
Xavi má ekki ferðast til Bandaríkjanna. Var hann mættur með liðinu á flugvöllinn í Barcelona en fékk ekki að fara um borð því hann fær ekki landvistarleyfi í Bandaríkjunum vegna þess hve ítrekað hann hefur heimsótt Íran síðustu ár.
Xavi var bæði leikmaður og knattspyrnustjóri Al Sadd í Katar árin 2015-2021 og ferðaðist oft með liðinu til nágrannana í Íran til að spila knattspyrnuleiki.
Samskipti Írana og Bandaríkjamanna hafa verið stirð allt frá árinu 1979. Bandarískum ríkisborgurum er ekki ráðlagt að ferðast til Íran og allir þeir sem hafa dvalið í Íran og hafa ekki bandarískt vegabréf mega ekki ferðast til Bandaríkjanna án þess að fá til þess sérstakt leyfi. Því verður Xavi að verða eftir heima á Spáni.
Frenkie de Jong í hóp en ekki þeir fimm leikmenn sem eru á leið frá Barcelona
Helsta skotmark Manchester United í sumar, hinn hollenski Frenkie de Jong er hins vegar í leikmannahópnum.
Joan Laporta, forseti Barcelona, hafði áður gefið út þegar félagið var að kynna Raphinha til leiks að Barcelona þyrfti ekki að selja Hollendinginn til að leysa fjárhagskrísu sína. Framtíð Frenkie de Jong væri í höndum knattspyrnustjórans Xavi, ef Xavi vildi hafa þann hollenska í hóp liðsins fyrir komandi tímabil.
Fimm leikmenn voru hins vegar ekki valdir í æfingarhópinn sem gefur til kynna að þeir séu á leiðinni í burtu frá Barcelona. Það eru þeir Martin Braithwaite, Samuel Umtiti, Neto, Riqui Puig og Oscar Mingueza.
Official: Barcelona manager Xavi has left out of the squad for US tour the following players. ❌🔵🔴 #FCB
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 16, 2022
▫️ Martin Braithwaite
▫️ Oscar Mingueza
▫️ Samuel Umtiti
▫️ Riqui Puig
▫️ Neto
Barça want them to leave as soon as possible.
𝐂𝐎𝐍𝐕𝐎𝐂𝐀𝐓𝐎𝐑𝐈𝐀
— FC Barcelona (@FCBarcelona_es) July 16, 2022
Gira Estados Unidos 🇺🇸 pic.twitter.com/prpkGag56g