Vilja lífrænar jólaskreytingar á leiðin í kirkjugörðum Reykjavíkur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. júlí 2022 20:04 Kári Aðalsteinsson, garðyrkjustjóri Kirkjugarða Reykjavíkur og Helena Sif með lífrænar jólaskreytingar eins og þau vilja sjá á leiðum um næstu jól. Magnús Hlynur Hreiðarsson Starfsmenn kirkjugarð Reykjavíkur eru farnir að huga að jólaskreytingum á leiðin fyrir næstu jól því þeir vilja að aðstandendur komi með lífrænar jólaskreytingar með eplum og appelsínum á leiðin. Þeir hafa búið til nokkrar þannig prufu skreytingar. Starfsfólk kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma hefur fengið sig fullsadda af þeim jólaskreytingum, sem aðstandendur hafa komið með á leiði síns fólks í gegnum árin því það er svo mikið af kúlum, seríum, vírum og fleiru á skreytingunum, sem starfsmennirnir þurfa alltaf að klippa af eftir jólin og flokka með tilheyrandi vinnu og kostnaði fyrir kirkjugarðana. Nú vilja þeir umbreyta öllu og biðja fólk hér eftir að koma með lífrænar jólaskreytingar eins og Helena verkstjóri í Gufuneskirkjugarði hefur verið að búa til. Á milli 15 og 20 þúsund leiði eru í garðinum. „Við erum svona aðeins að reyna að undirbúa jólin og hvetja fólk til að búa til lífrænar jólaskreytingar. Þetta er bara mjög einfalt, epli og appelsína, Hörborði og voða fallegt,“ segir Helena Sif Þorgeirsdóttir, verkstjóri í Gufuneskirkjugarði. Hún segir mjög dýrt fyrir kirkjugarðana að farga jólaskreytingum af leiðum eftir hver jól. „Já, þetta er mest megnis plast og vír, sem er á þessum greinum. Þetta þurfum við allt að flokka og senda frá okkur í Sorpu og það er bara orðið ofboðslega dýrt og þetta tekur ofboðslega langan tíma, tíma sem við gætum annars notað í að hirða leiðin og hirða garðinn,“ segir Helena. næstu jól. Helena Sif hefur verið að prófa nokkrar mismunandi útgáfur af skreytingunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Helena segir líka mjög leiðinlegt að sjá hvernig fólk hunsar merkingar í kirkjugarðinum, þar sem stendur til dæms að bara megi fara lífrænt ofan í, eru fullt af ruslapokum og öðru plasti, sem má alls ekki fara í "Fólk er mjög óduglegt að hjálpa okkur við að flokka.“ Helena er ánægð með hvernig lífrænu jólaskreytingarnar koma út á leiðunum. „Þetta kemur bara virkilega vel út og svona vil ég að þetta verði um næstu jól. Ég er viss um að fólk hlustar og fer eftir þessum tilmælum okkar,“ segir Helena að síðustu. Hörborði, epli, appelsína og mandarína á greina er það sem starfsfólk kirkjugarðanna vill sjá á leiðum kirkjugarða Reykjavíkur framvegis um jólin.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjavík Kirkjugarðar Jól Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Sjá meira
Starfsfólk kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma hefur fengið sig fullsadda af þeim jólaskreytingum, sem aðstandendur hafa komið með á leiði síns fólks í gegnum árin því það er svo mikið af kúlum, seríum, vírum og fleiru á skreytingunum, sem starfsmennirnir þurfa alltaf að klippa af eftir jólin og flokka með tilheyrandi vinnu og kostnaði fyrir kirkjugarðana. Nú vilja þeir umbreyta öllu og biðja fólk hér eftir að koma með lífrænar jólaskreytingar eins og Helena verkstjóri í Gufuneskirkjugarði hefur verið að búa til. Á milli 15 og 20 þúsund leiði eru í garðinum. „Við erum svona aðeins að reyna að undirbúa jólin og hvetja fólk til að búa til lífrænar jólaskreytingar. Þetta er bara mjög einfalt, epli og appelsína, Hörborði og voða fallegt,“ segir Helena Sif Þorgeirsdóttir, verkstjóri í Gufuneskirkjugarði. Hún segir mjög dýrt fyrir kirkjugarðana að farga jólaskreytingum af leiðum eftir hver jól. „Já, þetta er mest megnis plast og vír, sem er á þessum greinum. Þetta þurfum við allt að flokka og senda frá okkur í Sorpu og það er bara orðið ofboðslega dýrt og þetta tekur ofboðslega langan tíma, tíma sem við gætum annars notað í að hirða leiðin og hirða garðinn,“ segir Helena. næstu jól. Helena Sif hefur verið að prófa nokkrar mismunandi útgáfur af skreytingunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Helena segir líka mjög leiðinlegt að sjá hvernig fólk hunsar merkingar í kirkjugarðinum, þar sem stendur til dæms að bara megi fara lífrænt ofan í, eru fullt af ruslapokum og öðru plasti, sem má alls ekki fara í "Fólk er mjög óduglegt að hjálpa okkur við að flokka.“ Helena er ánægð með hvernig lífrænu jólaskreytingarnar koma út á leiðunum. „Þetta kemur bara virkilega vel út og svona vil ég að þetta verði um næstu jól. Ég er viss um að fólk hlustar og fer eftir þessum tilmælum okkar,“ segir Helena að síðustu. Hörborði, epli, appelsína og mandarína á greina er það sem starfsfólk kirkjugarðanna vill sjá á leiðum kirkjugarða Reykjavíkur framvegis um jólin.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjavík Kirkjugarðar Jól Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Sjá meira