„Það var bara gaman að koma inná. Mér fannst þetta fínn leikur og bara svekkjandi að komast ekki upp úr riðlinum. Mér fannst við alveg eiga góðan leik. 1-1 á móti Frökkum er bara mjög gott og taplausar í gegnum mótið. Ég held ég hafi lært mjög mikið af því að hafa farið með á þetta mót,“ sagði Amanda.
Spurð að því hvort hún hafi verið stressuð þegar kallið kom frá Steina þjálfara svaraði Amanda, „nei nei bara gaman að koma inná“ og brosti.
Íslenska liðið skoraði jöfnunarmark úr vítaspyrnu og líkt og Amanda nefnir fóru þær taplausar í gegnum mótið en duttu þó út. Hún segir bæði liðið og sig geta tekið margt gott með sér af mótinu.
„Við vildum alltaf vinna en jú [þetta jöfnunarmark] gefur okkur helling. Ég tek bara það að fara á fyrsta stórmótið og fá nokkrar mínútur. Bara gaman,“ sagði Amanda að lokum.