Ísland mætir Frakklandi á morgun í lokaleik sínum í D-riðli á EM í Englandi en þar mun koma í ljós hvort íslensku stelpurnar komast í átta liða úrslitin eða hvort þær séu á leiðinni heim.
Íslenska liðið er enn taplaust á mótinu en liðið gerði 1-1 jafntefli við bæði Belgíu og Ítalíu í leikjum sínum til þessa. Tveir fyrstu leikir íslenska liðsins fóru fram í Manchester en nú færa þær sig yfir til Rotherham þar sem þær frönsku hafa spilað alla sína leiki.
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari og Glódís Perla Viggósdóttir, mættu á blaðamannafund í dag í tengslum við æfingu liðsins á New York Stadium í Rotherham. Á fundinum ræddu þau leikinn mikilvæga á morgun.
Það má sjá allan blaðamannafundinn hér fyrir neðan.