Haturssíður með hýsingu á Íslandi Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 15. júlí 2022 16:00 Nýlega bárust fréttir þess efnis að vefsíða sem gerir stofnanir Gyðinga í Massachusetts að skotmörkum er hýst hér á landi. Vefsíðan er verkefni samtaka sem berjast fyrir sniðgöngu gegn Ísraelsríki. Framtakið hefur reyndar valdið sundrung innan raða samtakanna og hefur ákveðinn hluti þeirra lýst yfir vanþóknun sinni á verkefninu. Íslenskur hýsingaraðili síðunnar kallar sig 1984 og kveðst ganga fram í nafni tjáningarfrelsis. Í sjálfu sér er gott og blessað að standa vörð um tjáningarfrelsið, en það ber að athuga að sum tjáning gengur út fyrir mörk þess. Beinar hótanir, hatursorðræða, ærumeiðingar og meinsæri eru allt dæmi um tjáningu sem er réttilega óheimil samkvæmt lögum. Þetta er raunar ekki í fyrsta sinn sem íslenskt hýsingarfyrirtæki er staðið að því að hýsa Gyðingahatur og viðlíka ófögnuð. Íslenska fyrirtækið Orangewebsite hýsir til dæmis nokkrar mjög vafasamar síður og íslensk yfirvöld hafa hingað til lítið sem ekkert aðhafst í því máli. Það er löngu orðið ljóst að yfirvöld þurfa að herða verulega tökin á þeim vefsíðum sem eru hýstar hér á landi. Nýstofnaður starfshópur um hatursorðræðu á Íslandi mun vonandi ná sáttum um aðgerðir gegn slíkum síðum og aðilunum sem hýsa þær, en því miður mun ekki verða af þeim fyrr en í fyrsta lagi næsta haust. Höfundur er meðlimur starfsstjórnar MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Kynþáttafordómar Bandaríkin Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Nýlega bárust fréttir þess efnis að vefsíða sem gerir stofnanir Gyðinga í Massachusetts að skotmörkum er hýst hér á landi. Vefsíðan er verkefni samtaka sem berjast fyrir sniðgöngu gegn Ísraelsríki. Framtakið hefur reyndar valdið sundrung innan raða samtakanna og hefur ákveðinn hluti þeirra lýst yfir vanþóknun sinni á verkefninu. Íslenskur hýsingaraðili síðunnar kallar sig 1984 og kveðst ganga fram í nafni tjáningarfrelsis. Í sjálfu sér er gott og blessað að standa vörð um tjáningarfrelsið, en það ber að athuga að sum tjáning gengur út fyrir mörk þess. Beinar hótanir, hatursorðræða, ærumeiðingar og meinsæri eru allt dæmi um tjáningu sem er réttilega óheimil samkvæmt lögum. Þetta er raunar ekki í fyrsta sinn sem íslenskt hýsingarfyrirtæki er staðið að því að hýsa Gyðingahatur og viðlíka ófögnuð. Íslenska fyrirtækið Orangewebsite hýsir til dæmis nokkrar mjög vafasamar síður og íslensk yfirvöld hafa hingað til lítið sem ekkert aðhafst í því máli. Það er löngu orðið ljóst að yfirvöld þurfa að herða verulega tökin á þeim vefsíðum sem eru hýstar hér á landi. Nýstofnaður starfshópur um hatursorðræðu á Íslandi mun vonandi ná sáttum um aðgerðir gegn slíkum síðum og aðilunum sem hýsa þær, en því miður mun ekki verða af þeim fyrr en í fyrsta lagi næsta haust. Höfundur er meðlimur starfsstjórnar MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar