Það hefur verið erfitt að halda markvörðum liðsins heilum á æfingum úti í Crewe og bæði Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Telma Ívarsdóttir hafa meiðst.
Íris Dögg er 32 ára gömul og hefur varið mark Þróttar undanfarin tvö tímabil en þar á undan lék hún með Breiðabliki, Aftureldingu, Gróttu, Haukum. Fylki, FH og KR.
Ísland átti flestar mömmur í sínu liði á Evrópumótinu í ár og forskotið jókst bara með þessari skiptingu.
Hinar mæðurnar í hópnum eru þær Sara Björk Gunnarsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Sif Atladóttir, Elísa Viðarsdóttir og Sandra Sigurðardóttir.
Sif er auðvitað að mæta á sitt annað Evrópumót í röð eftir að hafa eignast barn fyrir mótið.
