Tuttugu ára gamall Innipúki snýr aftur eftir tveggja ára fjarveru Magnús Jochum Pálsson skrifar 13. júlí 2022 13:34 Innipúkinn var síðast haldinn 2019 en þá var margt um manninn eins og sjá má á þessari mynd. Innipúkinn/Brynjar Snær Tónlistarhátíðin Innipúkinn fagnar tuttugu ára afmæli um verslunarmannahelgina. Hætta þurfti við hátíðina síðastliðin tvö ár vegna Covid en listamenn og forsvarsmenn koma nú tvíefld til leiks. Fjöldi landsþekktra listamanna spilar á hátíðinni sem fer fram 29. til 31. júlí í Gamla bíó og á Röntgen. Innipúkinn hefur verið vinsæl tónlistarhátíð undanfarna áratugi fyrir þá sem vilja halda sig í höfuðborginni yfir verslunarmannahelgina. Nú á hátíðin tuttugu ára stórafmæli og það á að halda upp á það með pompi og prakt. Fjöldi landsþekktra tónlistarmanna kemur fram á hátíðinni í ár, þar á meðal Aron Can, Bríet, Reykjavíkurdætur, Emmsjé Gauti og Flóni auk fjölda annarra. Fjöldi landsþekktra tónlistarmanna kemur fram á Innipúkanum í ár.Innipúkinn/Brynjar Snær Löng fæðing að hátíðinni í ár Ásgeir Guðmundsson, einn skipuleggjanda Innipúkans, segist spenntur að halda hátíðina aftur eftir tveggja ára hlé vegna Covid. „Þetta er búið að vera löng fæðing að halda þessa hátíð loksins. Við þurftum að aflýsa henni með dags fyrirvara 2020 og fimm daga fyrirvara 2021 þannig maður er orðinn ryðgaður,“ sagði Ásgeir um aðdragandann að hátíðinni. Björn Jörundur og félagar hans í hljómsveitinni Nýdönsk koma ekki fram á hátíðinni í ár eins og þeir gerðu 2019. En hver veit nema Björn verði samt meðal tónleikagesta.Innipúkinn/Brynjar Snær „Þannig það verður bara helvíti skemmtilegt að koma hátíðinni aftur af stað.“ Aðaldagskrá Innipúkans er innandyra en Ásgeir segir að hátíðin fari að þessu sinni fram í Gamla bíó, á skemmtistaðnum Röntgen og á útisvæði við Ingólfsstræti. Útisvæðið verður opið öllum, á efri hæðinni á Röntgen verður lítið svið fyrir einyrkja og svo verður stóra sviðið í Gamla bíó fyrir stærri atriði. Tónleikadagskrá hátíðarinnar fer fram föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld, 29. - 31. júlí. Miðasala á hátíðina fer fram á Tix og gildir armband á hátíðina alla helgina. Einnig verður hægt að kaupa miða á stök kvöld hátíðarinnar. Tónlist Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Tónleikar á Íslandi Mest lesið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið VÆB bræður syngja einir á íslensku: Stílistinn sagði þeim að vera með sólgleraugu Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Sjá meira
Innipúkinn hefur verið vinsæl tónlistarhátíð undanfarna áratugi fyrir þá sem vilja halda sig í höfuðborginni yfir verslunarmannahelgina. Nú á hátíðin tuttugu ára stórafmæli og það á að halda upp á það með pompi og prakt. Fjöldi landsþekktra tónlistarmanna kemur fram á hátíðinni í ár, þar á meðal Aron Can, Bríet, Reykjavíkurdætur, Emmsjé Gauti og Flóni auk fjölda annarra. Fjöldi landsþekktra tónlistarmanna kemur fram á Innipúkanum í ár.Innipúkinn/Brynjar Snær Löng fæðing að hátíðinni í ár Ásgeir Guðmundsson, einn skipuleggjanda Innipúkans, segist spenntur að halda hátíðina aftur eftir tveggja ára hlé vegna Covid. „Þetta er búið að vera löng fæðing að halda þessa hátíð loksins. Við þurftum að aflýsa henni með dags fyrirvara 2020 og fimm daga fyrirvara 2021 þannig maður er orðinn ryðgaður,“ sagði Ásgeir um aðdragandann að hátíðinni. Björn Jörundur og félagar hans í hljómsveitinni Nýdönsk koma ekki fram á hátíðinni í ár eins og þeir gerðu 2019. En hver veit nema Björn verði samt meðal tónleikagesta.Innipúkinn/Brynjar Snær „Þannig það verður bara helvíti skemmtilegt að koma hátíðinni aftur af stað.“ Aðaldagskrá Innipúkans er innandyra en Ásgeir segir að hátíðin fari að þessu sinni fram í Gamla bíó, á skemmtistaðnum Röntgen og á útisvæði við Ingólfsstræti. Útisvæðið verður opið öllum, á efri hæðinni á Röntgen verður lítið svið fyrir einyrkja og svo verður stóra sviðið í Gamla bíó fyrir stærri atriði. Tónleikadagskrá hátíðarinnar fer fram föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld, 29. - 31. júlí. Miðasala á hátíðina fer fram á Tix og gildir armband á hátíðina alla helgina. Einnig verður hægt að kaupa miða á stök kvöld hátíðarinnar.
Tónlist Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Tónleikar á Íslandi Mest lesið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið VÆB bræður syngja einir á íslensku: Stílistinn sagði þeim að vera með sólgleraugu Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Sjá meira