15 mínúturnar vorum við búnir að eiga sjö til mótherja að bara út af vellinum.“ „Svo hélt þetta áfram, þrátt fyrir það fengum við möguleika. Patrick (Pedersen) fékk dauðafæri til að koma okkur í 1-0 en það gengur ekki að vera þriðja hvern leik að vera spila manni færri alltaf,“ sagði Heimir um sín fyrstu viðbrögð eftir leik. Heimir þungt hugsi.Vísir/Tjörvi Týr Um rauða spjaldið „Ég sá það ekki en menn tala um að þetta hafi verið mögulega réttur dómur og ætla ekki að tjá mig um þetta fyrr en ég sé þetta. Ég held að miðað við hvernig menn tala að þetta hafi verið rétt.“ „Alls ekki, við fengum fullt af færum í þessum leik. Það vantaði bara betri hlaup inn í teig og meira hungur á síðasta þriðjung. Eins og er búið að vanta í allt sumar í flestum leikjum, að menn séu að ráðast á boltann.“ „Það var ekki fyrr en Frederik (Ihler, sem kom nýverið á láni frá AGF) kom inn í seinni hálfleik að þar kom leikmaður sem var að ráðast á boltann þegar fyrirgjafirnar voru að koma,“ sagði Heimir er hann var spurður hvort hann sæi eftir að hafa haldið sig við þriggja manna vörn eftir rauða spjaldið. „Ég sé ekki eftir því, það var 1-0 og að sjálfsögðu vildum við halda áfram. Við sýndum það að voru möguleikar í stöðunni, auðvitað vorum við líka opnir til baka en við lögðum allt í þetta.“ Bugaðir Valsmenn.Vísir/Tjörvi Týr Hvað finnst Heimi vanta? „Við erum bara, eins og í þessum leik þá skiptir engu máli í fótbolta við hverja þú ert að spila. Við spilum hér á þessum velli við Breiðablik þar sem menn mæta með þvílíkt hungur og vilja sýna að það sé hægt að vinna Breiðablik og það gengur eftir, mjög sanngjarnt að mínu mati.“ „Svo er þetta bara þanngi í fótbolta, ef þú ert ekki með sama hugarfarið gegn Breiðablik og Keflavík, Leikni Reykjavík og öllum liðum sem þú mætir þá lendir þú í vandræðum og við höfum lent í þeim vandræðum að þetta er sá hlutur sem er að skaða okkur hvað mest,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, að endingu. Klippa: Heimir um hugarfar Valsmanna: Sá hlutur sem er að skaða okkur hvað mest Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira
Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, gat ekki leynt vonbrigðum sínum er hann ræddi við Gunnlaug Jónsson eftir 0-3 tap sinna manna á heimavelli gegn Keflavík í Bestu deild karla í fótbolta á mánudag. Hann sagði Valsmenn vera sjálfum sér verstir. Valur steinlá 0-3 í leik þar sem sigur hefði lyft liðinu upp í 3. sæti, aðeins tveimur stigum á eftir Víking í 2. sætinu. Sebastian Hedlund fékk hins vegar rautt spjald í fyrri hálfleik og eftir það sáu Valsmenn aldrei til sólar. „Alltaf vonbrigði að tapa á heimavelli, vorum sjálfum okkur verstir. Töluðum um það fyrir leikinn að vera með hugarfarið þyrfti að vera rétt í þessum leik, það var það ekki. Fyrstu 10-15 mínúturnar vorum við búnir að eiga sjö til mótherja að bara út af vellinum.“ „Svo hélt þetta áfram, þrátt fyrir það fengum við möguleika. Patrick (Pedersen) fékk dauðafæri til að koma okkur í 1-0 en það gengur ekki að vera þriðja hvern leik að vera spila manni færri alltaf,“ sagði Heimir um sín fyrstu viðbrögð eftir leik. Heimir þungt hugsi.Vísir/Tjörvi Týr Um rauða spjaldið „Ég sá það ekki en menn tala um að þetta hafi verið mögulega réttur dómur og ætla ekki að tjá mig um þetta fyrr en ég sé þetta. Ég held að miðað við hvernig menn tala að þetta hafi verið rétt.“ „Alls ekki, við fengum fullt af færum í þessum leik. Það vantaði bara betri hlaup inn í teig og meira hungur á síðasta þriðjung. Eins og er búið að vanta í allt sumar í flestum leikjum, að menn séu að ráðast á boltann.“ „Það var ekki fyrr en Frederik (Ihler, sem kom nýverið á láni frá AGF) kom inn í seinni hálfleik að þar kom leikmaður sem var að ráðast á boltann þegar fyrirgjafirnar voru að koma,“ sagði Heimir er hann var spurður hvort hann sæi eftir að hafa haldið sig við þriggja manna vörn eftir rauða spjaldið. „Ég sé ekki eftir því, það var 1-0 og að sjálfsögðu vildum við halda áfram. Við sýndum það að voru möguleikar í stöðunni, auðvitað vorum við líka opnir til baka en við lögðum allt í þetta.“ Bugaðir Valsmenn.Vísir/Tjörvi Týr Hvað finnst Heimi vanta? „Við erum bara, eins og í þessum leik þá skiptir engu máli í fótbolta við hverja þú ert að spila. Við spilum hér á þessum velli við Breiðablik þar sem menn mæta með þvílíkt hungur og vilja sýna að það sé hægt að vinna Breiðablik og það gengur eftir, mjög sanngjarnt að mínu mati.“ „Svo er þetta bara þanngi í fótbolta, ef þú ert ekki með sama hugarfarið gegn Breiðablik og Keflavík, Leikni Reykjavík og öllum liðum sem þú mætir þá lendir þú í vandræðum og við höfum lent í þeim vandræðum að þetta er sá hlutur sem er að skaða okkur hvað mest,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, að endingu. Klippa: Heimir um hugarfar Valsmanna: Sá hlutur sem er að skaða okkur hvað mest Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira