Rooney tekur við starfniu af Hernan Losada sem var látinn taka pokann sinn hjá DC United í apríl en Chad Ashton hefur stýrt liðinu tímabundið síðustu mánuðina.
Þegar síðustu leiktíð lauk lét Rooney af störfum hjá enska C-deildarliðinu Derby County en enski landsliðsfyrirliðinn fyrrverandi hafði stýrt skútunni þar síðan árið 2020.
Hrútarnir féllu niður í C-deild í vor undir stjórn Rooney en 17 ára stjórnartíð hans einkenndist af miklum fjárhagsörðugleikum hjá félaginu.
OFFICIAL: Wayne Rooney returns to D.C. United as head coach pic.twitter.com/S6JZsaM5h6
— B/R Football (@brfootball) July 12, 2022
Rooney lék þar áður síðustu árin á leikmannaferli sínum með DC United árin 2018 og 2019. Það verður verk að vinna hjá Rooney í Washington en liðið er næstneðst í Austurdeild MLS-deildarinnar með 17 stig eftir jafn marga leiki.
DC United fékk 7-0 skell í síðasta deildarleik sínum sem var á móti Philadelphia Union.
Delighted to be back at @dcunited, this time as manager. Looking forward to getting started. #DCU pic.twitter.com/oChKaRhOH6
— Wayne Rooney (@WayneRooney) July 12, 2022