Enn óvíst hvort þjálfari Englands fær að vera á stórleiknum í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 20. júlí 2022 09:31 Sarina Wiegman vonast til að geta glaðst með leikmönnum í kvöld með sigri á Spánverjum, laus úr einangrun. Getty/Catherine Ivill Átta liða úrslitin á EM kvenna í fótbolta hefjast í kvöld og það með stórleik því heimakonur í Englandi mæta þá Spánverjum í Brighton. Enn ríkir óvissa um það hvort að Sarina Wiegman, hinn hollenski þjálfari enska landsliðsins, fær að stýra liðinu af hliðarlínunni í kvöld eftir að hún greindist með kórónuveirusmit. Wiegman missti af sigrinum gegn Norður-Írlandi á föstudaginn en BBC hefur eftir henni að hún sé núna orðin hress og vonist til að ná leiknum í kvöld. „Já, ég er auðvitað vongóð en við verðum að sjá til. Mér líður vel en við verðum samt að bíða. Við vitum líka að ef ég get ekki verið þarna þá verð ég samt með þeim á annan hátt,“ sagði Wiegman. Hún hefur verið í samskiptum við starfslið sitt í gegnum síma og tölvu, og hefur fylgst með æfingum úr fjarlægð með grímu fyrir vitum sínum. Aðstoðarþjálfarinn Arjan Veurink stýrði enska liðinu gegn Norður-Írlandi. „Við vorum í sambandi allan tímann,“ sagði Wiegman og bætti við: „Ég horfði auðvitað á leikinn og við vorum tengd allan tímann svo að ef þess þarf aftur þá gerum við þetta þannig. Það er nóg af svæði á hótelinu fyrir mig svo ég hef getað fengið ferskt loft, farið í göngutúra og fundað með starfsliðinu. Það er samt auðvitað mikið betra að geta gert það saman og ekki í gegnum fjarfundabúnað,“ sagði Wiegman en fjarvera hennar í síðasta leik virtist ekki hafa mikil áhrif. Wiegman segir enska hópinn undirbúinn fyrir allt, þar á meðal kórónuveirusmit. Í gærmorgun greindist markvörðurinn Hannah Hampton með smit og áður hafði varnarmaðurinn Lotte Wubben-Moy misst af 8-0 sigrinum gegn Noregi vegna smits. Kórónuveiran hefur sett strik í reikninginn hjá fleiri liðum en stærstur var skellurinn fyrir Hollendinga sem misstu út markamaskínuna Vivianne Miedema í síðustu tveimur leikjum riðlakeppninnar vegna smits. Holland mætir Frakklandi í 8-liða úrslitunum á laugardag. Átta liða úrslitin á EM: Miðvikudagur: England - Spánn kl. 19 Fimmtudagur: Þýskaland - Austurríki kl. 19 Föstudagur: Svíþjóð - Belgía kl. 19 Laugardagur: Frakkland - Holland kl. 19 EM 2022 í Englandi Fótbolti Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Sjá meira
Enn ríkir óvissa um það hvort að Sarina Wiegman, hinn hollenski þjálfari enska landsliðsins, fær að stýra liðinu af hliðarlínunni í kvöld eftir að hún greindist með kórónuveirusmit. Wiegman missti af sigrinum gegn Norður-Írlandi á föstudaginn en BBC hefur eftir henni að hún sé núna orðin hress og vonist til að ná leiknum í kvöld. „Já, ég er auðvitað vongóð en við verðum að sjá til. Mér líður vel en við verðum samt að bíða. Við vitum líka að ef ég get ekki verið þarna þá verð ég samt með þeim á annan hátt,“ sagði Wiegman. Hún hefur verið í samskiptum við starfslið sitt í gegnum síma og tölvu, og hefur fylgst með æfingum úr fjarlægð með grímu fyrir vitum sínum. Aðstoðarþjálfarinn Arjan Veurink stýrði enska liðinu gegn Norður-Írlandi. „Við vorum í sambandi allan tímann,“ sagði Wiegman og bætti við: „Ég horfði auðvitað á leikinn og við vorum tengd allan tímann svo að ef þess þarf aftur þá gerum við þetta þannig. Það er nóg af svæði á hótelinu fyrir mig svo ég hef getað fengið ferskt loft, farið í göngutúra og fundað með starfsliðinu. Það er samt auðvitað mikið betra að geta gert það saman og ekki í gegnum fjarfundabúnað,“ sagði Wiegman en fjarvera hennar í síðasta leik virtist ekki hafa mikil áhrif. Wiegman segir enska hópinn undirbúinn fyrir allt, þar á meðal kórónuveirusmit. Í gærmorgun greindist markvörðurinn Hannah Hampton með smit og áður hafði varnarmaðurinn Lotte Wubben-Moy misst af 8-0 sigrinum gegn Noregi vegna smits. Kórónuveiran hefur sett strik í reikninginn hjá fleiri liðum en stærstur var skellurinn fyrir Hollendinga sem misstu út markamaskínuna Vivianne Miedema í síðustu tveimur leikjum riðlakeppninnar vegna smits. Holland mætir Frakklandi í 8-liða úrslitunum á laugardag. Átta liða úrslitin á EM: Miðvikudagur: England - Spánn kl. 19 Fimmtudagur: Þýskaland - Austurríki kl. 19 Föstudagur: Svíþjóð - Belgía kl. 19 Laugardagur: Frakkland - Holland kl. 19
Átta liða úrslitin á EM: Miðvikudagur: England - Spánn kl. 19 Fimmtudagur: Þýskaland - Austurríki kl. 19 Föstudagur: Svíþjóð - Belgía kl. 19 Laugardagur: Frakkland - Holland kl. 19
EM 2022 í Englandi Fótbolti Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Sjá meira