Liverpool býður börnum sem mættu á úrslitaleikinn í París frítt á völlinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. júlí 2022 17:01 Stuðningsfólk Liverpool mátti þola ýmislegt áður en úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu hófst. Adam Davy/Getty Images Enska úrvalsdeildarfélgaið Liverpool mun bjóða börnum, og forráðamönnum þeirra, sem mættu á úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu að koma frítt á völlinn er liðið tekur á móti Strasbourg í vináttuleik á Anfield. Eins og frægt er orðið varð rúmlega hálftíma töf á úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu þar sem Liverpool laut í lægra haldi gegn Real Madrid. Upphaflega sagði UEFA að ástæðan fyrir töfinni væri sú að stuðningsmenn Liverpool hefðu ekki skilað sér á völlinn á réttum tíma. Síðar kom í ljós að stuðningsmenn liðsins voru fastir í löngum röðum og lögreglan í París endaði á því að beita táragasi á mannfjöldan. Joanne Anderson, borgarstjóri Liverpool-borgar, sagði síðar að franska lögreglan hafi „reynt að leita uppi vandræði.“ Nokkur fjöldi barna var á leiknum og eins og gefur að skilja gætu þessir atburðir í París haft slæm áhrif á það hvort þau treysti sér til að mæta aftur á völlinn. Knattspyrnufélagið sendi þeim sem áttu miða á leikinn bréf fyrr í vikunni með því markmiði að „styðja stuðningsmennina.“ Atburðirnir munu lengi lifa í minningunni af röngum ástæðum „Við gerum okkur fulla grein fyrir því hversu erfið þessi lífsreynsla hefur verið fyrir þá stuðningsmenn sem mættu á leikinn,“ stóð í bréfinu. „Þeir atburðir sem áttu sér stað á og í kringum Stade de France, fyrir og eftir upphafsflautið, munu lengi lifa í minningunni af röngum ástæðum. Félagið veit vel af því að meðal þeirra sem mættu á völlinn voru börn sem áttu svo slæma upplifun að það mun hafa áhrif á löngun þeirra til að mæta á leiki í framtíðinni. Við vitum að á úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu var með þér barn (undir 16 ára aldri) og því viljum við bjóða barninu, í fylgd með einum fullorðnum, að mæta á vináttuleik Liverpool og Strasbourg, sunnudaginn 31. júlí, á Anfield. Við vonum að með því að bjóða þér og barninu á Anfield muni það að einhverju leyti aðstoða ykkur í að finna sjálfstraust til að mæta á fótboltaleiki í framtíðinni, bæði heima og að heiman. Sem félag erum við hér til að styðja stuðningsmennina,“ sagði að lokum í bréfinu. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Biðst afsökunar á að hafa beitt táragasi á stuðningsmenn Liverpool Lögreglustjóri Parísar hefur beðist afsökunar á að táragasi hafi verið beitt á stuðningsfólk Liverpool fyrir leik liðsins gegn Real Madríd í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Leiknum lauk með 1-0 sigri Real. 9. júní 2022 14:31 UEFA biður Liverpool og Real Madrid afsökunar Tæpri viku eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar í París hefur knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, loks beðist afsökunar á þeirri óreiðu sem varð fyrir utan Stade de France leikvanginn. 3. júní 2022 19:30 Real Madrid stendur með Liverpool og krefst svara frá UEFA Meistaradeildarmeistarar Real Madrid hafa farið fram á svör frá Evrópska knattspyrnusambandinu vegna „raða óheppilegra atburða“ þegar úrslit Meistaradeildarinnar milli liðsins og Liverpool fór fram í París síðasta laugardag. 3. júní 2022 13:32 UEFA fyrirskipar rannsókn vegna atburðanna í París Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, tilkynnti í kvöld að sambandið myndi standa að sjálfstæðri og óháðri rannsókn á atburðum fyrir utan Stade de France-völlinn í París þegar Liverpool og Real Madríd áttust við úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á laugardagskvöld. 30. maí 2022 21:31 Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Enski boltinn Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Sport Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Íslenski boltinn Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Enski boltinn Adam Ægir á heimleið Íslenski boltinn Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Skaut kúlunni í rassinn á starfsmanni Golf Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Enski boltinn Fleiri fréttir Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Kristian lagði upp og Nökkvi snöggur að skora Skoraði sitt fyrsta mark til að tryggja stig gegn Bayern Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Ari og Arnór mættust á miðjunni Svaraði fyrir erfiðan landsleik og lagði upp mark í sætum sigri Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Adam Ægir á heimleið Mikael lagði upp sigurmark Venezia Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Landsliðsfyrirliðinn kom inn á í erfiðri stöðu Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Þremur mínútum frá mikilvægum sigri Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Sjá meira
Eins og frægt er orðið varð rúmlega hálftíma töf á úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu þar sem Liverpool laut í lægra haldi gegn Real Madrid. Upphaflega sagði UEFA að ástæðan fyrir töfinni væri sú að stuðningsmenn Liverpool hefðu ekki skilað sér á völlinn á réttum tíma. Síðar kom í ljós að stuðningsmenn liðsins voru fastir í löngum röðum og lögreglan í París endaði á því að beita táragasi á mannfjöldan. Joanne Anderson, borgarstjóri Liverpool-borgar, sagði síðar að franska lögreglan hafi „reynt að leita uppi vandræði.“ Nokkur fjöldi barna var á leiknum og eins og gefur að skilja gætu þessir atburðir í París haft slæm áhrif á það hvort þau treysti sér til að mæta aftur á völlinn. Knattspyrnufélagið sendi þeim sem áttu miða á leikinn bréf fyrr í vikunni með því markmiði að „styðja stuðningsmennina.“ Atburðirnir munu lengi lifa í minningunni af röngum ástæðum „Við gerum okkur fulla grein fyrir því hversu erfið þessi lífsreynsla hefur verið fyrir þá stuðningsmenn sem mættu á leikinn,“ stóð í bréfinu. „Þeir atburðir sem áttu sér stað á og í kringum Stade de France, fyrir og eftir upphafsflautið, munu lengi lifa í minningunni af röngum ástæðum. Félagið veit vel af því að meðal þeirra sem mættu á völlinn voru börn sem áttu svo slæma upplifun að það mun hafa áhrif á löngun þeirra til að mæta á leiki í framtíðinni. Við vitum að á úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu var með þér barn (undir 16 ára aldri) og því viljum við bjóða barninu, í fylgd með einum fullorðnum, að mæta á vináttuleik Liverpool og Strasbourg, sunnudaginn 31. júlí, á Anfield. Við vonum að með því að bjóða þér og barninu á Anfield muni það að einhverju leyti aðstoða ykkur í að finna sjálfstraust til að mæta á fótboltaleiki í framtíðinni, bæði heima og að heiman. Sem félag erum við hér til að styðja stuðningsmennina,“ sagði að lokum í bréfinu.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Biðst afsökunar á að hafa beitt táragasi á stuðningsmenn Liverpool Lögreglustjóri Parísar hefur beðist afsökunar á að táragasi hafi verið beitt á stuðningsfólk Liverpool fyrir leik liðsins gegn Real Madríd í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Leiknum lauk með 1-0 sigri Real. 9. júní 2022 14:31 UEFA biður Liverpool og Real Madrid afsökunar Tæpri viku eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar í París hefur knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, loks beðist afsökunar á þeirri óreiðu sem varð fyrir utan Stade de France leikvanginn. 3. júní 2022 19:30 Real Madrid stendur með Liverpool og krefst svara frá UEFA Meistaradeildarmeistarar Real Madrid hafa farið fram á svör frá Evrópska knattspyrnusambandinu vegna „raða óheppilegra atburða“ þegar úrslit Meistaradeildarinnar milli liðsins og Liverpool fór fram í París síðasta laugardag. 3. júní 2022 13:32 UEFA fyrirskipar rannsókn vegna atburðanna í París Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, tilkynnti í kvöld að sambandið myndi standa að sjálfstæðri og óháðri rannsókn á atburðum fyrir utan Stade de France-völlinn í París þegar Liverpool og Real Madríd áttust við úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á laugardagskvöld. 30. maí 2022 21:31 Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Enski boltinn Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Sport Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Íslenski boltinn Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Enski boltinn Adam Ægir á heimleið Íslenski boltinn Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Skaut kúlunni í rassinn á starfsmanni Golf Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Enski boltinn Fleiri fréttir Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Kristian lagði upp og Nökkvi snöggur að skora Skoraði sitt fyrsta mark til að tryggja stig gegn Bayern Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Ari og Arnór mættust á miðjunni Svaraði fyrir erfiðan landsleik og lagði upp mark í sætum sigri Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Adam Ægir á heimleið Mikael lagði upp sigurmark Venezia Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Landsliðsfyrirliðinn kom inn á í erfiðri stöðu Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Þremur mínútum frá mikilvægum sigri Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Sjá meira
Biðst afsökunar á að hafa beitt táragasi á stuðningsmenn Liverpool Lögreglustjóri Parísar hefur beðist afsökunar á að táragasi hafi verið beitt á stuðningsfólk Liverpool fyrir leik liðsins gegn Real Madríd í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Leiknum lauk með 1-0 sigri Real. 9. júní 2022 14:31
UEFA biður Liverpool og Real Madrid afsökunar Tæpri viku eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar í París hefur knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, loks beðist afsökunar á þeirri óreiðu sem varð fyrir utan Stade de France leikvanginn. 3. júní 2022 19:30
Real Madrid stendur með Liverpool og krefst svara frá UEFA Meistaradeildarmeistarar Real Madrid hafa farið fram á svör frá Evrópska knattspyrnusambandinu vegna „raða óheppilegra atburða“ þegar úrslit Meistaradeildarinnar milli liðsins og Liverpool fór fram í París síðasta laugardag. 3. júní 2022 13:32
UEFA fyrirskipar rannsókn vegna atburðanna í París Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, tilkynnti í kvöld að sambandið myndi standa að sjálfstæðri og óháðri rannsókn á atburðum fyrir utan Stade de France-völlinn í París þegar Liverpool og Real Madríd áttust við úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á laugardagskvöld. 30. maí 2022 21:31
Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti
Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti